Blæs á gagnrýni á bjartari Friðarsúlu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 12:31 Friðarsúlan verður tendruð samkvæmt áætlun 9. október, á afmælisdag John Lennon. Vísir/Vilhelm Friðarsúlan í Viðey mun skína skærar eftir að viðgerð á henni lýkur í september. Ristjóri Stjörnufræðivefsins gagnrýnir breytinguna en borgarfulltrúi segir verkið eiga enn meira erindi nú en áður og fólk hljóti að geta lifað með skærari geisla. Forysta menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs og -sviðs Reykjavíkurborgar hefur unnið að því síðustu ár að ná samkomulagi við Orkuveitu Reykjavíkur og sjóð Yoko Ono, sem stóðu að uppsetningu Friðarsúlunnar, að ráðast í endurbætur á verkinu. Verið er að skipta út ljósabúnaði sem var úr sér genginn og óstöðugur og erfitt að fá varahluti í. Skúli Helgason borgarfulltrúi segir Friðarsúluna eiga meira erindi nú en oft áður.Vísir/Vilhelm „Bæði stóru ljósin og minni ljósin, þau eru LED-vædd í leiðinni. Í leiðinni er verið að gera upp sökkulinn eða það sem Yoko Ono kallar Óskabrunninn, sem hefur að geyma þessi fleygu orð „Hugsum okkur frið“,“ segir Skúli Helgason, borgarfulltrúi og formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Áætlað er að verkið kosti tæpar 33 milljónir króna og eru framkvæmdir þegar hafnar. „Það sem þetta mu hafa í för með sér er að Friðarsúlan verður miklu bjartari og þéttari eftir þessar endurbætur.“ Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, gagnrýndi áformin á samfélagsmiðlinum X í gær og sagði þau ljósmengandi vitleysu. Þá gagnrýni ég bara þessa peningasóun. En dapurlegt að sjá 33 milljónum sólundað í þessa ljósmengandi vitleysu. Við lærum sífellt meira um skaðleg áhrif ljósmengunar á okkur sjálf og lífríki og aukum svo bara birtuna. 😭https://t.co/upUzHv49jV— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) August 30, 2024 „Friðarsúlan er auðvitað bara stórkostlega merkilegt tákn um frið og þann boðskap sem Yoko Ono og John Lennon breiddu út á sínum tíma, á sjöunda og áttunda áratugnum. Eins og staða heimsmála er í dag, bæði í Úkraínu og Palestínu, þá held ég að það sé engin spurning að Friðarsúlan á meira erindi en nokkru sinni fyrr,“ segir Skúli. „Ég held að við getum vel þolað það að friðarsúlan skíni bjartar, með fullri virðingu fyrir Sævari og öllum hans merku innleggjum í gegnum tíðina.“ Kveikja á, á súlunni samkvæmt áætlun. „Það verður að vera klárt 9. október þegar Friðarsúlan er tendruð á afmælisdegi Lennons.“ Friðarsúlan í Viðey Reykjavík Borgarstjórn Viðey Tengdar fréttir Friðarsúlan skín skærar Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007. 31. ágúst 2024 09:31 Hefja gagngerar endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey Framkvæmdir við gagngerar endurbætur á Friðarsúlu í Viðey eru hafnar. Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, segir í samtali við fréttastofu að Friðarsúlan sé þörf áminning um friðarboðskap, sérstaklega vegna þróun heimsmála undanfarin ár. 30. ágúst 2024 15:31 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Forysta menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs og -sviðs Reykjavíkurborgar hefur unnið að því síðustu ár að ná samkomulagi við Orkuveitu Reykjavíkur og sjóð Yoko Ono, sem stóðu að uppsetningu Friðarsúlunnar, að ráðast í endurbætur á verkinu. Verið er að skipta út ljósabúnaði sem var úr sér genginn og óstöðugur og erfitt að fá varahluti í. Skúli Helgason borgarfulltrúi segir Friðarsúluna eiga meira erindi nú en oft áður.Vísir/Vilhelm „Bæði stóru ljósin og minni ljósin, þau eru LED-vædd í leiðinni. Í leiðinni er verið að gera upp sökkulinn eða það sem Yoko Ono kallar Óskabrunninn, sem hefur að geyma þessi fleygu orð „Hugsum okkur frið“,“ segir Skúli Helgason, borgarfulltrúi og formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Áætlað er að verkið kosti tæpar 33 milljónir króna og eru framkvæmdir þegar hafnar. „Það sem þetta mu hafa í för með sér er að Friðarsúlan verður miklu bjartari og þéttari eftir þessar endurbætur.“ Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, gagnrýndi áformin á samfélagsmiðlinum X í gær og sagði þau ljósmengandi vitleysu. Þá gagnrýni ég bara þessa peningasóun. En dapurlegt að sjá 33 milljónum sólundað í þessa ljósmengandi vitleysu. Við lærum sífellt meira um skaðleg áhrif ljósmengunar á okkur sjálf og lífríki og aukum svo bara birtuna. 😭https://t.co/upUzHv49jV— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) August 30, 2024 „Friðarsúlan er auðvitað bara stórkostlega merkilegt tákn um frið og þann boðskap sem Yoko Ono og John Lennon breiddu út á sínum tíma, á sjöunda og áttunda áratugnum. Eins og staða heimsmála er í dag, bæði í Úkraínu og Palestínu, þá held ég að það sé engin spurning að Friðarsúlan á meira erindi en nokkru sinni fyrr,“ segir Skúli. „Ég held að við getum vel þolað það að friðarsúlan skíni bjartar, með fullri virðingu fyrir Sævari og öllum hans merku innleggjum í gegnum tíðina.“ Kveikja á, á súlunni samkvæmt áætlun. „Það verður að vera klárt 9. október þegar Friðarsúlan er tendruð á afmælisdegi Lennons.“
Friðarsúlan í Viðey Reykjavík Borgarstjórn Viðey Tengdar fréttir Friðarsúlan skín skærar Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007. 31. ágúst 2024 09:31 Hefja gagngerar endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey Framkvæmdir við gagngerar endurbætur á Friðarsúlu í Viðey eru hafnar. Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, segir í samtali við fréttastofu að Friðarsúlan sé þörf áminning um friðarboðskap, sérstaklega vegna þróun heimsmála undanfarin ár. 30. ágúst 2024 15:31 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Friðarsúlan skín skærar Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007. 31. ágúst 2024 09:31
Hefja gagngerar endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey Framkvæmdir við gagngerar endurbætur á Friðarsúlu í Viðey eru hafnar. Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, segir í samtali við fréttastofu að Friðarsúlan sé þörf áminning um friðarboðskap, sérstaklega vegna þróun heimsmála undanfarin ár. 30. ágúst 2024 15:31