Fjöldamótmæli gegn Netanjahú vegna gíslanna Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 1. september 2024 20:33 Tugir þúsunda hafa komið saman til mótmæla víðsvegar um Ísrael í dag. Þessi mynd er frá mótmælum í Tel Aviv. Vísir/EPA Mótmælaalda hefur gengið yfir Ísrael eftir að sex gíslar í haldi Hamas fundust látnir. Reiðin beinist einkum að forsætisráðherra Ísraels og boðað hefur verið til allsherjarverkfalls á morgun. Tilkynning um að sex gíslar Hamas hefðu fundist látnir hefur vakið gríðarlega reiði í Ísrael. Þúsundir mótmæltu fyrir utan forsætisráðuneyti Benjamíns Netanjahús í dag. Verkalýðsfélög hafa boðað til allsherjarverkfalls á morgun til stuðnings við fjölskyldur gíslanna og til að þrýsta á stjórnvöld um að semja um frelsi þeirra gísla sem eru enn í haldi Hamas. Á meðal þeirra sem hafa staðfest þátttöku er borgarstjóri Tel Aviv. Netanjahú skellir skuldinni alfarið á Hamas sem neiti að semja. „Á sama tíma myrtu þeir sex gísla frá okkur. Hver sá sem myrðir gísla vill ekki semja,“ sagði forsætisráðherrann í sjónvarpsávarpi. Hamas segir sökina hins vegar liggja hjá Netanjahú sjálfum. Með því að fallast ekki á vopnahlé á Gasa beri stjórnvöld í Ísrael ábyrgð á örlögum gíslanna. Bandamenn forsætisráðherrans hafa hvatt hann til þess að semja um vopnahlé í dag. Samtök fjölskyldna gíslanna sem Hamas tóku til fanga í árás sinni á Ísrael 7. október segja að gíslarnir sex sem fundust látnir hafi verið myrtir á allra síðustu dögum eftir að hafa lifað af ellefu mánuði af pyntingum, misnotkun og hungri í haldi Hamas. Óljóst er hversu margir gíslar eru enn á Gasa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hamas-liðar tóku 251 mann í gíslingu og drápu 1.200 aðra 7. október. Gíslarnir gætu verið um hundrað en einhver fjöldi þeirra er talinn látinn. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Tilkynning um að sex gíslar Hamas hefðu fundist látnir hefur vakið gríðarlega reiði í Ísrael. Þúsundir mótmæltu fyrir utan forsætisráðuneyti Benjamíns Netanjahús í dag. Verkalýðsfélög hafa boðað til allsherjarverkfalls á morgun til stuðnings við fjölskyldur gíslanna og til að þrýsta á stjórnvöld um að semja um frelsi þeirra gísla sem eru enn í haldi Hamas. Á meðal þeirra sem hafa staðfest þátttöku er borgarstjóri Tel Aviv. Netanjahú skellir skuldinni alfarið á Hamas sem neiti að semja. „Á sama tíma myrtu þeir sex gísla frá okkur. Hver sá sem myrðir gísla vill ekki semja,“ sagði forsætisráðherrann í sjónvarpsávarpi. Hamas segir sökina hins vegar liggja hjá Netanjahú sjálfum. Með því að fallast ekki á vopnahlé á Gasa beri stjórnvöld í Ísrael ábyrgð á örlögum gíslanna. Bandamenn forsætisráðherrans hafa hvatt hann til þess að semja um vopnahlé í dag. Samtök fjölskyldna gíslanna sem Hamas tóku til fanga í árás sinni á Ísrael 7. október segja að gíslarnir sex sem fundust látnir hafi verið myrtir á allra síðustu dögum eftir að hafa lifað af ellefu mánuði af pyntingum, misnotkun og hungri í haldi Hamas. Óljóst er hversu margir gíslar eru enn á Gasa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hamas-liðar tóku 251 mann í gíslingu og drápu 1.200 aðra 7. október. Gíslarnir gætu verið um hundrað en einhver fjöldi þeirra er talinn látinn.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira