Markasúpa í leikjum dagsins í Lengjudeildunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. ágúst 2024 17:53 Hermann Hreiðarsson og lærisveinar hans í ÍBV töpuðu óvænt gegn Aftureldingu í dag. Vísir/Hulda Margrét Óhætt er að segja að nóg af mörkum hafi verið skoruð í leikjum dagsins í Lengjudeildum karla og kvenna í dag. Alls litu 29 mörk dagsins ljós í fimm leikjum. Í Lengjudeild karla vann Afturelding sterkan 3-2 útisigur gegn ÍBV. Vicente Valor kom Eyjamönnum yfir á 25. mínútu leiksins áður en Elmar Kári Enesson Cogic jafnaði metin fyrir Mosfellinga stuttu fyrir hlé. Oliver Heiðarsson kom ÍBV yfir á nýjan leik eftir rúmlega klukkutíma leik, en Georg Bjarnason og Arnór Gauti Ragnarsson snéru taflinu við fyrir Aftureldingu og tryggðu liðinu 3-2 sigur. Þá vann Þróttur einnig 3-2 sigur er liðið tók á móti Keflavík. Liam Daði Jeffs, Emil Skúli Einarsson og Sigurður Steinar Björnsson sáu um markaskorun Þróttara, en Axel Ingi Jóhannesson og Mihael Mladen skoruðu mörk gestanna. Að lokum unnu Grindvíkingar og Leiknismenn stórsigra. Grindvíkingar lentu 1-0 undir gegn Dalvík/Reyni eftir mark frá Áka Sölvasyni, en settu svo í fluggírinn eftir það og unnu 7-1 útisigur. Adam Árni Róbertsson skoraði tvö mörk fyrir Grindvíkinga og þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, Ion Perelló Machi, Sigurjón Rúnarsson, Daniel Arnaud Ndi og Kristófer Konráðsson skoruðu eitt mark hver. Í 5-1 sigri Leiknismanna gegn Þórsurum frá Akureyri skoruðu Shkelzen Veseli og Róbert Quental Árnason tvö mörk hvor fyrir heimamenn og Róbert Hauksson eitt. Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði mark Þórsara. Óvæntur sigur kom sér vel fyrir Grindavík Þá fór einnig einn leikur fram í Lengjudeild kvenna í dag þar sem Grindavík vann óvæntan 4-1 útisigur gegn nýkrýndum deildarmeisturum FHL. Sigríður Emma F. Jónsdóttir skoraði tvívegis fyrir Grindavík og Helga Rut Einarsdóttir komst einnig á blað. Keelan Terrell, markvörður FHL, skoraði auk þess sjálfsmark. Mark heimakvenna skoraði Selena Salas. Með sigrinum komst Grindavík í 20 stig þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Liðið er nú sex stigum fyrir ofan fallsvæðið og nægir því eitt stig til að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni. Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Sjá meira
Í Lengjudeild karla vann Afturelding sterkan 3-2 útisigur gegn ÍBV. Vicente Valor kom Eyjamönnum yfir á 25. mínútu leiksins áður en Elmar Kári Enesson Cogic jafnaði metin fyrir Mosfellinga stuttu fyrir hlé. Oliver Heiðarsson kom ÍBV yfir á nýjan leik eftir rúmlega klukkutíma leik, en Georg Bjarnason og Arnór Gauti Ragnarsson snéru taflinu við fyrir Aftureldingu og tryggðu liðinu 3-2 sigur. Þá vann Þróttur einnig 3-2 sigur er liðið tók á móti Keflavík. Liam Daði Jeffs, Emil Skúli Einarsson og Sigurður Steinar Björnsson sáu um markaskorun Þróttara, en Axel Ingi Jóhannesson og Mihael Mladen skoruðu mörk gestanna. Að lokum unnu Grindvíkingar og Leiknismenn stórsigra. Grindvíkingar lentu 1-0 undir gegn Dalvík/Reyni eftir mark frá Áka Sölvasyni, en settu svo í fluggírinn eftir það og unnu 7-1 útisigur. Adam Árni Róbertsson skoraði tvö mörk fyrir Grindvíkinga og þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, Ion Perelló Machi, Sigurjón Rúnarsson, Daniel Arnaud Ndi og Kristófer Konráðsson skoruðu eitt mark hver. Í 5-1 sigri Leiknismanna gegn Þórsurum frá Akureyri skoruðu Shkelzen Veseli og Róbert Quental Árnason tvö mörk hvor fyrir heimamenn og Róbert Hauksson eitt. Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði mark Þórsara. Óvæntur sigur kom sér vel fyrir Grindavík Þá fór einnig einn leikur fram í Lengjudeild kvenna í dag þar sem Grindavík vann óvæntan 4-1 útisigur gegn nýkrýndum deildarmeisturum FHL. Sigríður Emma F. Jónsdóttir skoraði tvívegis fyrir Grindavík og Helga Rut Einarsdóttir komst einnig á blað. Keelan Terrell, markvörður FHL, skoraði auk þess sjálfsmark. Mark heimakvenna skoraði Selena Salas. Með sigrinum komst Grindavík í 20 stig þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Liðið er nú sex stigum fyrir ofan fallsvæðið og nægir því eitt stig til að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni.
Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Sjá meira