Annar skemmdarvargurinn handtekinn en hinn á bak og burt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 14:54 Töluverðar skemmdir hafa verið unnar á klæðningu byggingarinnar við Guðrúnartún 1. Vísir/Vilhelm Tvo daga í röð voru framin eignaspjöll í og við bygginguna sem stendur við Guðrúnartún 1 í Reykjavík. Í gærmorgun braust þangað inn maður sem braut rúðu og olli öðrum eignaspjöllum innandyra og á mánudagsmorgun gekk annar maður berserksgang fyrir utan húsið, braut þar flísar af klæðningu hússins og framdi önnur skemmdarverk á bílastæðinu við húsið. Hinn síðarnefndi var handtekinn skammt frá vettvangi en hinn var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Enginn er í varðhaldi vegna málanna sem rannsökuð erum sem aðskilin. Þetta staðfestir Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi, en Rúv greindi fyrst frá. Húsið sem um ræðir hýsir meðal annars starfsemi ASÍ, Geðhjálpar, Eflingar og Gildis lífeyrissjóðs svo fátt eitt sé nefnt. Þótt bæði mál varði eignaspjöll á sömu byggingu er um tvö aðskilin mál að ræða.Vísir/Vilhelm „Þarna er einhver aðili sem kemur þarna inn og fer að hamast á einhverri hurð með þeim afleiðingum að læsingin á hurðinni var skemmd á eftir. Svo gekk hann upp á aðra hæð og skemmdi þar líka læsingu á annarri hurð með því að reyna að komast eitthvað þar inn og í kjölfarið brotnaði þarna rúða,“ segir Ásmundur um atvikið í gærmorgun. Þetta var um hálf níu leytið og var starfsfólk í húsinu sem varð vart við manninn en hann var horfinn af vettvangi þegar lögregla kom á vettvang. Ekki er búið að hafa uppi á manninum og ekki vitað hver var að verki og er málið til rannsóknar. Í hinu málinu er um að ræða aðila sem lögregla handtók þar sem hann var á leið í burtu frá vettvangi eftir að hafa valdið töluverðum eignaspjöllum utandyra, bæði á bílastæði og byggingunni sjálfri. „Hann var vistaður hér og tekin af honum skýrsla en hann er laus,“ segir Ásmundur. Maðurinn, sem lögregla hefur áður þurft að hafa afskipti af, var handtekinn rétt fyrir hádegi á mánudaginn og látinn laus um níu á mánudagskvöldið. Ekki þykir líklegt að sami maður hafi verið að verki. Starfsfólki brugðið Tjörfi Berndsen, formaður stjórnar húsfélagsins í Guðrúnartúni 1, segir að starfsfólki hafi vissulega verið brugðið vegna þessa. Starfsfólki hafi sem betur fer ekki orðið meint af en atvikin kalli á að farið verði betur yfir öryggisferla í húsinu. „Það var ekki ráðist á fólk,“ segir Tjörfi í samtali við Vísi. „Auðvitað er fólki brugðið. Tveir svona atburðir, tvo daga í röð, eru óþægilegir fyrir alla. Ég geri ráð fyrir að við kærum og tilkynnum til tryggingafélags og svo þarf auðvitað bara að gera við þetta. En aðalatriðið er það að við endurskoðum aðeins okkar öryggisferla og aðgengi að húsinu svona eins og við getum, en samt veita þjónustu við félagsfólk og annað slíkt,“ segir Tjörfi. Númer eitt, tvö og þrjú sé að gæta öryggis starfsfólks. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru skemmdirnar á húsinu töluverðar. Ummerki um berserksgang í Guðrúnartúni.Vísir/Vilhelm Skemmdarverkin voru unnin á mánduagsmorgun.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Hinn síðarnefndi var handtekinn skammt frá vettvangi en hinn var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Enginn er í varðhaldi vegna málanna sem rannsökuð erum sem aðskilin. Þetta staðfestir Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi, en Rúv greindi fyrst frá. Húsið sem um ræðir hýsir meðal annars starfsemi ASÍ, Geðhjálpar, Eflingar og Gildis lífeyrissjóðs svo fátt eitt sé nefnt. Þótt bæði mál varði eignaspjöll á sömu byggingu er um tvö aðskilin mál að ræða.Vísir/Vilhelm „Þarna er einhver aðili sem kemur þarna inn og fer að hamast á einhverri hurð með þeim afleiðingum að læsingin á hurðinni var skemmd á eftir. Svo gekk hann upp á aðra hæð og skemmdi þar líka læsingu á annarri hurð með því að reyna að komast eitthvað þar inn og í kjölfarið brotnaði þarna rúða,“ segir Ásmundur um atvikið í gærmorgun. Þetta var um hálf níu leytið og var starfsfólk í húsinu sem varð vart við manninn en hann var horfinn af vettvangi þegar lögregla kom á vettvang. Ekki er búið að hafa uppi á manninum og ekki vitað hver var að verki og er málið til rannsóknar. Í hinu málinu er um að ræða aðila sem lögregla handtók þar sem hann var á leið í burtu frá vettvangi eftir að hafa valdið töluverðum eignaspjöllum utandyra, bæði á bílastæði og byggingunni sjálfri. „Hann var vistaður hér og tekin af honum skýrsla en hann er laus,“ segir Ásmundur. Maðurinn, sem lögregla hefur áður þurft að hafa afskipti af, var handtekinn rétt fyrir hádegi á mánudaginn og látinn laus um níu á mánudagskvöldið. Ekki þykir líklegt að sami maður hafi verið að verki. Starfsfólki brugðið Tjörfi Berndsen, formaður stjórnar húsfélagsins í Guðrúnartúni 1, segir að starfsfólki hafi vissulega verið brugðið vegna þessa. Starfsfólki hafi sem betur fer ekki orðið meint af en atvikin kalli á að farið verði betur yfir öryggisferla í húsinu. „Það var ekki ráðist á fólk,“ segir Tjörfi í samtali við Vísi. „Auðvitað er fólki brugðið. Tveir svona atburðir, tvo daga í röð, eru óþægilegir fyrir alla. Ég geri ráð fyrir að við kærum og tilkynnum til tryggingafélags og svo þarf auðvitað bara að gera við þetta. En aðalatriðið er það að við endurskoðum aðeins okkar öryggisferla og aðgengi að húsinu svona eins og við getum, en samt veita þjónustu við félagsfólk og annað slíkt,“ segir Tjörfi. Númer eitt, tvö og þrjú sé að gæta öryggis starfsfólks. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru skemmdirnar á húsinu töluverðar. Ummerki um berserksgang í Guðrúnartúni.Vísir/Vilhelm Skemmdarverkin voru unnin á mánduagsmorgun.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira