Gagnrýnin sérstök Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. ágúst 2024 22:59 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra segir gagnrýni umboðsmanns barna í hans garð sérstaka enda sé hún meðvituð um stöðu málsins. Umboðsmaður fái kynningu á samræmdu matsferli grunnskóla í næstu viku. Umboðsmaður barna sendi í vikunni bréf til mennta- og barnamálaráðherra þar sem hún segir óafsakanlegt að ekkert samræmt námsmat hafi tekið við þegar samræmd könnunarpróf voru afnumin í grunnskólum. Segir hún að óvissan sem hafi skapast sé með öllu óviðunandi. „Það er auðvitað sérstakt þegar við erum að tala um innleiðingu á nýju matskerfi sem liggja fyrir frumvarpsdrög um. Alþingi Íslendinga þarf að fjalla um það mál. Það er alveg ljóst að innleiðing á þessu mun byggja endanlega á ákvörðun Alþingis Íslendinga sem getur tekið breytingum við meðferð þingsins. Umboðsmaður talar um að það sé ekki til innleiðingaráætlun. Við höfum látið umboðsmann vita að slík áætlun liggi fyrir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra. En er þetta ekki allt of seint gert? „Það liggur fyrir að við erum með lagafrumvarp um frestun samræmdra prófa, samræmdra prófa sem ekki voru að virka lengur. Þess vegna erum við að taka upp nýtt og betra matskerfi. Innleiðingaráform þess liggja fyrir, Alþingi þarf að fjalla um það og svo munum við innleiða það og byrja af krafti næsta skólaár. Það er algjörlega í samræmi við áætlanir.“ Þá hefur umboðsmaður áhyggjur af því að ráðherra sinni ekki lögbundnum skyldum sínum þar sem skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum hafi ekki verið lögð fyrir Alþingi þrátt fyrir að slík skýrsla átti lögum samkvæmt að koma fram árið 2022. „Skýrslur sem eru væntanlegar inn í þingið í næsta mánuði. Það liggur ljóst fyrir að því hefur verið svarað. Við höfum farið yfir vegna hvers það hefur dregist.“ Hann hafi meiri áhyggjur af ójöfnuði barna og orðræðu um að gjaldfrjálsar skólamáltíðir séu óskynsamlegar. „Það er eitthvað sem við sameiginlega ættum að hafa meiri áhyggjur af heldur en eitthvað sem liggur skýrt fyrir, liggur fyrir í ráðuneytinu og umboðsmaður mun fá kynningu á í næstu viku.“ Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Réttindi barna Framsóknarflokkurinn Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Umboðsmaður barna sendi í vikunni bréf til mennta- og barnamálaráðherra þar sem hún segir óafsakanlegt að ekkert samræmt námsmat hafi tekið við þegar samræmd könnunarpróf voru afnumin í grunnskólum. Segir hún að óvissan sem hafi skapast sé með öllu óviðunandi. „Það er auðvitað sérstakt þegar við erum að tala um innleiðingu á nýju matskerfi sem liggja fyrir frumvarpsdrög um. Alþingi Íslendinga þarf að fjalla um það mál. Það er alveg ljóst að innleiðing á þessu mun byggja endanlega á ákvörðun Alþingis Íslendinga sem getur tekið breytingum við meðferð þingsins. Umboðsmaður talar um að það sé ekki til innleiðingaráætlun. Við höfum látið umboðsmann vita að slík áætlun liggi fyrir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra. En er þetta ekki allt of seint gert? „Það liggur fyrir að við erum með lagafrumvarp um frestun samræmdra prófa, samræmdra prófa sem ekki voru að virka lengur. Þess vegna erum við að taka upp nýtt og betra matskerfi. Innleiðingaráform þess liggja fyrir, Alþingi þarf að fjalla um það og svo munum við innleiða það og byrja af krafti næsta skólaár. Það er algjörlega í samræmi við áætlanir.“ Þá hefur umboðsmaður áhyggjur af því að ráðherra sinni ekki lögbundnum skyldum sínum þar sem skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum hafi ekki verið lögð fyrir Alþingi þrátt fyrir að slík skýrsla átti lögum samkvæmt að koma fram árið 2022. „Skýrslur sem eru væntanlegar inn í þingið í næsta mánuði. Það liggur ljóst fyrir að því hefur verið svarað. Við höfum farið yfir vegna hvers það hefur dregist.“ Hann hafi meiri áhyggjur af ójöfnuði barna og orðræðu um að gjaldfrjálsar skólamáltíðir séu óskynsamlegar. „Það er eitthvað sem við sameiginlega ættum að hafa meiri áhyggjur af heldur en eitthvað sem liggur skýrt fyrir, liggur fyrir í ráðuneytinu og umboðsmaður mun fá kynningu á í næstu viku.“
Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Réttindi barna Framsóknarflokkurinn Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels