Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2024 12:25 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Í könnun Maskínu í vikunni mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 13,9 prósenta fylgi, sem er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkurn tímann mælst með. Í þjóðarpúlsi Gallúp sem birtist í gær mælist flokkurinn með 17,1 prósent. Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður flokksins segir flokkinn í gríðarlega erfiðri stöðu, eins og samstarfsflokkurinn Vinstri græn, sem mælist með 4,6 prósent og 3,4 prósent í sömu könnunum. „VG er líka að hrapa. Þau hafa misst 80 prósent af sínu fylgi til Samfylkingar og Sósíalistaflokksins,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Skjóti hvor annan niður Hann segir ljóst að eðli stjórnarsamstarfsins hafi byggst í of ríkum mæli á að flokkarnir skjóti niður mál hins, frekar en á hefðbundnum málamiðlunum. „Ég held að það væri skynsamlegast fyrir báða þessa flokka að gera það sem ekki er nú alltaf gert í pólitík, að segja bara satt. Að menn nái ekki lengra með þetta stjórnarsamstarf og það sé nauðsynlegt að stokka upp spilin og kjósa upp á nýtt.“ Það verði ekki gert með því að finna ágreining milli flokkanna, og sprengja stjórnina á grundvelli hans. „Það er of seint. Þeir eru búnir að missa þann möguleika,“ segir Þorsteinn. Ný forysta ekki endilega nóg Flokksráðsfundur Sjálfstæðismanna fer fram í dag. Prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir ljóst að staða flokksins og forystu hans verði rædd á fundinum, en Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra sagði til að mynda í tilefni af nýjustu fylgismælingum að fylgið kallaði á breytingar á forystu flokksins. „Ég sé nú ekki í fljótu bragði að það sé líklegt að ný forysta myndi snúa þessu við. Annað í stöðunni væri óbreytt, þeir væru ennþá í þessari ríkisstjórn,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Vilhelm Ný forysta geti hins vegar hresst upp á ásýnd flokka. „Það er alveg opin spurning hvort nýr formaður myndi ná eitthvað meiri árangur heldur en Bjarni. Og það er líka spurning hvaða nýti formaður væri lílkegur til að hífa upp fylgi flokksins.“ Sjálfstæðismenn ganga til landsfundar í febrúar næstkomandi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður flokksins hefur sagt að hún muni gefa kost á sér til áframhaldandi starfa í forystunni, en Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður sagði í gær að hann myndi taka afstöðu til mögulegs formannsframboðs þegar nær drægi landsfundinum. Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07 Segir fylgi flokksins óviðunandi Ritari Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður nýjustu skoðanakannana um fylgi flokksins óviðunandi. Hann segir enga skammtímalausn til staðar og skýringin leynist í málefnunum. 30. ágúst 2024 06:24 Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Í könnun Maskínu í vikunni mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 13,9 prósenta fylgi, sem er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkurn tímann mælst með. Í þjóðarpúlsi Gallúp sem birtist í gær mælist flokkurinn með 17,1 prósent. Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður flokksins segir flokkinn í gríðarlega erfiðri stöðu, eins og samstarfsflokkurinn Vinstri græn, sem mælist með 4,6 prósent og 3,4 prósent í sömu könnunum. „VG er líka að hrapa. Þau hafa misst 80 prósent af sínu fylgi til Samfylkingar og Sósíalistaflokksins,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Skjóti hvor annan niður Hann segir ljóst að eðli stjórnarsamstarfsins hafi byggst í of ríkum mæli á að flokkarnir skjóti niður mál hins, frekar en á hefðbundnum málamiðlunum. „Ég held að það væri skynsamlegast fyrir báða þessa flokka að gera það sem ekki er nú alltaf gert í pólitík, að segja bara satt. Að menn nái ekki lengra með þetta stjórnarsamstarf og það sé nauðsynlegt að stokka upp spilin og kjósa upp á nýtt.“ Það verði ekki gert með því að finna ágreining milli flokkanna, og sprengja stjórnina á grundvelli hans. „Það er of seint. Þeir eru búnir að missa þann möguleika,“ segir Þorsteinn. Ný forysta ekki endilega nóg Flokksráðsfundur Sjálfstæðismanna fer fram í dag. Prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir ljóst að staða flokksins og forystu hans verði rædd á fundinum, en Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra sagði til að mynda í tilefni af nýjustu fylgismælingum að fylgið kallaði á breytingar á forystu flokksins. „Ég sé nú ekki í fljótu bragði að það sé líklegt að ný forysta myndi snúa þessu við. Annað í stöðunni væri óbreytt, þeir væru ennþá í þessari ríkisstjórn,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Vilhelm Ný forysta geti hins vegar hresst upp á ásýnd flokka. „Það er alveg opin spurning hvort nýr formaður myndi ná eitthvað meiri árangur heldur en Bjarni. Og það er líka spurning hvaða nýti formaður væri lílkegur til að hífa upp fylgi flokksins.“ Sjálfstæðismenn ganga til landsfundar í febrúar næstkomandi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður flokksins hefur sagt að hún muni gefa kost á sér til áframhaldandi starfa í forystunni, en Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður sagði í gær að hann myndi taka afstöðu til mögulegs formannsframboðs þegar nær drægi landsfundinum.
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07 Segir fylgi flokksins óviðunandi Ritari Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður nýjustu skoðanakannana um fylgi flokksins óviðunandi. Hann segir enga skammtímalausn til staðar og skýringin leynist í málefnunum. 30. ágúst 2024 06:24 Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07
Segir fylgi flokksins óviðunandi Ritari Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður nýjustu skoðanakannana um fylgi flokksins óviðunandi. Hann segir enga skammtímalausn til staðar og skýringin leynist í málefnunum. 30. ágúst 2024 06:24
Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05