Fulltrúar Trump hrintu starfsmanni hermannagrafreits Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2024 19:29 Trump stillir upp blómsveig við minnisvarða um óþekkta hermenn í Arlington-grafreitnum í Virginíu á mánudag. Heimsóknin dróg dilk á eftir sér. AP/Alex Brandon Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump hrinti fulltrúa Bandaríkjahers þegar sá síðarnefndi brýndi fyrir honum reglur sem banna stjórnmálastarf í grafreit fallinna hermanna í vikunni. Framboðið sakaði starfsmann grafreitsins um að vera veikan á geði. Talsmaður Bandaríkjahers staðfesti í dag að starfsmanni Arlington-grafreitsins utan við Washington-borg hafi verið „hranalega ýtt til hliðar“ þegar hann brýndi fyrir starfsmönnum framboðs Trump að fylgja reglum. Uppákoman hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Hún átti sér stað þegar Trump heimsótti grafreitinn í boði fjölskyldna hermanna sem féllu í Afganistan sem styðja hann. Eftir að minningarathöfn lauk lét Trump meðal annars mynda sig brosandi og með þumalfingur á lofti með fjölskyldu eins fallins hermanns. President @realDonaldTrump visiting @ArlingtonNatl Cemetery this morning to lay wreaths with Gold Star families at the graves of our brave men & women who lost their lives 3 years ago today during the disastrous Afghanistan withdraw in 2021.Pictured with the family of Sgt.… pic.twitter.com/VKsbShGWWC— Corey R. Lewandowski (@CLewandowski_) August 26, 2024 Fljótlega greindi NPR frá því að tveir starfsmenn framboðs Trump hefðu hellt sér yfir og ýtt starfsmanni grafreitsins sem reyndi að banna þeim að taka myndir og taka upp myndefni í hluta grafreitsins þar sem hermenn sem féllu í Afganistan og Írak hvíla. Samkvæmt reglum grafreitsins verður að fá leyfi fyrir myndatökum. Alríkislög banna allt stjórnmálastarf í grafreitnum, þar á meðal framleiðsla á framboðsefni. Trump birti síðar myndefni úr grafreitnum á samfélagsmiðlum þar sem hann gagnrýndi harðlega ákvörðun Joes Biden forseta um að draga herlið frá Afganistan. Þrettán bandarískir hermenn féllu og fleiri en 170 Afganir í sjálfsmorðssprengjuárás á Kabúlflugvelli við brottflutninginn fyrir þremur árum. Kölluðu starfsmanninn fyrirlitlegan og í geðrofi Framboð Trump þrætti fyrir að nokkur hefði stuggað við starfsmanni grafreitsins. Í yfirlýsingu sem framboðið sendi fyrst frá sér fullyrti það að starfsmaður grafreitsins hefði „augljóslega verið í geðrofi“. Leyfi fyrir myndatökunni hefði legið fyrir. Chris LaCivita, ráðgjafi framboðs Trump, bætti um betur og lýsti starfsmanni grafreitsins sem „fyrirlitlegum“ í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Hver sem þessi einstaklingur er, þá vanvirðir það karla og konur í hernum okar að dreifa þessum lygum,“ sagði hann. Talsmaður hersins rengir þetta í yfirlýsingu sem var gefin út í dag. Þar sagði að starfsmaður grafreitsins hefði komið fram af fagmennsku og forðast frekari átök. Starfsmaðurinn hefði síðan sætt ósanngjörnum árásum fulltrúa fyrrverandi foretans. Uppákoman hefði verið óheppileg en þar sem starfsmaðurinn hefði kosið að leggja ekki fram kæru vegna þess teldi herinn málinu lokið. Heimildarmaður AP-fréttastofunnar innan varnarmálaráðuneytisins fullyrti að starfsmenn Trump hefði verið varaðir við því að taka myndir í grafreitnum fyrir heimsóknina þangað. Washington Post segir að ráðuneytið hafi ekki viljað koma í veg fyrir að Trump heimsækti grafreitinn á mánudag en framboðið hefði fengið afdráttarlaus skilaboð um að lögunum um bann við að hann yrði nýttur í flokkspólitískri baráttu yrði framfylgt. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að konan sem lenti í starfsmönnum Trump hafi veigrað sér við að leggja fram kæru af ótta við að vera ofsótt af stuðningsmönnum forsetans. Annað eins hefur ítrekað gerst á undanförnum árum. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Talsmaður Bandaríkjahers staðfesti í dag að starfsmanni Arlington-grafreitsins utan við Washington-borg hafi verið „hranalega ýtt til hliðar“ þegar hann brýndi fyrir starfsmönnum framboðs Trump að fylgja reglum. Uppákoman hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Hún átti sér stað þegar Trump heimsótti grafreitinn í boði fjölskyldna hermanna sem féllu í Afganistan sem styðja hann. Eftir að minningarathöfn lauk lét Trump meðal annars mynda sig brosandi og með þumalfingur á lofti með fjölskyldu eins fallins hermanns. President @realDonaldTrump visiting @ArlingtonNatl Cemetery this morning to lay wreaths with Gold Star families at the graves of our brave men & women who lost their lives 3 years ago today during the disastrous Afghanistan withdraw in 2021.Pictured with the family of Sgt.… pic.twitter.com/VKsbShGWWC— Corey R. Lewandowski (@CLewandowski_) August 26, 2024 Fljótlega greindi NPR frá því að tveir starfsmenn framboðs Trump hefðu hellt sér yfir og ýtt starfsmanni grafreitsins sem reyndi að banna þeim að taka myndir og taka upp myndefni í hluta grafreitsins þar sem hermenn sem féllu í Afganistan og Írak hvíla. Samkvæmt reglum grafreitsins verður að fá leyfi fyrir myndatökum. Alríkislög banna allt stjórnmálastarf í grafreitnum, þar á meðal framleiðsla á framboðsefni. Trump birti síðar myndefni úr grafreitnum á samfélagsmiðlum þar sem hann gagnrýndi harðlega ákvörðun Joes Biden forseta um að draga herlið frá Afganistan. Þrettán bandarískir hermenn féllu og fleiri en 170 Afganir í sjálfsmorðssprengjuárás á Kabúlflugvelli við brottflutninginn fyrir þremur árum. Kölluðu starfsmanninn fyrirlitlegan og í geðrofi Framboð Trump þrætti fyrir að nokkur hefði stuggað við starfsmanni grafreitsins. Í yfirlýsingu sem framboðið sendi fyrst frá sér fullyrti það að starfsmaður grafreitsins hefði „augljóslega verið í geðrofi“. Leyfi fyrir myndatökunni hefði legið fyrir. Chris LaCivita, ráðgjafi framboðs Trump, bætti um betur og lýsti starfsmanni grafreitsins sem „fyrirlitlegum“ í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Hver sem þessi einstaklingur er, þá vanvirðir það karla og konur í hernum okar að dreifa þessum lygum,“ sagði hann. Talsmaður hersins rengir þetta í yfirlýsingu sem var gefin út í dag. Þar sagði að starfsmaður grafreitsins hefði komið fram af fagmennsku og forðast frekari átök. Starfsmaðurinn hefði síðan sætt ósanngjörnum árásum fulltrúa fyrrverandi foretans. Uppákoman hefði verið óheppileg en þar sem starfsmaðurinn hefði kosið að leggja ekki fram kæru vegna þess teldi herinn málinu lokið. Heimildarmaður AP-fréttastofunnar innan varnarmálaráðuneytisins fullyrti að starfsmenn Trump hefði verið varaðir við því að taka myndir í grafreitnum fyrir heimsóknina þangað. Washington Post segir að ráðuneytið hafi ekki viljað koma í veg fyrir að Trump heimsækti grafreitinn á mánudag en framboðið hefði fengið afdráttarlaus skilaboð um að lögunum um bann við að hann yrði nýttur í flokkspólitískri baráttu yrði framfylgt. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að konan sem lenti í starfsmönnum Trump hafi veigrað sér við að leggja fram kæru af ótta við að vera ofsótt af stuðningsmönnum forsetans. Annað eins hefur ítrekað gerst á undanförnum árum.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“