Glæpur án tjóns? Breki Karlsson, Ólafur Stephensen og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 23. ágúst 2024 13:01 Innherji á Vísi birti í gær langa endursögn á skýrslu, sem tveir hagfræðingar unnu fyrir Eimskip, ásamt ummælum Vilhelms Más Þorsteinssonar, forstjóra skipafélagsins. Hagfræðingarnir, þeir Birgir Þór Runólfsson og Ragnar Árnason, voru fengnir til að rýna mat ráðgjafarfyrirtækisins Analytica á tjóni af völdum samráðsbrota Eimskips og Samskipa. Sú matsgerð var unnin fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR, og var niðurstaða hennar sú að tjón fyrirtækja og neytenda af samráðinu hefði verið um 62 milljarðar króna. Hagfræðingarnir setja fram margvíslega gagnrýni á aðferðafræði Analytica og segja að hún „hæfi ekki til að meta tjón af meintu samráði Eimskips og Samskipa,“ eins og það er orðað í frétt Innherja. Forstjóri Eimskips segir þetta „mjög alvarlegt“. Það kemur greinarhöfundum ekki eitt augnablik á óvart að úr þessari átt komi gagnrýni á matsgerð Analytica og tilraun til að gera hana ótrúverðuga. Við öðru var ekki að búast. Í matsgerðinni kom skýrt fram á sínum tíma að hún væri ekki nákvæmnisvísindi að því leytinu að við matið þurfti fyrirtækið að gefa sér ýmsar forsendur. Hún var hins vegar nálgun að útreikningi á því tjóni, sem Eimskip og Samskip ollu íslensku samfélagi með ólögmætu samráði. Stóru spurningunni ekki svarað Stóra spurningin, sem er ekki svarað í skýrslu Birgis og Ragnars, a.m.k. miðað við endursögn Innherja, er hins vegar: Hvert er þá tjónið, reiknað með „réttri“ aðferðafræði? Bað Eimskip hagfræðingana ekki að finna út úr því? Og datt blaðamanni Innherja ekki í hug að spyrja forstjóra Eimskips að því? Án slíkrar umfjöllunar verður gagnrýni á mat Analytica marklaus. Það er nefnilega allsendis ótrúverðugt, reyni Eimskip að halda því fram að tjónið sé ekki neitt. Fyrirtækið gerði sátt við Samkeppniseftirlitið, þar sem það játaði alvarleg brot á samkeppnislögum og greiddi eina hæstu sekt, sem lögð hefur verið á fyrirtæki vegna samkeppnisbrota. Bæði forsvarsmenn Eimskips og hinir virðulegu hagfræðingar sem unnu fyrir þá vita mætavel að samráð af því tagi sem lýst var í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Samskipa er ævinlega til tjóns, bæði fyrir atvinnulíf og neytendur. Ætlast forsvarsmenn Eimskips til að við trúum því að lögbrotin sem þeir viðurkenndu hafi verið glæpur án fórnarlambs, sem olli ekki nokkru tjóni? Breki er formaður Neytendasamtakanna. Ólafur er framkvæmdastjóri FA. Ragnar Þór er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Ólafur Stephensen Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Sjá meira
Innherji á Vísi birti í gær langa endursögn á skýrslu, sem tveir hagfræðingar unnu fyrir Eimskip, ásamt ummælum Vilhelms Más Þorsteinssonar, forstjóra skipafélagsins. Hagfræðingarnir, þeir Birgir Þór Runólfsson og Ragnar Árnason, voru fengnir til að rýna mat ráðgjafarfyrirtækisins Analytica á tjóni af völdum samráðsbrota Eimskips og Samskipa. Sú matsgerð var unnin fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR, og var niðurstaða hennar sú að tjón fyrirtækja og neytenda af samráðinu hefði verið um 62 milljarðar króna. Hagfræðingarnir setja fram margvíslega gagnrýni á aðferðafræði Analytica og segja að hún „hæfi ekki til að meta tjón af meintu samráði Eimskips og Samskipa,“ eins og það er orðað í frétt Innherja. Forstjóri Eimskips segir þetta „mjög alvarlegt“. Það kemur greinarhöfundum ekki eitt augnablik á óvart að úr þessari átt komi gagnrýni á matsgerð Analytica og tilraun til að gera hana ótrúverðuga. Við öðru var ekki að búast. Í matsgerðinni kom skýrt fram á sínum tíma að hún væri ekki nákvæmnisvísindi að því leytinu að við matið þurfti fyrirtækið að gefa sér ýmsar forsendur. Hún var hins vegar nálgun að útreikningi á því tjóni, sem Eimskip og Samskip ollu íslensku samfélagi með ólögmætu samráði. Stóru spurningunni ekki svarað Stóra spurningin, sem er ekki svarað í skýrslu Birgis og Ragnars, a.m.k. miðað við endursögn Innherja, er hins vegar: Hvert er þá tjónið, reiknað með „réttri“ aðferðafræði? Bað Eimskip hagfræðingana ekki að finna út úr því? Og datt blaðamanni Innherja ekki í hug að spyrja forstjóra Eimskips að því? Án slíkrar umfjöllunar verður gagnrýni á mat Analytica marklaus. Það er nefnilega allsendis ótrúverðugt, reyni Eimskip að halda því fram að tjónið sé ekki neitt. Fyrirtækið gerði sátt við Samkeppniseftirlitið, þar sem það játaði alvarleg brot á samkeppnislögum og greiddi eina hæstu sekt, sem lögð hefur verið á fyrirtæki vegna samkeppnisbrota. Bæði forsvarsmenn Eimskips og hinir virðulegu hagfræðingar sem unnu fyrir þá vita mætavel að samráð af því tagi sem lýst var í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Samskipa er ævinlega til tjóns, bæði fyrir atvinnulíf og neytendur. Ætlast forsvarsmenn Eimskips til að við trúum því að lögbrotin sem þeir viðurkenndu hafi verið glæpur án fórnarlambs, sem olli ekki nokkru tjóni? Breki er formaður Neytendasamtakanna. Ólafur er framkvæmdastjóri FA. Ragnar Þór er formaður VR.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun