Það er alltaf von: Samtökin ‘78 styðja Píeta Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar 21. ágúst 2024 15:31 Við erum öll svo dýrmæt og hvert eitt og einasta okkar skiptir máli, þó að stundum kunni okkur að líða eins og svo sé ekki. Þetta einstaka dýrmæti hvers okkar þýðir að hvert sjálfsvíg heggur stórt skarð í líf þeirra sem eftir standa og áhrifin ná langt út fyrir innsta hring hvers einstaklings. Fjöldamargar rannsóknir sýna að hinsegin fólk er í aukinni áhættu á sjálfsskaða og sjálfsvígum. Fólkið sem leitar í ráðgjöf Samtakanna ‘78 á því margt að baki sögur um sjálfsskaða eða sjálfsvígstilraunir. Þess vegna er það okkur, eins og öllum öðrum í samfélaginu, afskaplega mikilvægt að til staðar sé þjónusta sem grípur fólk með sjálfsvígshugsanir áður en það er orðið of seint og styður aðstandendur þeirra sem því miður láta lífið vegna sjálfsvíga. Píeta samtökin voru stofnuð árið 2016 í nákvæmlega þessum tilgangi. Þau hafa á örfáum árum umbylt aðgengi að aðstoð fyrir fólk sem er í yfirvofandi sjálfsvígshættu. Samhliða hafa þau komið á fót víðtækum stuðningi við aðstandendur. Samtökin ‘78 hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að geta vísað fólki sem er í bráðavanda á þau frábæru úrræði sem Píeta samtökin bjóða upp á. Við vitum að það hefur bjargað lífum okkar fólks. Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár hlaupa Samtökin ‘78 þess vegna fyrir Píeta samtökin. Starf Píeta er nefnilega í þágu okkar allra, sama hver við erum - og þar er hinsegin fólk alltaf velkomið. Við viljum sýna stuðning okkar við þeirra öfluga starf í verki og hvetjum því allt fólk sem þetta les til þess að heita á hlaupara Samtakanna ‘78 í vikunni. Við skiptum öll máli. Það er alltaf von. Styrkjum Píeta-samtökin. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurmaraþon Hinsegin Bjarndís Helga Tómasdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Við erum öll svo dýrmæt og hvert eitt og einasta okkar skiptir máli, þó að stundum kunni okkur að líða eins og svo sé ekki. Þetta einstaka dýrmæti hvers okkar þýðir að hvert sjálfsvíg heggur stórt skarð í líf þeirra sem eftir standa og áhrifin ná langt út fyrir innsta hring hvers einstaklings. Fjöldamargar rannsóknir sýna að hinsegin fólk er í aukinni áhættu á sjálfsskaða og sjálfsvígum. Fólkið sem leitar í ráðgjöf Samtakanna ‘78 á því margt að baki sögur um sjálfsskaða eða sjálfsvígstilraunir. Þess vegna er það okkur, eins og öllum öðrum í samfélaginu, afskaplega mikilvægt að til staðar sé þjónusta sem grípur fólk með sjálfsvígshugsanir áður en það er orðið of seint og styður aðstandendur þeirra sem því miður láta lífið vegna sjálfsvíga. Píeta samtökin voru stofnuð árið 2016 í nákvæmlega þessum tilgangi. Þau hafa á örfáum árum umbylt aðgengi að aðstoð fyrir fólk sem er í yfirvofandi sjálfsvígshættu. Samhliða hafa þau komið á fót víðtækum stuðningi við aðstandendur. Samtökin ‘78 hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að geta vísað fólki sem er í bráðavanda á þau frábæru úrræði sem Píeta samtökin bjóða upp á. Við vitum að það hefur bjargað lífum okkar fólks. Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár hlaupa Samtökin ‘78 þess vegna fyrir Píeta samtökin. Starf Píeta er nefnilega í þágu okkar allra, sama hver við erum - og þar er hinsegin fólk alltaf velkomið. Við viljum sýna stuðning okkar við þeirra öfluga starf í verki og hvetjum því allt fólk sem þetta les til þess að heita á hlaupara Samtakanna ‘78 í vikunni. Við skiptum öll máli. Það er alltaf von. Styrkjum Píeta-samtökin. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun