Forsætisráðherra segir sátt ríkja um samgöngusáttmála Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2024 19:20 Skrifað var undir uppfærðan samgöngusáttmála ríkis og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í Salnum í Kópavogi í dag. Vísir/HMP Heildarkostnaður ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við uppfærða samgönguáætlun er áætlaður 311 milljarðar króna en ávinningur af framkvæmdunum er talinn verða rúmir ellefu hundruð milljarðar. Ríkið mun koma að rekstri almenningssamgangna. Fulltrúar ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu undir uppfærða samgönguáætlun í Salnum í Kópavogi í dag, Borgarlína hefur fengið mesta almenna umræðu en sáttmálinn nær einnig til mjög margra stórra samgönguverkefna. Sæbraut verður lögð í stokk, jarðgöng verða grafin undir Miklubraut frá Skeifunni að Landspítalanum og einnig undir hluta Kringlumýrarbrautar. Arnarnesvegur og fjölmörg mislæg gatnamót heyra til verkefnisins sem og hundað kílómetrar af hjóla- og göngustígum. Ríkið mun fjármagna 87,5 prósent framkvæmdanna og sveitarfélögin 12,5 prósent, sem þýðir að áætlaður kostnaður ríkisins á framkvæmdatímanum er 272 milljarðar. Þrátt fyrir gagnrýnisraddir telur Bjarni Benediktsson forsætisráðherra almenna sátt ríkja um þá sýn sem felist í verkefninu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að ríkið og sveitarfélögin sex hafi sameiginlega sýn á hvernig bæta beri samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/HMP „Um mikilvægi þess að við sköpum hér samkeppnishæft höfuðborgarsvæði. Að við munum ekki leysa úr samgönguáskorununum nema með öflugum almenningssamgöngum og sterku göngu- og hjólreiðastígakerfi ásamt með mikilvægum stofnvegaframkvæmdum. Það er til dæmis enginn ágreiningur um neinar af þessum helstu stofnvegaframkvæmdum,“ segir Bjarni. Eðlilega komi síðan upp ólík sjónarmið þegar komi að skipulagsmálum sem leyst verði úr í tímans rás. Samningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykkt Alþingis og sveitarfélaganna sex, sem eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnarförður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Við uppfærsluna var framkvæmdatíminn lengdur um sjö ár og nú er áætlað er að þessu risaverkefni verði lokið árið 2040. Af 311 milljörðum fara 42 prósent í stofnvegi, önnur 42 prósent í Borgarlínu, 13 prósent í hjóla- og göngustíga og 3 prósent í umferðarstýringu, flæði og öryggi. Forsætisráðherra, fjármálaráðherra, innviðaráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórar fimm annarra sveitarfélaga mættu við athöfnina í Salnum í dag.Vísir/HMP Þegar er búið að ljúka hluta stofnvegaframkvæmda og hjólastíga. Borgarlínan verður síðan tekin í notkun í sex lotum og stöðugt verður unnið að hjóla- og göngustígum og umferðarstýring kemur brátt til framkvæmda. „Mikilvægast er að við höfum þessa sýn. Hún snýst um það að bæta lífsgæði fólks á höfuðborgarsvæðinu. Fara í mikilvæga og nauðsynlega innviðafjárfestingu og allir útreikningar sýna að það mun verða a því mjög mikill ábati fyrir samfélagið í heild sinni,“ segir forsætisráðherra. Það er nýtt að ríkið komi að framtíðarrekstri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. „Við einfaldlega komumst að þeirri niðurstöðu eftir að hafa lagst yfir þetta að þetta er slík gjörbreyting á almenningssamgangnakerfinu með þessari stórauknu tíðni og miklu þéttriðnara neti, að sveitarfélögin myndu þurfa meiri stuðning en þau hafa haft til þess rekstrar. Ríkið axlar þá ábyrgð á þriðjungi þess kostnaðar,“ segir Bjarni Benediktsson. Viðtalið við Bjarna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Borgarlína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samgöngur Alþingi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Borgarlína í grunninn bara betri strætó Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að verið sé að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir alla með nýjum samgöngusáttmála. Hann segir að höfuðborgarsvæðið sé í bullandi samkeppni við borgir um heim allan um fólk, og tryggja þurfi samkeppnishæfni svæðisins. Einnig sé Borgarlína í grunninn bara strætó. 21. ágúst 2024 17:09 Samgöngusáttmálinn taki á mikilli innviðaskuld við höfuðborgarsvæðið Uppfærður samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið verður kynntur opinberlega á morgun. Innviðaráðherra segir algera samstöðu ríkja um sáttmálann innan ríkisstjórnarinnar og kannast ekki við að kostnaður við hann hafi tvöfaldast, eins og sumir hafi fullyrt en umfang sáttmálans hafi aukist. 20. ágúst 2024 13:18 „Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn. 21. júlí 2024 15:07 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Fulltrúar ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu undir uppfærða samgönguáætlun í Salnum í Kópavogi í dag, Borgarlína hefur fengið mesta almenna umræðu en sáttmálinn nær einnig til mjög margra stórra samgönguverkefna. Sæbraut verður lögð í stokk, jarðgöng verða grafin undir Miklubraut frá Skeifunni að Landspítalanum og einnig undir hluta Kringlumýrarbrautar. Arnarnesvegur og fjölmörg mislæg gatnamót heyra til verkefnisins sem og hundað kílómetrar af hjóla- og göngustígum. Ríkið mun fjármagna 87,5 prósent framkvæmdanna og sveitarfélögin 12,5 prósent, sem þýðir að áætlaður kostnaður ríkisins á framkvæmdatímanum er 272 milljarðar. Þrátt fyrir gagnrýnisraddir telur Bjarni Benediktsson forsætisráðherra almenna sátt ríkja um þá sýn sem felist í verkefninu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að ríkið og sveitarfélögin sex hafi sameiginlega sýn á hvernig bæta beri samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/HMP „Um mikilvægi þess að við sköpum hér samkeppnishæft höfuðborgarsvæði. Að við munum ekki leysa úr samgönguáskorununum nema með öflugum almenningssamgöngum og sterku göngu- og hjólreiðastígakerfi ásamt með mikilvægum stofnvegaframkvæmdum. Það er til dæmis enginn ágreiningur um neinar af þessum helstu stofnvegaframkvæmdum,“ segir Bjarni. Eðlilega komi síðan upp ólík sjónarmið þegar komi að skipulagsmálum sem leyst verði úr í tímans rás. Samningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykkt Alþingis og sveitarfélaganna sex, sem eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnarförður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Við uppfærsluna var framkvæmdatíminn lengdur um sjö ár og nú er áætlað er að þessu risaverkefni verði lokið árið 2040. Af 311 milljörðum fara 42 prósent í stofnvegi, önnur 42 prósent í Borgarlínu, 13 prósent í hjóla- og göngustíga og 3 prósent í umferðarstýringu, flæði og öryggi. Forsætisráðherra, fjármálaráðherra, innviðaráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórar fimm annarra sveitarfélaga mættu við athöfnina í Salnum í dag.Vísir/HMP Þegar er búið að ljúka hluta stofnvegaframkvæmda og hjólastíga. Borgarlínan verður síðan tekin í notkun í sex lotum og stöðugt verður unnið að hjóla- og göngustígum og umferðarstýring kemur brátt til framkvæmda. „Mikilvægast er að við höfum þessa sýn. Hún snýst um það að bæta lífsgæði fólks á höfuðborgarsvæðinu. Fara í mikilvæga og nauðsynlega innviðafjárfestingu og allir útreikningar sýna að það mun verða a því mjög mikill ábati fyrir samfélagið í heild sinni,“ segir forsætisráðherra. Það er nýtt að ríkið komi að framtíðarrekstri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. „Við einfaldlega komumst að þeirri niðurstöðu eftir að hafa lagst yfir þetta að þetta er slík gjörbreyting á almenningssamgangnakerfinu með þessari stórauknu tíðni og miklu þéttriðnara neti, að sveitarfélögin myndu þurfa meiri stuðning en þau hafa haft til þess rekstrar. Ríkið axlar þá ábyrgð á þriðjungi þess kostnaðar,“ segir Bjarni Benediktsson. Viðtalið við Bjarna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Borgarlína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samgöngur Alþingi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Borgarlína í grunninn bara betri strætó Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að verið sé að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir alla með nýjum samgöngusáttmála. Hann segir að höfuðborgarsvæðið sé í bullandi samkeppni við borgir um heim allan um fólk, og tryggja þurfi samkeppnishæfni svæðisins. Einnig sé Borgarlína í grunninn bara strætó. 21. ágúst 2024 17:09 Samgöngusáttmálinn taki á mikilli innviðaskuld við höfuðborgarsvæðið Uppfærður samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið verður kynntur opinberlega á morgun. Innviðaráðherra segir algera samstöðu ríkja um sáttmálann innan ríkisstjórnarinnar og kannast ekki við að kostnaður við hann hafi tvöfaldast, eins og sumir hafi fullyrt en umfang sáttmálans hafi aukist. 20. ágúst 2024 13:18 „Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn. 21. júlí 2024 15:07 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Borgarlína í grunninn bara betri strætó Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að verið sé að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir alla með nýjum samgöngusáttmála. Hann segir að höfuðborgarsvæðið sé í bullandi samkeppni við borgir um heim allan um fólk, og tryggja þurfi samkeppnishæfni svæðisins. Einnig sé Borgarlína í grunninn bara strætó. 21. ágúst 2024 17:09
Samgöngusáttmálinn taki á mikilli innviðaskuld við höfuðborgarsvæðið Uppfærður samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið verður kynntur opinberlega á morgun. Innviðaráðherra segir algera samstöðu ríkja um sáttmálann innan ríkisstjórnarinnar og kannast ekki við að kostnaður við hann hafi tvöfaldast, eins og sumir hafi fullyrt en umfang sáttmálans hafi aukist. 20. ágúst 2024 13:18
„Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn. 21. júlí 2024 15:07