Þrír virkir leitendur fyrir hvern leigusamning Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. ágúst 2024 07:41 Ójafnvægi hefur aukist á milli framboðs og eftirspurnar á leigumarkaði. vísir/vilhelm Leigumarkaðurinn ber enn merki töluverðrar eftirspurnarspennu og hefur markaðsleiga ekki hækkað jafn mikið umfram verðbólgu í sjö ár. Alls voru þrír í virkri leit að leiguhúsnæði fyrir hvern nýjan leigusamning á leiguvefnum myigloo.is í júlí. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Eftirspurnin hefur aukist töluvert en til samanburðar var einn í virkri leit fyrir hvern nýjan leigusamning í byrjun þessa árs. Í skýrslunni kemur hins vegar fram að skörp hækkun markaðsleigu eigi ekki við um alla leigjendur. Miklu muni á markaðsleigu og meðalleigufjárhæð, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stór hluti leiguíbúða séu í eigu óhagnaðardrifinna leigufélaga. Á meðan markaðsleiga hafi hækkað hratt á undanförnum misserum hafi meðalleigufjárhæð lækkað á föstu verðlagi á höfuðborgarsvæðinu. Hafa ber hugfast í því efni að leiguvísitalan byggir á leigusamningum um hefðbundnar íbúðir sem eru í eigu einstaklinga og fyrirtækja sem rekin eru í hagnaðarskyni. Á höfuðborgarsvæðinu er rétt tæpur helmingur (47%) leiguíbúða rekinn á félagslegum forsendum, en þar eru íbúðir í eigu ríkis, sveitarfélaga, og húsnæðissjálfseignarstofnana „Meðalleigufjárhæð á höfuðborgarsvæðinu í júlí var 233 þúsund krónur og hefur hún lækkað úr 238 þúsund krónum á einu ári samkvæmt gögnum úr Leiguskrá. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins var meðalleigan 228 þúsund krónur í júlí en var 225 þúsund krónur í júlí á síðasta ári.“ 19 prósent selst á yfirverði Í skýrslunni kemur fram að fasteignamarkaðurinn hafi verið líflegur á nýliðnum ársfjórðungi. Að teknu tilliti til uppkaupa Fasteignafélagsins Þórkötlu hafi kaupsamningar ekki verið fleiri á öðrum ársfjórðungi að undanskildum árunum 2007 og 2021. „Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 19 prósent eigna yfir ásettu verði í júní en þegar fasteignamarkaður er í jafnvægi má gera ráð fyrir að hlutfallið sé um 10 prósent. Íbúðaverð heldur einnig áfram að hækka umfram verðlag, en í júlí síðastliðnum hækkaði vísitala íbúðaverðs um 0,8 prósent á milli mánaða.“ Fram kemur að fyrstu kaupendum hafi fjölgað á fyrri hluta ársins, en hlutdeild þeirra í sögulegu samhengi sé enn lág. „Áhrif hárra vaxta gætir hér en fjölgun íbúða í eigu einstaklinga sem eiga eina íbúð hefur dregist hratt saman á síðustu árum á sama tíma og viðbótaríbúðir hafi auknum mæli runnið til stærri íbúðaeigenda.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Eftirspurnin hefur aukist töluvert en til samanburðar var einn í virkri leit fyrir hvern nýjan leigusamning í byrjun þessa árs. Í skýrslunni kemur hins vegar fram að skörp hækkun markaðsleigu eigi ekki við um alla leigjendur. Miklu muni á markaðsleigu og meðalleigufjárhæð, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stór hluti leiguíbúða séu í eigu óhagnaðardrifinna leigufélaga. Á meðan markaðsleiga hafi hækkað hratt á undanförnum misserum hafi meðalleigufjárhæð lækkað á föstu verðlagi á höfuðborgarsvæðinu. Hafa ber hugfast í því efni að leiguvísitalan byggir á leigusamningum um hefðbundnar íbúðir sem eru í eigu einstaklinga og fyrirtækja sem rekin eru í hagnaðarskyni. Á höfuðborgarsvæðinu er rétt tæpur helmingur (47%) leiguíbúða rekinn á félagslegum forsendum, en þar eru íbúðir í eigu ríkis, sveitarfélaga, og húsnæðissjálfseignarstofnana „Meðalleigufjárhæð á höfuðborgarsvæðinu í júlí var 233 þúsund krónur og hefur hún lækkað úr 238 þúsund krónum á einu ári samkvæmt gögnum úr Leiguskrá. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins var meðalleigan 228 þúsund krónur í júlí en var 225 þúsund krónur í júlí á síðasta ári.“ 19 prósent selst á yfirverði Í skýrslunni kemur fram að fasteignamarkaðurinn hafi verið líflegur á nýliðnum ársfjórðungi. Að teknu tilliti til uppkaupa Fasteignafélagsins Þórkötlu hafi kaupsamningar ekki verið fleiri á öðrum ársfjórðungi að undanskildum árunum 2007 og 2021. „Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 19 prósent eigna yfir ásettu verði í júní en þegar fasteignamarkaður er í jafnvægi má gera ráð fyrir að hlutfallið sé um 10 prósent. Íbúðaverð heldur einnig áfram að hækka umfram verðlag, en í júlí síðastliðnum hækkaði vísitala íbúðaverðs um 0,8 prósent á milli mánaða.“ Fram kemur að fyrstu kaupendum hafi fjölgað á fyrri hluta ársins, en hlutdeild þeirra í sögulegu samhengi sé enn lág. „Áhrif hárra vaxta gætir hér en fjölgun íbúða í eigu einstaklinga sem eiga eina íbúð hefur dregist hratt saman á síðustu árum á sama tíma og viðbótaríbúðir hafi auknum mæli runnið til stærri íbúðaeigenda.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira