Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. ágúst 2024 10:35 Grímur Grímsson er yfir miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Vísir/Arnar Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. Gestir Menningarnætur urðu margir varir við mikinn viðbúnað lögreglu og slökkviliðs í miðborg Reykjavíkur á tólfta tímanum í gær. Yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar segir útkall um alvarlega líkamsárás, þar sem hnífi var beitt, hafa borist um hálf tólf. „Lögregla fór þegar á staðinn með sjúkraliðum, og naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra líka þar sem vitað var að vopni hafði verið beitt. Þar kom í ljós að það voru þrír brotaþolar sem höfðu verið stungnir. Þeir voru allir fluttir á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar. Hinn grunaði hafi ekki verið handtekinn á vettvangi, heldur á heimili sínu. „Fyrstu andartökin og mínúturnar fóru í það að ná utan um þetta ástand á vettvangi. Það liðu einhverjar klukkustundir áður en hann var handtekinn.“ Allt Íslendingar Í tilkynningu lögreglu segir að einn brotaþola sé alvarlega slasaður og hafi gengist undir aðgerð í nótt. „Það er mat lækna að viðkomandi sé í lífshættu,“ segir Grímur. Aðspurður segir hann að um fjóra Íslendinga sé að ræða. Lögreglan tekur einnig fram í tilkynningu sinni að brotaþolar og hinn grunaði séu ungt fólk, og málið unnið í samvinnu við barnaverndaryfirvöld. Eru allir sem koma að þessu máli, brotaþolarnir þrír og hinn grunaði, undir átján ára aldri? „Já, eftir því sem ég kemst næst þá er það svo,“ segir Grímur. Reykjavík Lögreglumál Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Þrjú ungmenni með áverka og eitt í alvarlegu ástandi eftir stunguárásina Þrír eru með stunguáverka og þar af einn í alvarlegu ástandi eftir líkamsárás í miðborginni í gær þar sem hnífi var beitt. Allir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar og gekkst hinn alvarlega slasaði undir aðgerð í nótt. Brotaþolar og hinn grunaði eru öll sögð vera ungt fólk. 25. ágúst 2024 10:06 Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. 25. ágúst 2024 08:23 Handtekinn grunaður um stunguárás í miðborginni Lögreglan handtók í gærkvöldi einstakling sem grunaður er um að hafa stungið annan með hnífi í miðborg Reykjavíkur. 25. ágúst 2024 06:23 Alvarleg líkamsárás í miðborginni Mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs var í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna alvarlegrar líkamsárásar. 25. ágúst 2024 00:31 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Gestir Menningarnætur urðu margir varir við mikinn viðbúnað lögreglu og slökkviliðs í miðborg Reykjavíkur á tólfta tímanum í gær. Yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar segir útkall um alvarlega líkamsárás, þar sem hnífi var beitt, hafa borist um hálf tólf. „Lögregla fór þegar á staðinn með sjúkraliðum, og naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra líka þar sem vitað var að vopni hafði verið beitt. Þar kom í ljós að það voru þrír brotaþolar sem höfðu verið stungnir. Þeir voru allir fluttir á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar. Hinn grunaði hafi ekki verið handtekinn á vettvangi, heldur á heimili sínu. „Fyrstu andartökin og mínúturnar fóru í það að ná utan um þetta ástand á vettvangi. Það liðu einhverjar klukkustundir áður en hann var handtekinn.“ Allt Íslendingar Í tilkynningu lögreglu segir að einn brotaþola sé alvarlega slasaður og hafi gengist undir aðgerð í nótt. „Það er mat lækna að viðkomandi sé í lífshættu,“ segir Grímur. Aðspurður segir hann að um fjóra Íslendinga sé að ræða. Lögreglan tekur einnig fram í tilkynningu sinni að brotaþolar og hinn grunaði séu ungt fólk, og málið unnið í samvinnu við barnaverndaryfirvöld. Eru allir sem koma að þessu máli, brotaþolarnir þrír og hinn grunaði, undir átján ára aldri? „Já, eftir því sem ég kemst næst þá er það svo,“ segir Grímur.
Reykjavík Lögreglumál Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Þrjú ungmenni með áverka og eitt í alvarlegu ástandi eftir stunguárásina Þrír eru með stunguáverka og þar af einn í alvarlegu ástandi eftir líkamsárás í miðborginni í gær þar sem hnífi var beitt. Allir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar og gekkst hinn alvarlega slasaði undir aðgerð í nótt. Brotaþolar og hinn grunaði eru öll sögð vera ungt fólk. 25. ágúst 2024 10:06 Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. 25. ágúst 2024 08:23 Handtekinn grunaður um stunguárás í miðborginni Lögreglan handtók í gærkvöldi einstakling sem grunaður er um að hafa stungið annan með hnífi í miðborg Reykjavíkur. 25. ágúst 2024 06:23 Alvarleg líkamsárás í miðborginni Mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs var í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna alvarlegrar líkamsárásar. 25. ágúst 2024 00:31 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Þrjú ungmenni með áverka og eitt í alvarlegu ástandi eftir stunguárásina Þrír eru með stunguáverka og þar af einn í alvarlegu ástandi eftir líkamsárás í miðborginni í gær þar sem hnífi var beitt. Allir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar og gekkst hinn alvarlega slasaði undir aðgerð í nótt. Brotaþolar og hinn grunaði eru öll sögð vera ungt fólk. 25. ágúst 2024 10:06
Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. 25. ágúst 2024 08:23
Handtekinn grunaður um stunguárás í miðborginni Lögreglan handtók í gærkvöldi einstakling sem grunaður er um að hafa stungið annan með hnífi í miðborg Reykjavíkur. 25. ágúst 2024 06:23
Alvarleg líkamsárás í miðborginni Mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs var í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna alvarlegrar líkamsárásar. 25. ágúst 2024 00:31