Rafvarnarvopn við lögreglustörf: Öryggi almennings og lögreglu Ólafur Örn Bragason skrifar 25. ágúst 2024 08:01 Undanfarið eitt og hálft ár hefur lögreglan unnið að því að innleiða rafvarnarvopn, sem viðbót við annan búnað lögreglu. Hingað til hefur ekki verið talið nauðsynlegt að nota slík tæki til að bæta öryggi almennings og lögreglu. Nýleg þróun í ofbeldismálum, þar sem hnífar eru algengari, leiddu til endurskoðunar á þessu mati. Norðurlöndin hafa þegar innleitt rafvarnarvopn með góðum árangri, þar sem lögreglumenn upplifa aukið öryggi við skyldustörf sín án þess að traust almennings til lögreglu minnki. Þrátt fyrir þessa nýju tækni eru grunngildi lögreglu, samvinna og samskipti við þá sem hún þjónar, ætíð hornsteinn árangursríkrar löggæslu. Helmingur landsmanna hlynntur notkun Nýleg könnun sem Gallup framkvæmdi á viðhorfum landsmanna til notkunar rafvarnarvopna af hálfu lögreglu leiddi í ljós að helmingur Íslendinga er hlynntur því að lögreglan noti rafvarnarvopn í starfi, en 29% eru andvíg og 20% hlutlaus. Þegar þátttakendur voru spurðir um beitingu rafvarnarvopna í mismunandi aðstæðum voru flestir hlynntir því að beita rafvarnarvopni gegn aðila sem vopnaður er hníf, ógnar öðrum með hníf eða aðila vopnuðum barefli. Það rímar vel við niðurstöður úr árlegri könnun ríkislögreglustjóra á starfsumhverfi lögreglumanna þar sem lögreglumenn voru spurðir sömu spurninga. Á hinn bóginn var mun minni stuðningur, bæði hjá almenningi og lögreglumönnum, við notkun rafvarnarvopna gegn einstaklingum í geðrofi. Þessar niðurstöður sýna að þrátt fyrir stuðning við notkun rafvarnarvopns í vissum aðstæðum, er mjög mikilvægt að lögreglan haldi áfram að leggja áherslu á samskipti sem sitt fyrsta verkfæri í erfiðum aðstæðum. Röddin og færni í að takast á við erfiðar aðstæður með mannlegri nálgun er og verður ætíð mikilvægasta verkfærið í starfi lögreglu. Öflugt eftirlit með notkun Lögreglan hefur útbúið fræðslumyndbönd þar sem daglegur búnaður lögreglu er kynntur fyrir almenningi til að hann þekki tækin og til hvers þau eru notuð. Reynsla hinna Norðurlandanna er sú að með innleiðingu rafvarnarvopna dragi úr tíðni notkunar annars valdbeitingabúnaðar. Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir að rafvarnarvopn verði aðeins notuð í fáum tilfellum á ári hverju. Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að rýna hvert tilfelli þar sem rafvarnarvopn er dregið úr slíðri og hefur hann til þess meðal annars upptöku í hljóð og mynd. Ef nauðsyn reynist verður verklag og þjálfun uppfærð til að tryggja öryggi og rétta notkun. Þrátt fyrir ítarlega þjálfun lögreglumanna í notkun rafvarnarvopna er megináhersla allrar þjálfunar hjá lögreglunni samskipti, spennulækkandi aðferðafræði, læsi á aðstæður og ákvarðanataka. Rafvarnarvopnin eru því aðeins einn liður í verkefnum lögreglunnar að vernda og virða almenning þannig að unnt sé að tryggja sem öruggast samfélag fyrir öll. Hvað er löggan með í beltinu? Gummi aðstoðaryfirlögregluþjónn segir frá þeim tækjum og tólum sem lögregla ber við störf sín. Hvað er rafvarnarvopn? Nú styttist í að lögreglan taki þau í notkun og Birna lögreglufulltrúi segir okkur frá því hvernig þau virka. Höfundur er sviðsstjóri Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu hjá embætti ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Rafbyssur Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Undanfarið eitt og hálft ár hefur lögreglan unnið að því að innleiða rafvarnarvopn, sem viðbót við annan búnað lögreglu. Hingað til hefur ekki verið talið nauðsynlegt að nota slík tæki til að bæta öryggi almennings og lögreglu. Nýleg þróun í ofbeldismálum, þar sem hnífar eru algengari, leiddu til endurskoðunar á þessu mati. Norðurlöndin hafa þegar innleitt rafvarnarvopn með góðum árangri, þar sem lögreglumenn upplifa aukið öryggi við skyldustörf sín án þess að traust almennings til lögreglu minnki. Þrátt fyrir þessa nýju tækni eru grunngildi lögreglu, samvinna og samskipti við þá sem hún þjónar, ætíð hornsteinn árangursríkrar löggæslu. Helmingur landsmanna hlynntur notkun Nýleg könnun sem Gallup framkvæmdi á viðhorfum landsmanna til notkunar rafvarnarvopna af hálfu lögreglu leiddi í ljós að helmingur Íslendinga er hlynntur því að lögreglan noti rafvarnarvopn í starfi, en 29% eru andvíg og 20% hlutlaus. Þegar þátttakendur voru spurðir um beitingu rafvarnarvopna í mismunandi aðstæðum voru flestir hlynntir því að beita rafvarnarvopni gegn aðila sem vopnaður er hníf, ógnar öðrum með hníf eða aðila vopnuðum barefli. Það rímar vel við niðurstöður úr árlegri könnun ríkislögreglustjóra á starfsumhverfi lögreglumanna þar sem lögreglumenn voru spurðir sömu spurninga. Á hinn bóginn var mun minni stuðningur, bæði hjá almenningi og lögreglumönnum, við notkun rafvarnarvopna gegn einstaklingum í geðrofi. Þessar niðurstöður sýna að þrátt fyrir stuðning við notkun rafvarnarvopns í vissum aðstæðum, er mjög mikilvægt að lögreglan haldi áfram að leggja áherslu á samskipti sem sitt fyrsta verkfæri í erfiðum aðstæðum. Röddin og færni í að takast á við erfiðar aðstæður með mannlegri nálgun er og verður ætíð mikilvægasta verkfærið í starfi lögreglu. Öflugt eftirlit með notkun Lögreglan hefur útbúið fræðslumyndbönd þar sem daglegur búnaður lögreglu er kynntur fyrir almenningi til að hann þekki tækin og til hvers þau eru notuð. Reynsla hinna Norðurlandanna er sú að með innleiðingu rafvarnarvopna dragi úr tíðni notkunar annars valdbeitingabúnaðar. Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir að rafvarnarvopn verði aðeins notuð í fáum tilfellum á ári hverju. Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að rýna hvert tilfelli þar sem rafvarnarvopn er dregið úr slíðri og hefur hann til þess meðal annars upptöku í hljóð og mynd. Ef nauðsyn reynist verður verklag og þjálfun uppfærð til að tryggja öryggi og rétta notkun. Þrátt fyrir ítarlega þjálfun lögreglumanna í notkun rafvarnarvopna er megináhersla allrar þjálfunar hjá lögreglunni samskipti, spennulækkandi aðferðafræði, læsi á aðstæður og ákvarðanataka. Rafvarnarvopnin eru því aðeins einn liður í verkefnum lögreglunnar að vernda og virða almenning þannig að unnt sé að tryggja sem öruggast samfélag fyrir öll. Hvað er löggan með í beltinu? Gummi aðstoðaryfirlögregluþjónn segir frá þeim tækjum og tólum sem lögregla ber við störf sín. Hvað er rafvarnarvopn? Nú styttist í að lögreglan taki þau í notkun og Birna lögreglufulltrúi segir okkur frá því hvernig þau virka. Höfundur er sviðsstjóri Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu hjá embætti ríkislögreglustjóra.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun