Fjárfestum í kennurum Magnús Þór Jónsson skrifar 26. ágúst 2024 11:32 Staðreynd. Það skiptir öllu máli að börn fái góða menntun. Þau eiga rétt á því að í skólanum ríki fagmennska og stöðugleiki. Tölfræði hins íslenska raunveruleika sýnir að kennarar eru þrisvar sinnum líklegri en ófaglærðir til að halda áfram kennslu. Tölfræðin leiðir líka í ljós að fimmti hver sem ráðinn er til kennslu í grunnskóla hefur ekki kennsluréttindi og enn stærra hlutfall er að finna á leikskólastiginu, þar sem þrír af hverjum fjórum hafa ekki kennsluréttindi. Á síðustu tíu árum hefur fjölda þeirra sem sinna kennslu án réttinda í framhaldsskólum fjölgað um 200 á meðan faglærðum hefur fækkað um 100. Það er lykilatriði að við sem samfélag tökum þá ákvörðun að fjárfesta í kennurum með að leiðarljósi að auka fagmennsku. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að öll börn eigi rétt á menntun og þeim sé gert kleift að rækta hæfileika sína og færni. Faglegt starf og stöðugleiki innan skólanna stuðlar að aukinni vellíðan og velferð í samfélaginu. Á sama hátt skilar fjárfesting í menntun sér margfalt til baka því hún bætir félagslega stöðu barna og þau verða hæfari til að takast á við alls konar samfélagslegar áskoranir. Við hljótum sem samfélag að vera sammála um að við viljum fjölga kennurum. Fagmennska og stöðugleiki er það sem samfélagið horfir til að sé rauður þráður í menntun barna á öllum skólastigum og fjárfesting í kennurum kallar á ólíka þætti í þeirra starfi. Það er mikilvægt að við horfum til þess að spyrna við fæti og fylla skólana okkar fagmenntuðum kennurum, börnum til heilla. Hvernig vill íslenskt samfélag fjárfesta í framtíð barnanna sinna? Kennarasamband Íslands er byggt upp af röddum kennara, stjórnenda og ráðgjafa sem hafa valið sér það göfuga og skemmtilega starf að kenna. Þar er auðvitað að finna hugmyndir um hvernig best væri að fjárfesta á þann hátt að fjölga kennurum og með því auka fagmennsku og efla stöðugleika í skólastarfi. Árangursríkasta leiðin er að fá samfélagið til að hugsa þetta með okkur og leggja um leið stjórnvöldum til lausnir. Börnin okkar eiga skilið allt það besta sem völ er á. Menntun barna eykur farsæld þeirra og vellíðan. Ég vona að við sem samfélag séum sammála um það. Til að ná árangri þarf að fjárfesta í kennurum. Börnin okkar eiga skilið fagmennsku og stöðugleika. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Staðreynd. Það skiptir öllu máli að börn fái góða menntun. Þau eiga rétt á því að í skólanum ríki fagmennska og stöðugleiki. Tölfræði hins íslenska raunveruleika sýnir að kennarar eru þrisvar sinnum líklegri en ófaglærðir til að halda áfram kennslu. Tölfræðin leiðir líka í ljós að fimmti hver sem ráðinn er til kennslu í grunnskóla hefur ekki kennsluréttindi og enn stærra hlutfall er að finna á leikskólastiginu, þar sem þrír af hverjum fjórum hafa ekki kennsluréttindi. Á síðustu tíu árum hefur fjölda þeirra sem sinna kennslu án réttinda í framhaldsskólum fjölgað um 200 á meðan faglærðum hefur fækkað um 100. Það er lykilatriði að við sem samfélag tökum þá ákvörðun að fjárfesta í kennurum með að leiðarljósi að auka fagmennsku. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að öll börn eigi rétt á menntun og þeim sé gert kleift að rækta hæfileika sína og færni. Faglegt starf og stöðugleiki innan skólanna stuðlar að aukinni vellíðan og velferð í samfélaginu. Á sama hátt skilar fjárfesting í menntun sér margfalt til baka því hún bætir félagslega stöðu barna og þau verða hæfari til að takast á við alls konar samfélagslegar áskoranir. Við hljótum sem samfélag að vera sammála um að við viljum fjölga kennurum. Fagmennska og stöðugleiki er það sem samfélagið horfir til að sé rauður þráður í menntun barna á öllum skólastigum og fjárfesting í kennurum kallar á ólíka þætti í þeirra starfi. Það er mikilvægt að við horfum til þess að spyrna við fæti og fylla skólana okkar fagmenntuðum kennurum, börnum til heilla. Hvernig vill íslenskt samfélag fjárfesta í framtíð barnanna sinna? Kennarasamband Íslands er byggt upp af röddum kennara, stjórnenda og ráðgjafa sem hafa valið sér það göfuga og skemmtilega starf að kenna. Þar er auðvitað að finna hugmyndir um hvernig best væri að fjárfesta á þann hátt að fjölga kennurum og með því auka fagmennsku og efla stöðugleika í skólastarfi. Árangursríkasta leiðin er að fá samfélagið til að hugsa þetta með okkur og leggja um leið stjórnvöldum til lausnir. Börnin okkar eiga skilið allt það besta sem völ er á. Menntun barna eykur farsæld þeirra og vellíðan. Ég vona að við sem samfélag séum sammála um það. Til að ná árangri þarf að fjárfesta í kennurum. Börnin okkar eiga skilið fagmennsku og stöðugleika. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun