Unnið í alla nótt og allt samkvæmt áætlun Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 11:59 Við framkvæmdir í nótt. Veitur Framkvæmdir við hitaveitutengingu, sem haft hafa í för með sér umfangsmestu heitavatnslokun sögunnar, eru á áætlun og miðar vel, að sögn forstöðumanns hjá Veitum. Óvenjumikið hefur verið að gera í sundlaugum utan lokunarsvæðisins í morgun. Lokað var fyrir heitt vatn í Kópavogi, Breiðholti, Hafnarfirði, Garðabæ og víðar um klukkan tíu í gærkvöldi og strax hafist handa við tengingu á flutningsæðinni. Unnið var í alla nótt. „Það hefur bara gengið nokkurn veginn samkvæmt áætlunum. Einhver verkefni eru þegar að komast í höfn og önnur sem var fyrirséð að hefðu lengri framkvæmdatíma eru eðlilega enn í vinnslu. Stærsti og mikilvægasti hluturinn er við Suðuræð þar sem við erum að tengja hana, nýja Suðuræð, inn í kerfið okkar. Síðan erum við að vinna í öðrum hluta kerfisins eins og uppi á Reynisvatnsheiði og Vetrarmýri og á nokkrum fleiri stöðum,“ segir Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður vatnsmiðla hjá Veitum. Engar tilkynningar um tjón eða önnur vandræði hafi borist Veitum það sem af er degi og ekkert komið upp á við framkvæmdir. „Eins og staðan er núna reiknum við með því að verkið verði á áætlun og það verði komið heitt vatn í kringum hádegisbil á morgun.“ Sundlaugar eru víða lokaðar í dag vegna heitavatnsleysisins og í Laugardalslaug, sem stendur opin, var óvenjumikið að gera í morgun, að sögn Birnu Rúnar Kolbeinsdóttur, starfsmanns. „Við héldum að það væri ættarmót,“ sagði Birna í samtali við Vísi. Og Snorri Örn Arnaldsson forstöðumaður Sundhallar Reykjavíkur segir að þar á bæ hafi einnig verið óvenjumargt um manninn fyrir hádegi. „Hvort það sé heitavatnsleysið eða sumar í dauðateygjunum veit ég ekki. En það er búið að vera góð aðsókn hjá okkur í morgun og við búumst alveg við að það verði talsvert meira þegar líður á daginn. Það eru öll velkomin í Sundhöll Reykjavíkur.“ Orkumál Reykjavík Vatn Tengdar fréttir Óvenju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun. „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis. 20. ágúst 2024 08:25 Engin útköll vegna vatnsleka í nótt Nóttin var róleg hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og engin fleiri útköll vegna leka. Í tilkynningu frá slökkviliðinu kemur fram að síðasta sólarhringinn hafi þeir farið í átta útköll á dælubíla. Flest verkefnin voru leyst á nokkrum klukkustundum en um var að ræða bæði smáelda og vatnsleka. 20. ágúst 2024 07:40 Fólk með gólfhitakerfi ætti að sýna sérstaka aðgát Stærsta heitavatnslokun í sögu Veitna skellur á í kvöld. Heitavatnslaust verður hjá næstum þriðjungi þjóðarinnar fram á miðvikudag. Pípulagningameistari ráðleggur íbúum að skrúfa fyrir krana og loka fyrir inntak heits vatns. Þá þurfi fólk með gólfhitakerfi að huga sérstaklega að sínum kerfum. 19. ágúst 2024 11:29 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Lokað var fyrir heitt vatn í Kópavogi, Breiðholti, Hafnarfirði, Garðabæ og víðar um klukkan tíu í gærkvöldi og strax hafist handa við tengingu á flutningsæðinni. Unnið var í alla nótt. „Það hefur bara gengið nokkurn veginn samkvæmt áætlunum. Einhver verkefni eru þegar að komast í höfn og önnur sem var fyrirséð að hefðu lengri framkvæmdatíma eru eðlilega enn í vinnslu. Stærsti og mikilvægasti hluturinn er við Suðuræð þar sem við erum að tengja hana, nýja Suðuræð, inn í kerfið okkar. Síðan erum við að vinna í öðrum hluta kerfisins eins og uppi á Reynisvatnsheiði og Vetrarmýri og á nokkrum fleiri stöðum,“ segir Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður vatnsmiðla hjá Veitum. Engar tilkynningar um tjón eða önnur vandræði hafi borist Veitum það sem af er degi og ekkert komið upp á við framkvæmdir. „Eins og staðan er núna reiknum við með því að verkið verði á áætlun og það verði komið heitt vatn í kringum hádegisbil á morgun.“ Sundlaugar eru víða lokaðar í dag vegna heitavatnsleysisins og í Laugardalslaug, sem stendur opin, var óvenjumikið að gera í morgun, að sögn Birnu Rúnar Kolbeinsdóttur, starfsmanns. „Við héldum að það væri ættarmót,“ sagði Birna í samtali við Vísi. Og Snorri Örn Arnaldsson forstöðumaður Sundhallar Reykjavíkur segir að þar á bæ hafi einnig verið óvenjumargt um manninn fyrir hádegi. „Hvort það sé heitavatnsleysið eða sumar í dauðateygjunum veit ég ekki. En það er búið að vera góð aðsókn hjá okkur í morgun og við búumst alveg við að það verði talsvert meira þegar líður á daginn. Það eru öll velkomin í Sundhöll Reykjavíkur.“
Orkumál Reykjavík Vatn Tengdar fréttir Óvenju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun. „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis. 20. ágúst 2024 08:25 Engin útköll vegna vatnsleka í nótt Nóttin var róleg hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og engin fleiri útköll vegna leka. Í tilkynningu frá slökkviliðinu kemur fram að síðasta sólarhringinn hafi þeir farið í átta útköll á dælubíla. Flest verkefnin voru leyst á nokkrum klukkustundum en um var að ræða bæði smáelda og vatnsleka. 20. ágúst 2024 07:40 Fólk með gólfhitakerfi ætti að sýna sérstaka aðgát Stærsta heitavatnslokun í sögu Veitna skellur á í kvöld. Heitavatnslaust verður hjá næstum þriðjungi þjóðarinnar fram á miðvikudag. Pípulagningameistari ráðleggur íbúum að skrúfa fyrir krana og loka fyrir inntak heits vatns. Þá þurfi fólk með gólfhitakerfi að huga sérstaklega að sínum kerfum. 19. ágúst 2024 11:29 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Óvenju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun. „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis. 20. ágúst 2024 08:25
Engin útköll vegna vatnsleka í nótt Nóttin var róleg hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og engin fleiri útköll vegna leka. Í tilkynningu frá slökkviliðinu kemur fram að síðasta sólarhringinn hafi þeir farið í átta útköll á dælubíla. Flest verkefnin voru leyst á nokkrum klukkustundum en um var að ræða bæði smáelda og vatnsleka. 20. ágúst 2024 07:40
Fólk með gólfhitakerfi ætti að sýna sérstaka aðgát Stærsta heitavatnslokun í sögu Veitna skellur á í kvöld. Heitavatnslaust verður hjá næstum þriðjungi þjóðarinnar fram á miðvikudag. Pípulagningameistari ráðleggur íbúum að skrúfa fyrir krana og loka fyrir inntak heits vatns. Þá þurfi fólk með gólfhitakerfi að huga sérstaklega að sínum kerfum. 19. ágúst 2024 11:29