Mata-systkinin gera yfirtökutilboð í fasteignafélagið Eik Eiður Þór Árnason skrifar 23. ágúst 2024 14:38 Skrifstofa Eikar fasteignafélags er í Sóltúni 26. Eik Langisjór ehf. keypti í dag sex milljónir hluta í Eik fasteignafélagi hf. og 442 milljónir hlutabréfa í félaginu af Brimgörðum ehf. Fer Langisjór og samstarfsaðilar nú með 1.029.061.237 hluta í Eik sem nemur um 30,06 prósent atkvæðisréttar í fasteignafélaginu. Stendur til að gera öllum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð á næstu fjórum vikum í samræmi við yfirtökulög. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eik en fyrirhugað tilboðsverð mun hljóða upp á 11 krónur á hlut og mun greiðast með reiðufé. Samkvæmt lögum myndast yfirtökuskylda þegar aðili eða samstarfsaðilar ná stjórn á yfir 30 prósent atkvæðisréttar í félagi. Tilboðsgjafi er Langisjór en samstarfsaðilar teljast vera Síldarbein ehf., sem fer með 17.446.234 hluti í Eik, og Brimgarðar ehf., sem fer með 563.615.003 hluti í Eik. Hluti af Mata-veldinu Langisjór er móðurfélag Ölmu íbúðafélags og áðurnefndra Brimgarða. Matvælafyrirtækin Matfugl, Salathúsið, Síld og fiskur og Salathúsið eru einnig hluti af Langasjó. Félagið er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. Þau eru einnig þekkt sem Mata-systkinin og eru kennd við matvælafélagið Mata sem er jafnframt í eigu þeirra. Arion banki hefur verið ráðinn sem umsjónaraðili með yfirtökutilboðinu. Stjórn fasteignafélagsins Regins, sem nú ber heitið Heimar, féll frá yfirtökutilboði sínu í allt hlutafé Eikar fasteignafélags í maí á þessu ári. Brimgarðar, félag Mata-fjölskyldunnar, var stærsti eigandi fasteignafélagsins Eikar fyrir söluna í dag og lagðist gegn yfirtökutilboði Regins í félagið. Þar áður kannaði fasteignafélagið Reitir sameiningu við Eik. Eik fasteignafélag Kaup og sala fyrirtækja Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Tilboðið afturkallað og Eik öðlast frelsi til athafna á ný Stjórn Regins hefur óskað eftir og fengið heimild fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu yfirtökutilboði þess í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. 10. maí 2024 13:33 Reginn afturkallar samrunatilkynningu við Eik Stjórn Regins hefur ákveðið að afturkalla samrunatilkynningu félagsins, sem send var inn til Samkeppniseftirlitsins í september í fyrra, vegna fyrirhugaðs samruna félagsins og Eikar fasteignafélags. Samhliða hyggst Reginn óska eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu tilboði félagsins í allt hlutafé Eikar 29. apríl 2024 20:41 Reitir og Eik kanna sameiningu Stjórnir fasteignafélaganna Eikar og Reita hafa samþykkt að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Fasteignafélagið Reginn gerði nýverið yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar en stærsti eigandi félagsins lagðist gegn tilboðinu. Vill stjórn Eikar kanna hvort grundvöllur sé fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. 30. júní 2023 16:36 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Sjá meira
Stendur til að gera öllum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð á næstu fjórum vikum í samræmi við yfirtökulög. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eik en fyrirhugað tilboðsverð mun hljóða upp á 11 krónur á hlut og mun greiðast með reiðufé. Samkvæmt lögum myndast yfirtökuskylda þegar aðili eða samstarfsaðilar ná stjórn á yfir 30 prósent atkvæðisréttar í félagi. Tilboðsgjafi er Langisjór en samstarfsaðilar teljast vera Síldarbein ehf., sem fer með 17.446.234 hluti í Eik, og Brimgarðar ehf., sem fer með 563.615.003 hluti í Eik. Hluti af Mata-veldinu Langisjór er móðurfélag Ölmu íbúðafélags og áðurnefndra Brimgarða. Matvælafyrirtækin Matfugl, Salathúsið, Síld og fiskur og Salathúsið eru einnig hluti af Langasjó. Félagið er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. Þau eru einnig þekkt sem Mata-systkinin og eru kennd við matvælafélagið Mata sem er jafnframt í eigu þeirra. Arion banki hefur verið ráðinn sem umsjónaraðili með yfirtökutilboðinu. Stjórn fasteignafélagsins Regins, sem nú ber heitið Heimar, féll frá yfirtökutilboði sínu í allt hlutafé Eikar fasteignafélags í maí á þessu ári. Brimgarðar, félag Mata-fjölskyldunnar, var stærsti eigandi fasteignafélagsins Eikar fyrir söluna í dag og lagðist gegn yfirtökutilboði Regins í félagið. Þar áður kannaði fasteignafélagið Reitir sameiningu við Eik.
Eik fasteignafélag Kaup og sala fyrirtækja Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Tilboðið afturkallað og Eik öðlast frelsi til athafna á ný Stjórn Regins hefur óskað eftir og fengið heimild fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu yfirtökutilboði þess í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. 10. maí 2024 13:33 Reginn afturkallar samrunatilkynningu við Eik Stjórn Regins hefur ákveðið að afturkalla samrunatilkynningu félagsins, sem send var inn til Samkeppniseftirlitsins í september í fyrra, vegna fyrirhugaðs samruna félagsins og Eikar fasteignafélags. Samhliða hyggst Reginn óska eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu tilboði félagsins í allt hlutafé Eikar 29. apríl 2024 20:41 Reitir og Eik kanna sameiningu Stjórnir fasteignafélaganna Eikar og Reita hafa samþykkt að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Fasteignafélagið Reginn gerði nýverið yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar en stærsti eigandi félagsins lagðist gegn tilboðinu. Vill stjórn Eikar kanna hvort grundvöllur sé fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. 30. júní 2023 16:36 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Sjá meira
Tilboðið afturkallað og Eik öðlast frelsi til athafna á ný Stjórn Regins hefur óskað eftir og fengið heimild fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu yfirtökutilboði þess í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. 10. maí 2024 13:33
Reginn afturkallar samrunatilkynningu við Eik Stjórn Regins hefur ákveðið að afturkalla samrunatilkynningu félagsins, sem send var inn til Samkeppniseftirlitsins í september í fyrra, vegna fyrirhugaðs samruna félagsins og Eikar fasteignafélags. Samhliða hyggst Reginn óska eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu tilboði félagsins í allt hlutafé Eikar 29. apríl 2024 20:41
Reitir og Eik kanna sameiningu Stjórnir fasteignafélaganna Eikar og Reita hafa samþykkt að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Fasteignafélagið Reginn gerði nýverið yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar en stærsti eigandi félagsins lagðist gegn tilboðinu. Vill stjórn Eikar kanna hvort grundvöllur sé fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. 30. júní 2023 16:36