Unglingaslagsmál á Selfossi á borði lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason og Lovísa Arnardóttir skrifa 2. september 2024 10:10 Slagsmálin voru við Ölfusárbrú á Selfossi. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar slagsmál unglinga undir Ölfusárbrú á Selfossi í gærkvöldi. Íbúi í bænum fullyrðir að fjórir til fimm grímuklæddir hafi ráðist að einum. Uppi varð fótur og fit í hópi íbúa á Selfossi í gær þar sem foreldrar voru hvattir til að ræða við börnin sín. Þorsteinn Kristinsson aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi segir rannsókn málsins á algeru frumstigi. Hann segir lögreglu nú afla gagna í málinu en það sem sé til skoðunar séu myndbandsupptökur af atvikinu sem og upptökur úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu. „Þetta er til rannsóknar hjá okkur og við erum að reyna að ná utan um þetta. Það er verið að leita í öllum myndavélum sem eru þarna og svo eru einhver myndskeið sem hafa verið tekin upp sem við erum að nota,“ segir Þorsteinn. Eru þau í dreifingu? „Ég veit það ekki nákvæmlega. Við erum með höndum myndband en ég veit ekki hvort, hvar eða hversu mikla dreifingu það hefur fengið.“ Alltaf alvarlegt Þorsteinn segir lögreglu vita að um hóp manna var að ræða. Það sé unnið að því að komast að því hverjir þeir eru. „Þolandinn er þekktur. Við höfum náð sambandi við hann. Þetta er hópur manna. Það er ljóst. En hver gerði hvað það er allt til rannsóknar,“ segir Þorsteinn. Drengurinn leitaði á slysadeild eftir árásina. „Það má segja að þetta hafi sloppið til en þetta er alltaf alvarlegt,“ segir hann um áverka drengsins. Huldu andlit sín Að neðan má sjá færslu móður sem lýsti því sem hún varð vitni að. Hún hefði tilkynnt málið til lögreglu. „Fyrr í kvöld voru ljót slagsmál við/undir Ölfusárbrú, Tryggvaskálamegin. Ef þú átt strák ca 15-18 ára með áverka eftir kvöldið væri ráð að spjalla við hann og reyna að fá frekari upplýsingar. Þetta voru 4-5 strákar á móti einum. Nokkrir áhorfendur til hliðar. Greinilega skipulagt því gerendur og áhorfendur földu andlit sín með grímum og hettum. Þetta voru grimm slagsmál en leystust upp þegar vitni reyndu að stoppa þá. Lögreglan var kölluð til og komu rétt eftir að þeir hlupu í burtu. Veit ekki hvort þeir náðu í skottið á einhverjum þeirra.“ Ráðist á dreng á leið í sund Þá vakti kona í Breiðholti athygli á því að hafa orðið vitni að líkamsárás fyrir utan Breiðholtslaug á öðrum tímanum í gær. Lýsti hún því að hópur ungra krakka, líklega fimm, ráðist að unglingsdreng á leið í sund. Þolandinn og vinir hans hefðu verið af asískum uppruna. „Hann var vankaður eftir þung og mikil högg og í áfalli og afþakkaði alla aðstoð bæði frá mér og starfsfólki laugarinnar. Ég hef áhyggjur af því að hann hafi hlotið heilahristing og meiri skaða af þessu en hann þorði að viðurkenna, elsku drengurinn og því er mikilvægt að hann komist undir læknishendur.“ Hvatt er til þess í þessari umræðu sem fleirum að foreldrar taki höndum saman og reyni að takast á við ofbeldi ungmenna. „Ræðum við börnin, stoppum þetta rugl!“ Fréttin hefur verið uppfærð. Árborg Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Uppi varð fótur og fit í hópi íbúa á Selfossi í gær þar sem foreldrar voru hvattir til að ræða við börnin sín. Þorsteinn Kristinsson aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi segir rannsókn málsins á algeru frumstigi. Hann segir lögreglu nú afla gagna í málinu en það sem sé til skoðunar séu myndbandsupptökur af atvikinu sem og upptökur úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu. „Þetta er til rannsóknar hjá okkur og við erum að reyna að ná utan um þetta. Það er verið að leita í öllum myndavélum sem eru þarna og svo eru einhver myndskeið sem hafa verið tekin upp sem við erum að nota,“ segir Þorsteinn. Eru þau í dreifingu? „Ég veit það ekki nákvæmlega. Við erum með höndum myndband en ég veit ekki hvort, hvar eða hversu mikla dreifingu það hefur fengið.“ Alltaf alvarlegt Þorsteinn segir lögreglu vita að um hóp manna var að ræða. Það sé unnið að því að komast að því hverjir þeir eru. „Þolandinn er þekktur. Við höfum náð sambandi við hann. Þetta er hópur manna. Það er ljóst. En hver gerði hvað það er allt til rannsóknar,“ segir Þorsteinn. Drengurinn leitaði á slysadeild eftir árásina. „Það má segja að þetta hafi sloppið til en þetta er alltaf alvarlegt,“ segir hann um áverka drengsins. Huldu andlit sín Að neðan má sjá færslu móður sem lýsti því sem hún varð vitni að. Hún hefði tilkynnt málið til lögreglu. „Fyrr í kvöld voru ljót slagsmál við/undir Ölfusárbrú, Tryggvaskálamegin. Ef þú átt strák ca 15-18 ára með áverka eftir kvöldið væri ráð að spjalla við hann og reyna að fá frekari upplýsingar. Þetta voru 4-5 strákar á móti einum. Nokkrir áhorfendur til hliðar. Greinilega skipulagt því gerendur og áhorfendur földu andlit sín með grímum og hettum. Þetta voru grimm slagsmál en leystust upp þegar vitni reyndu að stoppa þá. Lögreglan var kölluð til og komu rétt eftir að þeir hlupu í burtu. Veit ekki hvort þeir náðu í skottið á einhverjum þeirra.“ Ráðist á dreng á leið í sund Þá vakti kona í Breiðholti athygli á því að hafa orðið vitni að líkamsárás fyrir utan Breiðholtslaug á öðrum tímanum í gær. Lýsti hún því að hópur ungra krakka, líklega fimm, ráðist að unglingsdreng á leið í sund. Þolandinn og vinir hans hefðu verið af asískum uppruna. „Hann var vankaður eftir þung og mikil högg og í áfalli og afþakkaði alla aðstoð bæði frá mér og starfsfólki laugarinnar. Ég hef áhyggjur af því að hann hafi hlotið heilahristing og meiri skaða af þessu en hann þorði að viðurkenna, elsku drengurinn og því er mikilvægt að hann komist undir læknishendur.“ Hvatt er til þess í þessari umræðu sem fleirum að foreldrar taki höndum saman og reyni að takast á við ofbeldi ungmenna. „Ræðum við börnin, stoppum þetta rugl!“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Árborg Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira