Markaðsvæðing og traust Reynir Böðvarsson skrifar 24. ágúst 2024 10:30 Einkavæðing innan opinbera geirans hefur víðtæk áhrif á þjóðfélagið, langt út fyrir sjálft rekstrarform þeirra eininga sem verið er að einkavæða. Einkavæðingin opinberrar þjónustu breytir þjóðfélaginu í grundvallar atriðum, maður fer frá því að vera þátttakandi í einhverju sameiginlegu, samfélaginu sem maður telur sig vera hluti af, yfir í það að vera viðskipta aðili. Þegar maður tekur þátt í sameiginlegum verkefnum er maður í sama liði og með sömu væntingar um árangur. Þegar um viðskipti er að ræða þá eru væntingar oft andstæðar, seljandi vill hæsta mögulega verð en kaupandi það lægsta. Þegar opinber þjónusta eins og til dæmis heilbrigðisþjónusta og menntun er markaðsvædd þá breytist samfélagið frá því að vera einmitt samfélag þar sem markmiðin eru sameiginleg yfir í að vera meira og minna andstæðir aðilar á markaði. Það sem hverfur er traust. Ég tek hér eitt lítið dæmi; þegar fór inn í apótek fyrir einkavæðingu þá treysti ég öllu starfsfólki þar og hlustaði á leiðbeiningar og ráð, ég hafði enga ástæðu til annars. Þetta vel menntaða fólk var þar að sinna þörfum þeirra sem þangað komu og engu öðru. Í dag, þegar ég kem inn á apótek er þar fullt af allskonar varningi sem reynt er að pranga inn á mann, hvort ég vilji ekki prófa hitt og þetta því það hefur reynst mörgum svo vel. Ég treysti í engu þessum ráðleggingum lengur, ég er aldrei viss um hvort þau hafa mitt besta í huga eða arð eigenda apóteksins. Traustið er farið og ég þarf að leita annara leiða hvað varðar ráðgjöf. Þegar ég flutti til Svíþjóðar haustið 1976 varð ég fljótlega þess viss að ég hafði komið til lands sem ætti vart hliðstæðu hvað varðar góða stjórnsýslu og án efa eitt best land í heimi að búa í, með jöfnuð og góð tækifæri fyrir alla og blómstrandi atvinnulíf. Samanburðurinn við Ísland og Bandaríkin þaðan sem ég flutti var eins og dagur og nótt. Allt, bókstaflega allt var betra en ég hafði nokkurn tíma kynnst eða eins látið mig dreyma um. Sósialistíska Svíþjóð var þá á hátindi velfarnaðar, mældist hæst í öllum samanburðarrannsóknum alþjóðlega á öllum sviðum. Ég kom til Svíþjóðar í lest frá Luxemburg sama dag og sósíaldemókratar töpuðu í kosningum þannig að óbrotin ríkisstjórnarseta þeirra í 40 ár með stuðningi vinstriflokksins var brotin. Hægrið komst eftir þær kosningar að ríkisstjórnarborðinu og byrjaði á sínu niðurbrotastarfi. Sem betur fer gekk það brösuglega til að byrja með en eftir sem áratugirnir liðu og fleiri hægristjórnir komust til valda hvarf smátt og smátt fyrirmyndaþjóðfélagið og Svíþjóð varð ekki sér líkt. Því miður verður það að segjast að sósíaldemókratar fóru í æ ríkara mæli að færast til hægri og taka þátt í þessari ömurlegu vegferð. Nú eru það ekki bara apótekin þar sem þú getur ekki lengur treyst heldur víða í heilbrigðisþjónustunni og menntakerfi ert þú sem einstaklingur ekki lengur í þínu eigin samfélagi heldur aðili í viðskiptum. Þú ert við eina hlið borðs með velferð þína og þinnar fjölskyldu en ávinningur hluthafa er oft hinumeigin við borðið. Þú getur ekki á sama hátt borið höfuð hátt sem jafningi í samskiptum við þitt eigið skólakerfi eða heilbrigðiskerfi því þú átt það ekki lengur, þú ert bara auðvirðilegt peð á markaði. Svíþjóð er gjörbreytt þjóðfélag frá því sem það var þegar ég kom hingað og hefur hægrinu með nýfrjálshyggjuna að vopni tekist að eyðileggja að miklu leiti það fyrirmyndar þjóðfélag sem ég flutti til. Ójöfnuður hefur aukist og einstaklingshyggjan náð yfirhöndinni, hver og einn hugsar bara um sig og sína hagsmuni og hugtakið við er nánast horfið nema hvað varðar eigin fjölskyldu. Þjóðfélagið er orðið miklu leiðinlegra og það eina sem virðist hafa ofan af fólki er neysla óþurfta sem auglýsendur á markaðinum pranga inn á fólk. Samskipti millum fólks er öðruvísi en áður var, að vinna saman að sameiginlegum markmiðum er að hverfa og sálarlaus stórfyrirtæki eru nánast alls staðar með sína sérhagsmuni í vegi fyrir öllum eðlilegum mannlegum samskiptum. Traustið er horfið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Einkavæðing innan opinbera geirans hefur víðtæk áhrif á þjóðfélagið, langt út fyrir sjálft rekstrarform þeirra eininga sem verið er að einkavæða. Einkavæðingin opinberrar þjónustu breytir þjóðfélaginu í grundvallar atriðum, maður fer frá því að vera þátttakandi í einhverju sameiginlegu, samfélaginu sem maður telur sig vera hluti af, yfir í það að vera viðskipta aðili. Þegar maður tekur þátt í sameiginlegum verkefnum er maður í sama liði og með sömu væntingar um árangur. Þegar um viðskipti er að ræða þá eru væntingar oft andstæðar, seljandi vill hæsta mögulega verð en kaupandi það lægsta. Þegar opinber þjónusta eins og til dæmis heilbrigðisþjónusta og menntun er markaðsvædd þá breytist samfélagið frá því að vera einmitt samfélag þar sem markmiðin eru sameiginleg yfir í að vera meira og minna andstæðir aðilar á markaði. Það sem hverfur er traust. Ég tek hér eitt lítið dæmi; þegar fór inn í apótek fyrir einkavæðingu þá treysti ég öllu starfsfólki þar og hlustaði á leiðbeiningar og ráð, ég hafði enga ástæðu til annars. Þetta vel menntaða fólk var þar að sinna þörfum þeirra sem þangað komu og engu öðru. Í dag, þegar ég kem inn á apótek er þar fullt af allskonar varningi sem reynt er að pranga inn á mann, hvort ég vilji ekki prófa hitt og þetta því það hefur reynst mörgum svo vel. Ég treysti í engu þessum ráðleggingum lengur, ég er aldrei viss um hvort þau hafa mitt besta í huga eða arð eigenda apóteksins. Traustið er farið og ég þarf að leita annara leiða hvað varðar ráðgjöf. Þegar ég flutti til Svíþjóðar haustið 1976 varð ég fljótlega þess viss að ég hafði komið til lands sem ætti vart hliðstæðu hvað varðar góða stjórnsýslu og án efa eitt best land í heimi að búa í, með jöfnuð og góð tækifæri fyrir alla og blómstrandi atvinnulíf. Samanburðurinn við Ísland og Bandaríkin þaðan sem ég flutti var eins og dagur og nótt. Allt, bókstaflega allt var betra en ég hafði nokkurn tíma kynnst eða eins látið mig dreyma um. Sósialistíska Svíþjóð var þá á hátindi velfarnaðar, mældist hæst í öllum samanburðarrannsóknum alþjóðlega á öllum sviðum. Ég kom til Svíþjóðar í lest frá Luxemburg sama dag og sósíaldemókratar töpuðu í kosningum þannig að óbrotin ríkisstjórnarseta þeirra í 40 ár með stuðningi vinstriflokksins var brotin. Hægrið komst eftir þær kosningar að ríkisstjórnarborðinu og byrjaði á sínu niðurbrotastarfi. Sem betur fer gekk það brösuglega til að byrja með en eftir sem áratugirnir liðu og fleiri hægristjórnir komust til valda hvarf smátt og smátt fyrirmyndaþjóðfélagið og Svíþjóð varð ekki sér líkt. Því miður verður það að segjast að sósíaldemókratar fóru í æ ríkara mæli að færast til hægri og taka þátt í þessari ömurlegu vegferð. Nú eru það ekki bara apótekin þar sem þú getur ekki lengur treyst heldur víða í heilbrigðisþjónustunni og menntakerfi ert þú sem einstaklingur ekki lengur í þínu eigin samfélagi heldur aðili í viðskiptum. Þú ert við eina hlið borðs með velferð þína og þinnar fjölskyldu en ávinningur hluthafa er oft hinumeigin við borðið. Þú getur ekki á sama hátt borið höfuð hátt sem jafningi í samskiptum við þitt eigið skólakerfi eða heilbrigðiskerfi því þú átt það ekki lengur, þú ert bara auðvirðilegt peð á markaði. Svíþjóð er gjörbreytt þjóðfélag frá því sem það var þegar ég kom hingað og hefur hægrinu með nýfrjálshyggjuna að vopni tekist að eyðileggja að miklu leiti það fyrirmyndar þjóðfélag sem ég flutti til. Ójöfnuður hefur aukist og einstaklingshyggjan náð yfirhöndinni, hver og einn hugsar bara um sig og sína hagsmuni og hugtakið við er nánast horfið nema hvað varðar eigin fjölskyldu. Þjóðfélagið er orðið miklu leiðinlegra og það eina sem virðist hafa ofan af fólki er neysla óþurfta sem auglýsendur á markaðinum pranga inn á fólk. Samskipti millum fólks er öðruvísi en áður var, að vinna saman að sameiginlegum markmiðum er að hverfa og sálarlaus stórfyrirtæki eru nánast alls staðar með sína sérhagsmuni í vegi fyrir öllum eðlilegum mannlegum samskiptum. Traustið er horfið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun