Tala eingöngu um vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2024 09:01 Hvers vegna skyldu talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið svo gott sem eingöngu tala um vaxtastigið á evrusvæðinu þegar efnahagsmál þess eru annars vegar? Jú, vegna þess að fæstar hagtölur innan svæðisins eru eitthvað til þess að hrópa húrra yfir. Raunar eru vextirnir það ekki heldur enda engan veginn birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti viðvarandi efnahagslegrar stöðnunar. Vaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópusambandsins taka fyrst og fremst mið af stöðu efnahagsmála í Þýzkalandi. Efnahagleg stöðnun þar í landi um langt árabil er helzta ástæða þess að stýrivextir bankans hafa lengi verið lágir. Jafnvel neikvæðir vegna verðhjöðnunar sem er birtingarmynd mun alvarlegra efnahagsástands en verðbólga. Stöðnun felur vissulega í sér ákveðinn stöðugleika en hins vegar ekki sérlega æskilegan. Fyrir vikið hefur efnahagsástandið víðast hvar innan evrusvæðisins á undanförnum árum og áratugum einkennzt af litlum sem engum hagvexti, viðvarandi miklu atvinnuleysi, lítilli framleiðni og takmarkaðri nýsköpun. Jafnvel á uppgangstímum í heiminum hefur efnahagsleg stöðun einkennt svæðið. Þetta er sem fyrr segir stöðugleikinn sem Evrópusambandssinnar hafa viljað koma á hér á landi. Þetta er DNA evrusvæðisins. Krónan er ekki sökudólgurinn Haldið hefur verið því fram í röðum Evrópusambandssinna að nokkurn veginn allt sem miður hefur farið í hérlendum efnahagsmálum sé krónunni að kenna en á sama tíma sé ekkert sem miður hefur farið efnahagslega á evrusvæðinu vegna evrunnar heldur hagstjórnar ríkja þess. Hitt er svo annað mál að það stenzt einfaldlega ekki nánari skoðun að hægt sé að kenna krónunni um háa vexti, verðtryggingu og verðbólgu. Til að mynda hefur Ólafur Margeirsson hagfræðingur bent á það að afar veik fylgni sé á milli stærðar gjaldmiðla og vaxtastigs. Hvað verðbólgu varði hafi verðgildi krónunnar rýrnað í gegnum tíðina vegna þess að of mikið hafi verið búið til af henni. Gjaldmiðlar búi sig hins vegar ekki til sjálfir. Þar sem verðbólga sé ekki afleiðing krónunnar sé verðtryggingin, sem verið hafi viðbrögð við verðbólgu, það augljóslega ekki heldur. Ég hef bent mörgum Evrópusambandssinnum á ítarlega umfjöllun Ólafs í þessum efnum og hvatt þá til þess að hrekja rök hans, sem einungis er farið yfir í mjög grófum dráttum hér að framan, án þess að þeir hafi treyst sér til þess. Ólafur hefur bent á það að vandamálið sé þannig ekki gjaldmiðillinn sem slíkur heldur sú umgjörð sem stjórnmálamenn hafi hannað í kringum hann. Krónan sé einfaldlega höfð að blóraböggli. Hefði mögulega aldrei orðið til Hið sama á við um evruna og krónuna. Hún er einungis gjaldmiðill. Efnahagsleg vandamál á evrusvæðinu eru ekki henni að kenna sem slíkri heldur þeirri umgjörð sem evrópskir stjórnmálamenn hafa hannað í kringum hana. Það er til að mynda ekki evrunni að kenna að evruríkin eigi ekki næga efnahagslega samleið til þess að mynda eitt myntbandalag. Það var ákvörðun stjórnmálamanna að svæðið næði til svo ólíkra ríkja. Margoft hefur verið bent á það að hefði hagfræði ráðið för en ekki pólitík hefði evran líklega einungis náð til þeirra ríkja Evrópusambandsins sem ættu næga samleið efnahagslega til þess að deila sama gjaldmiðlinum. Ríkja eins og Þýzkalands, Frakklands og Benelúx-landanna þar sem hagsveiflan er til dæmis svipuð. Raunar eru góðar líkur á því að evran hefði hreinlega aldrei orðið til ef tekið hefði verið mið af hagfræðinni. Til dæmis hefur evrusvæðið aldrei uppfyllt þau fjögur skilyrði sem lögð eru til grundvallar kenningar kanadíska hagfræðingsins og nóbelsverðlaunahafans Roberts Mundell um hið hagkvæma myntsvæði sem það er þó sagt reist á. Mundell hefur sagt nægja að uppfylla einungis eitt af skilyrðunum en evrusvæðið hefur til þessa ekki einu sinni gert það og fátt ef eitthvað sem bendir til þess að sú verði einhvern tímann raunin. Horfa verður á heildarmyndina Fullyrðing um það að krónan kosti 200-300 milljarða á ári vegna vaxtamunar stenzt þannig ekki heldur skoðun. Jafnvel þó svo væri verður vitaskuld að horfa á heildarmyndina í stað þess að taka aðeins eitt atriði út fyrir sviga sem hentar pólitískt. Rétt eins og að það þýðir ekki að einblína á vextina. Þá verður að hafa í huga sem fyrr segir að vextir á evrusvæðinu eru ekki beinlínis birtingarmynd eðlilegs vaxtaumhverfis. Meðal þess sem ríki Evrópusambandsins greiða til þess eru umfangsmikil fjárframlög sem taka mið af ákveðnu hlutfalli af landsframleiðslu þeirra, ákveðinni hlutdeild í greiddum virðisaukaskatti innan þeirra og öllum tollum á innfluttar vörur til þeirra frá ríkjum utan sambandsins auk annarra greiðslna. Í öllum tilfellum er um að ræða fjármuni sem koma fyrst og fremst úr vösum almennra skattgreiðenda í ríkjunum. Hvert prósentustig í minni hagvexti hleypur þar fyrir utan á tugum milljarða króna á ári og hvert prósentustig í auknu atvinnuleysi er þjóðfélaginu að sama skapi mjög dýrt. Allt þetta telur auðveldlega hundruð milljarða króna árlega. Þá erum við ekki farin að ræða annað sem fylgdi inngöngu í Evrópusambandið eins og framsal valds yfir nánast öllum okkar málum til stofnana sambandsins sem verður ekki metið til fjár. Reynt að nýta sér erfiðleika fólks Mikilvægt er þannig að hafa það hugfast að mjög langur vegur er frá því að Evrópusambandið sé einungis gjaldmiðill líkt og halda mætti stundum miðað við málflutning ófárra talsmanna inngöngu Íslands í sambandið. Raunin er sú að evran og flest annað sem viðkemur Evrópusambandinu er fyrst og fremst liður í lokamarkmiði samrunaþróunarinnar innan þess um að til verði að lokum evrópskt sambandsríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu árið 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þessa átt. Nú síðast var meðal annars lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þeim efnum í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Málflutningur Evrópusambandssinna snýst í raun um það að reyna að nýta sér erfiðleika fólks vegna hárra vaxta og verðbólgu í pólitískum tilgangi. Tíminn vinnur hins vegar ekki með þeim. Verðbólgan hefur til að mynda farið smám saman minnkandi sem flestir upplifa sem jákvæða þróun en líklega ekki allir. Það er ekki að ástæðulausu að forsvarsmenn Viðreisnar vilja að þingkosningar fari fram sem allra, allra fyrst. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna skyldu talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið svo gott sem eingöngu tala um vaxtastigið á evrusvæðinu þegar efnahagsmál þess eru annars vegar? Jú, vegna þess að fæstar hagtölur innan svæðisins eru eitthvað til þess að hrópa húrra yfir. Raunar eru vextirnir það ekki heldur enda engan veginn birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti viðvarandi efnahagslegrar stöðnunar. Vaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópusambandsins taka fyrst og fremst mið af stöðu efnahagsmála í Þýzkalandi. Efnahagleg stöðnun þar í landi um langt árabil er helzta ástæða þess að stýrivextir bankans hafa lengi verið lágir. Jafnvel neikvæðir vegna verðhjöðnunar sem er birtingarmynd mun alvarlegra efnahagsástands en verðbólga. Stöðnun felur vissulega í sér ákveðinn stöðugleika en hins vegar ekki sérlega æskilegan. Fyrir vikið hefur efnahagsástandið víðast hvar innan evrusvæðisins á undanförnum árum og áratugum einkennzt af litlum sem engum hagvexti, viðvarandi miklu atvinnuleysi, lítilli framleiðni og takmarkaðri nýsköpun. Jafnvel á uppgangstímum í heiminum hefur efnahagsleg stöðun einkennt svæðið. Þetta er sem fyrr segir stöðugleikinn sem Evrópusambandssinnar hafa viljað koma á hér á landi. Þetta er DNA evrusvæðisins. Krónan er ekki sökudólgurinn Haldið hefur verið því fram í röðum Evrópusambandssinna að nokkurn veginn allt sem miður hefur farið í hérlendum efnahagsmálum sé krónunni að kenna en á sama tíma sé ekkert sem miður hefur farið efnahagslega á evrusvæðinu vegna evrunnar heldur hagstjórnar ríkja þess. Hitt er svo annað mál að það stenzt einfaldlega ekki nánari skoðun að hægt sé að kenna krónunni um háa vexti, verðtryggingu og verðbólgu. Til að mynda hefur Ólafur Margeirsson hagfræðingur bent á það að afar veik fylgni sé á milli stærðar gjaldmiðla og vaxtastigs. Hvað verðbólgu varði hafi verðgildi krónunnar rýrnað í gegnum tíðina vegna þess að of mikið hafi verið búið til af henni. Gjaldmiðlar búi sig hins vegar ekki til sjálfir. Þar sem verðbólga sé ekki afleiðing krónunnar sé verðtryggingin, sem verið hafi viðbrögð við verðbólgu, það augljóslega ekki heldur. Ég hef bent mörgum Evrópusambandssinnum á ítarlega umfjöllun Ólafs í þessum efnum og hvatt þá til þess að hrekja rök hans, sem einungis er farið yfir í mjög grófum dráttum hér að framan, án þess að þeir hafi treyst sér til þess. Ólafur hefur bent á það að vandamálið sé þannig ekki gjaldmiðillinn sem slíkur heldur sú umgjörð sem stjórnmálamenn hafi hannað í kringum hann. Krónan sé einfaldlega höfð að blóraböggli. Hefði mögulega aldrei orðið til Hið sama á við um evruna og krónuna. Hún er einungis gjaldmiðill. Efnahagsleg vandamál á evrusvæðinu eru ekki henni að kenna sem slíkri heldur þeirri umgjörð sem evrópskir stjórnmálamenn hafa hannað í kringum hana. Það er til að mynda ekki evrunni að kenna að evruríkin eigi ekki næga efnahagslega samleið til þess að mynda eitt myntbandalag. Það var ákvörðun stjórnmálamanna að svæðið næði til svo ólíkra ríkja. Margoft hefur verið bent á það að hefði hagfræði ráðið för en ekki pólitík hefði evran líklega einungis náð til þeirra ríkja Evrópusambandsins sem ættu næga samleið efnahagslega til þess að deila sama gjaldmiðlinum. Ríkja eins og Þýzkalands, Frakklands og Benelúx-landanna þar sem hagsveiflan er til dæmis svipuð. Raunar eru góðar líkur á því að evran hefði hreinlega aldrei orðið til ef tekið hefði verið mið af hagfræðinni. Til dæmis hefur evrusvæðið aldrei uppfyllt þau fjögur skilyrði sem lögð eru til grundvallar kenningar kanadíska hagfræðingsins og nóbelsverðlaunahafans Roberts Mundell um hið hagkvæma myntsvæði sem það er þó sagt reist á. Mundell hefur sagt nægja að uppfylla einungis eitt af skilyrðunum en evrusvæðið hefur til þessa ekki einu sinni gert það og fátt ef eitthvað sem bendir til þess að sú verði einhvern tímann raunin. Horfa verður á heildarmyndina Fullyrðing um það að krónan kosti 200-300 milljarða á ári vegna vaxtamunar stenzt þannig ekki heldur skoðun. Jafnvel þó svo væri verður vitaskuld að horfa á heildarmyndina í stað þess að taka aðeins eitt atriði út fyrir sviga sem hentar pólitískt. Rétt eins og að það þýðir ekki að einblína á vextina. Þá verður að hafa í huga sem fyrr segir að vextir á evrusvæðinu eru ekki beinlínis birtingarmynd eðlilegs vaxtaumhverfis. Meðal þess sem ríki Evrópusambandsins greiða til þess eru umfangsmikil fjárframlög sem taka mið af ákveðnu hlutfalli af landsframleiðslu þeirra, ákveðinni hlutdeild í greiddum virðisaukaskatti innan þeirra og öllum tollum á innfluttar vörur til þeirra frá ríkjum utan sambandsins auk annarra greiðslna. Í öllum tilfellum er um að ræða fjármuni sem koma fyrst og fremst úr vösum almennra skattgreiðenda í ríkjunum. Hvert prósentustig í minni hagvexti hleypur þar fyrir utan á tugum milljarða króna á ári og hvert prósentustig í auknu atvinnuleysi er þjóðfélaginu að sama skapi mjög dýrt. Allt þetta telur auðveldlega hundruð milljarða króna árlega. Þá erum við ekki farin að ræða annað sem fylgdi inngöngu í Evrópusambandið eins og framsal valds yfir nánast öllum okkar málum til stofnana sambandsins sem verður ekki metið til fjár. Reynt að nýta sér erfiðleika fólks Mikilvægt er þannig að hafa það hugfast að mjög langur vegur er frá því að Evrópusambandið sé einungis gjaldmiðill líkt og halda mætti stundum miðað við málflutning ófárra talsmanna inngöngu Íslands í sambandið. Raunin er sú að evran og flest annað sem viðkemur Evrópusambandinu er fyrst og fremst liður í lokamarkmiði samrunaþróunarinnar innan þess um að til verði að lokum evrópskt sambandsríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu árið 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þessa átt. Nú síðast var meðal annars lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þeim efnum í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Málflutningur Evrópusambandssinna snýst í raun um það að reyna að nýta sér erfiðleika fólks vegna hárra vaxta og verðbólgu í pólitískum tilgangi. Tíminn vinnur hins vegar ekki með þeim. Verðbólgan hefur til að mynda farið smám saman minnkandi sem flestir upplifa sem jákvæða þróun en líklega ekki allir. Það er ekki að ástæðulausu að forsvarsmenn Viðreisnar vilja að þingkosningar fari fram sem allra, allra fyrst. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun