Breytt upplifun farþega á leið um Akureyrarflugvöll Kristján Már Unnarsson skrifar 22. ágúst 2024 21:17 Innanlandsfarþegar á Akureyrarflugvelli fengu í dag í fyrsta sinn að upplifa bjartan og rúmgóðan brottfararsal millilandaflugsins. KMU Farþegar á leið um Akureyrarflugvöll voru í fyrsta sinn í dag innritaðir í flug í gegnum nýjan innritunarsal í flugstöðinni, bæði innanlands- og millilandafarþegar. Þetta er einn áfanginn í breytingum sem fylgja nýrri viðbyggingu fyrir millilandaflugið. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Boeing 737-þotu hollenska flugfélagsins Transavia, sem lenti á Akureyri á tíunda tímanum í morgun frá Rotterdam. Þota hollenska flugfélagsins Transavia við nýju flugstöðvarálmuna í morgun.KMU Hún var sú fyrsta til að taka við farþegum í gegnum nýja innritunarsalinn. Um sjötíu farþegar áttu bókað flug með vélinni út til Hollands og álíka margir komu með henni til höfuðstaðar Norðurlands. Farþegar að ganga úr Dash 8 Q400-vél Icelandair inn í nýju flugstöðvarálmuna í hádeginu.KMU Í hádeginu fengu svo farþegar í innanlandsflugi Icelandair einnig að upplifa breytta innritun. Þeir voru jafnframt fyrstu innanlandsfarþegarnir til að nýta farþegasalinn í hinni nýju flugstöðvarálmu millilandaflugsins sem og nýtt töskufæriband. Innanlandsfarþegar sækja farangur sinn á töskufæribandið í sal millilandaflugsins.KMU Það verður þó aðeins tímabundið næstu vikur meðan unnið er að endurbótum á gömlu flugstöðinni en farþegasalir innanlands- og millilandaflugs á Akureyrarflugvelli verða í framtíðinni aðskildir. Sami innritunarsalur verður nýttur fyrir alla farþega en síðan halda millilandafarþegar í norðurálmuna í gegnum vegabréfaskoðun og vopnaleit. Innanlandsfarþegar fara hins vegar í suðurálmuna. Veitingasalan í nýju flugstöðvarálmunni.KMU Búið er að leggja af veitingasöluna við hlið gamla brottfararsalar innanlandsflugsins en salur innanlandsflugsins verður innréttaður í syðsta hluta bygginganna, þar sem innritun farþega var þar til í dag. Áætlað er breytingum á flugstöðinni verði að fullu lokið í lok októbermánaðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. 24. nóvember 2022 07:01 Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Malbika nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli Malbikun nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst núna síðdegis og er búist við verkið standi yfir næstu þrjár vikur. Flugvallarstjórinn segir að það muni gjörbreyta aðstöðunni. 20. júní 2023 22:50 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Boeing 737-þotu hollenska flugfélagsins Transavia, sem lenti á Akureyri á tíunda tímanum í morgun frá Rotterdam. Þota hollenska flugfélagsins Transavia við nýju flugstöðvarálmuna í morgun.KMU Hún var sú fyrsta til að taka við farþegum í gegnum nýja innritunarsalinn. Um sjötíu farþegar áttu bókað flug með vélinni út til Hollands og álíka margir komu með henni til höfuðstaðar Norðurlands. Farþegar að ganga úr Dash 8 Q400-vél Icelandair inn í nýju flugstöðvarálmuna í hádeginu.KMU Í hádeginu fengu svo farþegar í innanlandsflugi Icelandair einnig að upplifa breytta innritun. Þeir voru jafnframt fyrstu innanlandsfarþegarnir til að nýta farþegasalinn í hinni nýju flugstöðvarálmu millilandaflugsins sem og nýtt töskufæriband. Innanlandsfarþegar sækja farangur sinn á töskufæribandið í sal millilandaflugsins.KMU Það verður þó aðeins tímabundið næstu vikur meðan unnið er að endurbótum á gömlu flugstöðinni en farþegasalir innanlands- og millilandaflugs á Akureyrarflugvelli verða í framtíðinni aðskildir. Sami innritunarsalur verður nýttur fyrir alla farþega en síðan halda millilandafarþegar í norðurálmuna í gegnum vegabréfaskoðun og vopnaleit. Innanlandsfarþegar fara hins vegar í suðurálmuna. Veitingasalan í nýju flugstöðvarálmunni.KMU Búið er að leggja af veitingasöluna við hlið gamla brottfararsalar innanlandsflugsins en salur innanlandsflugsins verður innréttaður í syðsta hluta bygginganna, þar sem innritun farþega var þar til í dag. Áætlað er breytingum á flugstöðinni verði að fullu lokið í lok októbermánaðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. 24. nóvember 2022 07:01 Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Malbika nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli Malbikun nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst núna síðdegis og er búist við verkið standi yfir næstu þrjár vikur. Flugvallarstjórinn segir að það muni gjörbreyta aðstöðunni. 20. júní 2023 22:50 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. 24. nóvember 2022 07:01
Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31
Malbika nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli Malbikun nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst núna síðdegis og er búist við verkið standi yfir næstu þrjár vikur. Flugvallarstjórinn segir að það muni gjörbreyta aðstöðunni. 20. júní 2023 22:50