Miklu meira en gjaldfrjálsar skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar 26. ágúst 2024 08:30 Nýlega skrifuðu tveir ráðherrar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir sem á að taka upp í haust eftir útspil þar að lútandi í síðustu kjarasamningum. Svandís Svavarsdóttir leggur áherlsu á að um sé að ræða lífskjarajöfnun því gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn komi efnalitlum heimilum hlutfallslega best. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varar við því að gjaldfrjáls námsgögn og máltíðir leiði til virðingarleysis fyrir kostnaðarsömum aðföngum. Hvorug þeirra virðist hafa lesið grein okkar innan umhverfismálahópsins Aldins um þessi mál. Sú grein birtist í Heimildinni í júní og nú hefur komið önnur grein á vísi.is frá okkar fólki um sama efni Kjarninn í máli okkar er þessi: Hér er tækifæri til að bæta lýðheilsu, minnka matarsóun og taka til hendinni í loftslagsmálum og umhverfisvernd almennt. Tækifærið er núna. Samkvæmt Samtökum sveitarfélaga er áætlað að kostnaður við þetta nemi um 5 milljörðum króna á ári og mun ríkið leggja til allt að 75% kostnaðarins eða allt að 4 milljarða króna á ári á samningstímanum. Ríki og sveitarfélög munu útfæra verkefnið í sameiningu. Þetta er engin smávegis aðgerð. Heilir 20 milljarðar í opinber innkaup á mat og eldun og því mikilvægt að vel takist til. Ekki bara bókhaldsmál Opinber innkaupastefna á matvælum á að styðja við lýðheilsumarkmið og almennt við stefnu i umhverfismálum. Við bendum á að hér er einstakt tækifæri til að ná fram mörgum góðum markmiðum. Landlæknisembættið vinnur nú að því að uppfæra ráðgjöf sína og þó ekki sé efast um góðan vilja virðast margir hafa grun um að betur mætti fara í skólamáltíðum eins og nú háttar. Fréttir frá Árborg fyrr í sumar sýna réttmætar áhyggjur af stöðu mála og lofsverð fyrirheit þar um úrbætur. Varla er það eini staðurinn á landinu sem þarft að taka sér tak og setja markmið um heilsusamlegar máltíðir. Einnig þarf að huga að umhverfismálum og loftslagsstefnu Íslands. Matvælaframleiðsla og landnotkun losar hátt hlutfall gróðurhúsalofttegunda, allt upp í 30% á heimsvísu. Það ætti því að vera markmið að nota einungis umhverfisvæn matvæli. Hluti af því dæmi er matarsóun sem er mjög mikil hér á landi, vel yfir 100 kg af mat á hvern íbúa landsins á ári. En síðast en ekki síst er hér tækifæri til að bæta næringu og heilsu barna. Gerum þetta rétt Á dögunum birtist frásögn Þorkels Sigurlaugssonar varaborgarfulltrúa í Reykjavík af nýlegri bók um hvað fer úrskeiðis og hvað tekst vel í stórum opinberum framkvæmdum. Lærdómurinn er að skipulag og undirbúningur skipti öllu. Aðdragandi að þessu skólamáltíðaverkefni er mjög skammur og ástæða þess að nú verða teknar upp gjaldfrjálsar skólamlátíðir fyrir öll börn fyrst og fremst kjaramál. Eins og oft hefur verið bent á er miklu meira í húfi: Góð heilsa barnanna okkar og matarmenning, umhverfis- og loftslagsvæn innkaupastefna, átak gegn matarsóun. Þetta allt kallar á meðvituð vinnubrögð, undirbúning og góða framkvæmd. Tökum stöðuna og mælum árangur Hér er lagt til að sem fyrst verði gerð stöðukönnun. Óháð og sjálfstæð rannsókn á raunverulegri stöðu skólamáltíða í dag og hvaða fyrirkomulag gefur besta raun. Einnig verði gerð stöðukönnun með hæfilega stórum úrtökum skólabarna á heilsu, nærningarástandi og matarvenjum, og þeirri könnun fylgt eftir á verkefnistímanum með reglubundnum mælingum á væntum árangri. Við eigum fjölda næringafræðinga og nema á háskólastigi sem geta svarað þessu kalli. Þessi flötur undirbúnings er auðveldur og ætti ekki að skapa andstöðu. Það mun hins vegar taka á þegar mótuð verður innkaupastefna sem beinlínis útilokar lélegan mat (til dæmis gjörunninn) og tekur um leið fyrir innkaup á matvælum sem ekki eru vottuð umhverfisvæn. Einnig verður fróðlegt að sjá hvaða eldunaraðferðir koma best út - ekki með tilliti til kostnaðar heldur næringar og heilsu. Allt þetta þarf að gera. Stærstu sveitarfélögin hafa hér leiðtogahlutverki að gegna: Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur og fleiri. Oft hefur verið tilefni til borgarafundar og samráðs um þjóðþrifamál og því beint til borgarstjóra að við í Aldin eru að sönnu reiðubúin til að aðstoða við dagskrá. Höfundur er fyrrverandi formaður menntaráðs Reykjavíkur og félagi í Aldin, samtökum aðgerðasinna í loftslagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Grunnskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Sjá meira
Nýlega skrifuðu tveir ráðherrar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir sem á að taka upp í haust eftir útspil þar að lútandi í síðustu kjarasamningum. Svandís Svavarsdóttir leggur áherlsu á að um sé að ræða lífskjarajöfnun því gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn komi efnalitlum heimilum hlutfallslega best. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varar við því að gjaldfrjáls námsgögn og máltíðir leiði til virðingarleysis fyrir kostnaðarsömum aðföngum. Hvorug þeirra virðist hafa lesið grein okkar innan umhverfismálahópsins Aldins um þessi mál. Sú grein birtist í Heimildinni í júní og nú hefur komið önnur grein á vísi.is frá okkar fólki um sama efni Kjarninn í máli okkar er þessi: Hér er tækifæri til að bæta lýðheilsu, minnka matarsóun og taka til hendinni í loftslagsmálum og umhverfisvernd almennt. Tækifærið er núna. Samkvæmt Samtökum sveitarfélaga er áætlað að kostnaður við þetta nemi um 5 milljörðum króna á ári og mun ríkið leggja til allt að 75% kostnaðarins eða allt að 4 milljarða króna á ári á samningstímanum. Ríki og sveitarfélög munu útfæra verkefnið í sameiningu. Þetta er engin smávegis aðgerð. Heilir 20 milljarðar í opinber innkaup á mat og eldun og því mikilvægt að vel takist til. Ekki bara bókhaldsmál Opinber innkaupastefna á matvælum á að styðja við lýðheilsumarkmið og almennt við stefnu i umhverfismálum. Við bendum á að hér er einstakt tækifæri til að ná fram mörgum góðum markmiðum. Landlæknisembættið vinnur nú að því að uppfæra ráðgjöf sína og þó ekki sé efast um góðan vilja virðast margir hafa grun um að betur mætti fara í skólamáltíðum eins og nú háttar. Fréttir frá Árborg fyrr í sumar sýna réttmætar áhyggjur af stöðu mála og lofsverð fyrirheit þar um úrbætur. Varla er það eini staðurinn á landinu sem þarft að taka sér tak og setja markmið um heilsusamlegar máltíðir. Einnig þarf að huga að umhverfismálum og loftslagsstefnu Íslands. Matvælaframleiðsla og landnotkun losar hátt hlutfall gróðurhúsalofttegunda, allt upp í 30% á heimsvísu. Það ætti því að vera markmið að nota einungis umhverfisvæn matvæli. Hluti af því dæmi er matarsóun sem er mjög mikil hér á landi, vel yfir 100 kg af mat á hvern íbúa landsins á ári. En síðast en ekki síst er hér tækifæri til að bæta næringu og heilsu barna. Gerum þetta rétt Á dögunum birtist frásögn Þorkels Sigurlaugssonar varaborgarfulltrúa í Reykjavík af nýlegri bók um hvað fer úrskeiðis og hvað tekst vel í stórum opinberum framkvæmdum. Lærdómurinn er að skipulag og undirbúningur skipti öllu. Aðdragandi að þessu skólamáltíðaverkefni er mjög skammur og ástæða þess að nú verða teknar upp gjaldfrjálsar skólamlátíðir fyrir öll börn fyrst og fremst kjaramál. Eins og oft hefur verið bent á er miklu meira í húfi: Góð heilsa barnanna okkar og matarmenning, umhverfis- og loftslagsvæn innkaupastefna, átak gegn matarsóun. Þetta allt kallar á meðvituð vinnubrögð, undirbúning og góða framkvæmd. Tökum stöðuna og mælum árangur Hér er lagt til að sem fyrst verði gerð stöðukönnun. Óháð og sjálfstæð rannsókn á raunverulegri stöðu skólamáltíða í dag og hvaða fyrirkomulag gefur besta raun. Einnig verði gerð stöðukönnun með hæfilega stórum úrtökum skólabarna á heilsu, nærningarástandi og matarvenjum, og þeirri könnun fylgt eftir á verkefnistímanum með reglubundnum mælingum á væntum árangri. Við eigum fjölda næringafræðinga og nema á háskólastigi sem geta svarað þessu kalli. Þessi flötur undirbúnings er auðveldur og ætti ekki að skapa andstöðu. Það mun hins vegar taka á þegar mótuð verður innkaupastefna sem beinlínis útilokar lélegan mat (til dæmis gjörunninn) og tekur um leið fyrir innkaup á matvælum sem ekki eru vottuð umhverfisvæn. Einnig verður fróðlegt að sjá hvaða eldunaraðferðir koma best út - ekki með tilliti til kostnaðar heldur næringar og heilsu. Allt þetta þarf að gera. Stærstu sveitarfélögin hafa hér leiðtogahlutverki að gegna: Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur og fleiri. Oft hefur verið tilefni til borgarafundar og samráðs um þjóðþrifamál og því beint til borgarstjóra að við í Aldin eru að sönnu reiðubúin til að aðstoða við dagskrá. Höfundur er fyrrverandi formaður menntaráðs Reykjavíkur og félagi í Aldin, samtökum aðgerðasinna í loftslagsmálum.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun