Ekki ráðlegt að drekka orku eða neyta einnar fæðutegundar Lovísa Arnardóttir skrifar 20. ágúst 2024 11:47 Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringafræðingur segir ekki gott að drekka orku eða borða próteinduft eða stykki til að fá prótein. Vísir/Vilhelm Ný norræn næringarviðmið voru gefin út nýlega. Jóhanna Eyrún Torfadóttir, verkefnastjóri næringar hjá embætti Landlæknis og næringarfræðingur, segir ekki miklar breytingar frá fyrri ráðleggingum. Það séu hærri viðmið um D-vítamín á Íslandi og að í nýjum ráðleggingum sé lögð meiri áhersla á að borða meira úr jurtaríkinu og minna rautt kjöt til að minnka kolefnisspor mataræðis. Jóhanna ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jóhanna segir embættið í norrænu samstarfi og að norrænar næringarráðleggingar séu uppfærðar á um tíu ára fresti. Í kjölfarið skoði hvert land fyrir sig ráðleggingarnar og skoði hvernig uppfærðar ráðleggingar eigi við og meti hvað eigi við og hvað ekki. „Það eru öll lönd að breyta hjá sér.“ Hún segir landlæknisembættið taka upp breyttar ráðleggingar nærri í heild sinni. Það eina sem sé öðruvísi á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum séu viðmið um D-vítamín. „Það er eina næringarefnið sem við erum með hærri viðmið fyrir,“ segir Jóhanna. Hún segir að í breyttum næringarviðmiðum séu breytt viðmið fyrir nokkur vítamín og steinefni en það breyti því ekki að enn sé hægt að fá ráðlagðan dagsskammt af þeim með því að borða fjölbreytta fæðu daglega. Undantekningin sé þó alltaf D-vítamínið. Það sé erfitt að fá það í mat og vegna lítillar sólar á Íslandi sé ráðlagt að taka það inn daglega. Viðmiðið sé um fimmtán míkrógrömm á dag fyrir tíu til 70 ára og að það samsvari um 600 einingum. Hún segir ekki nóg að drekka til dæmis d-vítamínbætta mjólk daglega. Ef fólk ætlaði að fullnægja þörf fyrir D-vítamíni þyrfti það að drekka um tvo lítra og ekki sé ráðlagt, í ráðleggingunum, að drekka svo mikla mjólk. „Þetta snýst allt um jafnvægi,“ segir Jóhanna en að einnig þurfi fólk að miða við orkuþörf þegar að hugsa um það hvað það ætlar að borða hvern dag. Jóhanna segir greitt aðgengi að nammi og það geti oft reynst fólki erfitt. Næringarfræðingum líka.Vísir/Vilhelm Í nýju norrænu ráðleggingunum er lagt til að borða 350 til 500 grömm af rauðu kjöti á viku. Fyrir hafi það verið 500 grömm og sé þannig enn í íslenskum næringarráðleggingum. Jóhanna segir að embætti landlæknis hafi ekki breytt sínum ráðleggingum hvað varðar einstaka matvæli en að það sé til skoðunar. Þessi breyting sé til að minnka kolefnisspor sem tengist matvælaneyslu. „Þetta snýst kannski um tvær til þrjár kjötmáltíðir á viku. Sem er ekkert hræðilega lítið.“ Ávaxtasafi flokkaður með gosi Hvað varðar sykurinn segir Jóhanna það nýtt í ráðleggingunum að ávaxtasafi sé flokkaður með gosi og öðrum sykruðum drykkjum. „Nú er ávaxtasafi tekinn með, að við ættum ekki að vera að drekka mikinn ávaxtasafa, helst sem minnst,“ segir hún og að nýjar rannsóknir sýni fram á tengsl ávaxtasafa við offitu, sykursýki af gerðinni tvö og aukið kólesteról í blóðinu. Hún segir lítið fjallað um gervisætu í norrænu ráðleggingunum en að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi mikið fjallað um það og mæli ekki með því að nota gervisætu í stað sykurs. „Rannsóknir sýna að það hjálpar ekki við þyngdarstjórnun og eykur jafnvel líkur á hjartasjúkdómum og sykursýki.“ Hún segir best að drekka vatn eða mælir jafnvel með te eða kaffi vilji fólk lifa heilsusamlegu mataræði. „Að drekka orku er svolítið erfitt fyrir líkamann.“ Próteinduft ef maður missir úr máltíð Hvað varðar drykki og máltíðir sem eiga að auka prótein í mataræði segir Jóhanna Eyrún að í rannsóknum á Íslendingum hafi aldrei komið í ljós skortur á próteini. Það sé í mörgum matvælum og Íslendingum virðist ekki skorta það. „Það er helst ef þú missir úr máltíð að það gæti réttlæt að taka próteinduft. Eða ef þú ert „elite“ íþróttamanneskja og ert að fara ð keppa á íþróttamóti. Það eru þá þessar lyftingar og slíkt þar sem fólk gæti þurft auka prótein.“ Hún segir að það sem hafi komið fram í rannsóknum sé að Íslendingar séu sumir ekki að uppfylla þörf um C-vítamín í mataræði og það megi rekja til of lítillar neyslu á grænmeti og ávöxtum. „Við erum heldur ekki að borða nóg af heilkornavörum,“ segir Jóhanna og nefnir hafragraut, hýðishrísgrjón og heilhveitipasta og brauð með kornum og fræjum. Það geti leitt til þess að fólk borði ekki nóg af trefjum líka. Búa til óreiðu og pening Jóhanna segir mörg sóknarfæri í þessu ráðleggingum og að hún vonist til þess að þegar embættið getur út fæðutengdar ráðleggingar þá komi góð umræða um það hvað sé hollt og gott fyrir fólk. Jóhanna segir það merkilegt við nýju viðmiðin hversu lítið þau í raun breytast. Það sé stundum umræða um að slíkar ráðleggingar séu ekki nægilega góðar því það sé miðað við lágmarksþörf. Hún segir slíkar fullyrðingar rangar. Jóhanna segir Íslendinga sumar glíma við C-vítamínskort vegna takmarkaðrar neyslu á ávöxtum og grænmeti.Vísir/Vilhelm „Oft er þetta einhver að búa til pening. Að skapa óreiðuna,“ segir Jóhanna og að þetta sé nokkuð einfalt. Það þurfi að borða grænmeti, fisk og nægilega úr jurtaríkinu. Jóhanna segir ekki ráðlagt að neyta einungis kjöts til dæmis. Líkaminn geti aðlagað sig að slíku mataræði í styttri tíma en til lengri tíma litið sé það algert glapræði. „Við mælum alls ekki með því að þú sért að borða eina fæðutegund,“ segir Jóhanna. Hún segir lykilatriði í fæðuráðlegginginum að borða fjölbreytta fæðu. „Að búa til einhverja nýja bólu, það er oft markaðssetning,“ segir hún og að rannsóknir hafi sýnt að níu af hverjum tíu leiðum um bætta heilsu sem fjallað er um á samfélagsmiðlum eða öðrum miklum virki ekki. Eyrún segir að nýjar ráðleggingar verði gefnar út formlega í upphafi næsta árs og þar séu til dæmis ný viðmið fyrir fólk sem borðar grænkerafæði [e. vegan]. Matur Heilsa Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Landlæknir vill hækka verð á gosdrykkjum til mikilla muna Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu telur helsta verkfærið í baráttunni gegn aukakílóum geta reynst hækkun verðs á gosdrykkjum. 4. janúar 2021 16:52 „Þetta er í rauninni þvert á það sem við viljum sjá“ Næringarfræðingur mælir gegn því að fólk fari á svokallað kjötætu- eða carnivoremataræði þar sem markmiðið er að borða nær eingöngu kjöt, egg og smjör í þeim tilgangi að bæta heilsufar sitt. Ávallt beri að taka upplýsingum um næringu og mataræði á samfélagsmiðlum með fyrirvara. 26. júlí 2024 06:54 Enginn ávinningur annar en einfaldlega hrært vatn Meistaranemi í næringarfræði segir vörur sem snúast um að hræra upp í vatni enn eitt tískufyrirbrigðið sem sé drifið áfram af markaðsöflum með gylliboðum. Ávinningurinn sé enginn, auk þess sem loforð um virkni séu efnafræðilega ómöguleg. Hún brýnir fyrir fólki að flækja ekki líf sitt að óþörfu en þau sem vilji geti einfaldlega hrært í vatninu sínu sjálf án þess að borga krónu fyrir það. 8. júní 2024 09:20 „Algjörlega mælt gegn því að borða hrátt kjöt“ Næringarfræðingur mælir eindregið gegn því að fólk borði hrátt kjöt vegna örvera sem meltingarflóra mannsins á erfitt með að meðhöndla. 14. mars 2024 22:48 „Hugsum áður en við setjum eitthvað í loftið“ Prófessor í næringarfræði hvetur áhrifavalda sem miðla næringar- og heilsutengdu efni til umhugsunar. Gott sé að staldra við áður en upplýsingar, sem mögulega er enginn fótur fyrir, séu settar í loftið. 11. mars 2024 11:10 Gjörunnin matvæli í lagi stöku sinnum Næringafræðingur segir fólk ekki þurfa að hafa of miklar áhyggjur af áti á svokölluðum gjörunnum matvælum, sem oft eru markaðssett sem heilsuvara. Það sé vissulega betra að borða minna unninn mat - en borði fólk einnig næringarríkt fæði á móti sé ekkert að óttast. 9. september 2023 20:31 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Jóhanna segir embættið í norrænu samstarfi og að norrænar næringarráðleggingar séu uppfærðar á um tíu ára fresti. Í kjölfarið skoði hvert land fyrir sig ráðleggingarnar og skoði hvernig uppfærðar ráðleggingar eigi við og meti hvað eigi við og hvað ekki. „Það eru öll lönd að breyta hjá sér.“ Hún segir landlæknisembættið taka upp breyttar ráðleggingar nærri í heild sinni. Það eina sem sé öðruvísi á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum séu viðmið um D-vítamín. „Það er eina næringarefnið sem við erum með hærri viðmið fyrir,“ segir Jóhanna. Hún segir að í breyttum næringarviðmiðum séu breytt viðmið fyrir nokkur vítamín og steinefni en það breyti því ekki að enn sé hægt að fá ráðlagðan dagsskammt af þeim með því að borða fjölbreytta fæðu daglega. Undantekningin sé þó alltaf D-vítamínið. Það sé erfitt að fá það í mat og vegna lítillar sólar á Íslandi sé ráðlagt að taka það inn daglega. Viðmiðið sé um fimmtán míkrógrömm á dag fyrir tíu til 70 ára og að það samsvari um 600 einingum. Hún segir ekki nóg að drekka til dæmis d-vítamínbætta mjólk daglega. Ef fólk ætlaði að fullnægja þörf fyrir D-vítamíni þyrfti það að drekka um tvo lítra og ekki sé ráðlagt, í ráðleggingunum, að drekka svo mikla mjólk. „Þetta snýst allt um jafnvægi,“ segir Jóhanna en að einnig þurfi fólk að miða við orkuþörf þegar að hugsa um það hvað það ætlar að borða hvern dag. Jóhanna segir greitt aðgengi að nammi og það geti oft reynst fólki erfitt. Næringarfræðingum líka.Vísir/Vilhelm Í nýju norrænu ráðleggingunum er lagt til að borða 350 til 500 grömm af rauðu kjöti á viku. Fyrir hafi það verið 500 grömm og sé þannig enn í íslenskum næringarráðleggingum. Jóhanna segir að embætti landlæknis hafi ekki breytt sínum ráðleggingum hvað varðar einstaka matvæli en að það sé til skoðunar. Þessi breyting sé til að minnka kolefnisspor sem tengist matvælaneyslu. „Þetta snýst kannski um tvær til þrjár kjötmáltíðir á viku. Sem er ekkert hræðilega lítið.“ Ávaxtasafi flokkaður með gosi Hvað varðar sykurinn segir Jóhanna það nýtt í ráðleggingunum að ávaxtasafi sé flokkaður með gosi og öðrum sykruðum drykkjum. „Nú er ávaxtasafi tekinn með, að við ættum ekki að vera að drekka mikinn ávaxtasafa, helst sem minnst,“ segir hún og að nýjar rannsóknir sýni fram á tengsl ávaxtasafa við offitu, sykursýki af gerðinni tvö og aukið kólesteról í blóðinu. Hún segir lítið fjallað um gervisætu í norrænu ráðleggingunum en að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi mikið fjallað um það og mæli ekki með því að nota gervisætu í stað sykurs. „Rannsóknir sýna að það hjálpar ekki við þyngdarstjórnun og eykur jafnvel líkur á hjartasjúkdómum og sykursýki.“ Hún segir best að drekka vatn eða mælir jafnvel með te eða kaffi vilji fólk lifa heilsusamlegu mataræði. „Að drekka orku er svolítið erfitt fyrir líkamann.“ Próteinduft ef maður missir úr máltíð Hvað varðar drykki og máltíðir sem eiga að auka prótein í mataræði segir Jóhanna Eyrún að í rannsóknum á Íslendingum hafi aldrei komið í ljós skortur á próteini. Það sé í mörgum matvælum og Íslendingum virðist ekki skorta það. „Það er helst ef þú missir úr máltíð að það gæti réttlæt að taka próteinduft. Eða ef þú ert „elite“ íþróttamanneskja og ert að fara ð keppa á íþróttamóti. Það eru þá þessar lyftingar og slíkt þar sem fólk gæti þurft auka prótein.“ Hún segir að það sem hafi komið fram í rannsóknum sé að Íslendingar séu sumir ekki að uppfylla þörf um C-vítamín í mataræði og það megi rekja til of lítillar neyslu á grænmeti og ávöxtum. „Við erum heldur ekki að borða nóg af heilkornavörum,“ segir Jóhanna og nefnir hafragraut, hýðishrísgrjón og heilhveitipasta og brauð með kornum og fræjum. Það geti leitt til þess að fólk borði ekki nóg af trefjum líka. Búa til óreiðu og pening Jóhanna segir mörg sóknarfæri í þessu ráðleggingum og að hún vonist til þess að þegar embættið getur út fæðutengdar ráðleggingar þá komi góð umræða um það hvað sé hollt og gott fyrir fólk. Jóhanna segir það merkilegt við nýju viðmiðin hversu lítið þau í raun breytast. Það sé stundum umræða um að slíkar ráðleggingar séu ekki nægilega góðar því það sé miðað við lágmarksþörf. Hún segir slíkar fullyrðingar rangar. Jóhanna segir Íslendinga sumar glíma við C-vítamínskort vegna takmarkaðrar neyslu á ávöxtum og grænmeti.Vísir/Vilhelm „Oft er þetta einhver að búa til pening. Að skapa óreiðuna,“ segir Jóhanna og að þetta sé nokkuð einfalt. Það þurfi að borða grænmeti, fisk og nægilega úr jurtaríkinu. Jóhanna segir ekki ráðlagt að neyta einungis kjöts til dæmis. Líkaminn geti aðlagað sig að slíku mataræði í styttri tíma en til lengri tíma litið sé það algert glapræði. „Við mælum alls ekki með því að þú sért að borða eina fæðutegund,“ segir Jóhanna. Hún segir lykilatriði í fæðuráðlegginginum að borða fjölbreytta fæðu. „Að búa til einhverja nýja bólu, það er oft markaðssetning,“ segir hún og að rannsóknir hafi sýnt að níu af hverjum tíu leiðum um bætta heilsu sem fjallað er um á samfélagsmiðlum eða öðrum miklum virki ekki. Eyrún segir að nýjar ráðleggingar verði gefnar út formlega í upphafi næsta árs og þar séu til dæmis ný viðmið fyrir fólk sem borðar grænkerafæði [e. vegan].
Matur Heilsa Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Landlæknir vill hækka verð á gosdrykkjum til mikilla muna Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu telur helsta verkfærið í baráttunni gegn aukakílóum geta reynst hækkun verðs á gosdrykkjum. 4. janúar 2021 16:52 „Þetta er í rauninni þvert á það sem við viljum sjá“ Næringarfræðingur mælir gegn því að fólk fari á svokallað kjötætu- eða carnivoremataræði þar sem markmiðið er að borða nær eingöngu kjöt, egg og smjör í þeim tilgangi að bæta heilsufar sitt. Ávallt beri að taka upplýsingum um næringu og mataræði á samfélagsmiðlum með fyrirvara. 26. júlí 2024 06:54 Enginn ávinningur annar en einfaldlega hrært vatn Meistaranemi í næringarfræði segir vörur sem snúast um að hræra upp í vatni enn eitt tískufyrirbrigðið sem sé drifið áfram af markaðsöflum með gylliboðum. Ávinningurinn sé enginn, auk þess sem loforð um virkni séu efnafræðilega ómöguleg. Hún brýnir fyrir fólki að flækja ekki líf sitt að óþörfu en þau sem vilji geti einfaldlega hrært í vatninu sínu sjálf án þess að borga krónu fyrir það. 8. júní 2024 09:20 „Algjörlega mælt gegn því að borða hrátt kjöt“ Næringarfræðingur mælir eindregið gegn því að fólk borði hrátt kjöt vegna örvera sem meltingarflóra mannsins á erfitt með að meðhöndla. 14. mars 2024 22:48 „Hugsum áður en við setjum eitthvað í loftið“ Prófessor í næringarfræði hvetur áhrifavalda sem miðla næringar- og heilsutengdu efni til umhugsunar. Gott sé að staldra við áður en upplýsingar, sem mögulega er enginn fótur fyrir, séu settar í loftið. 11. mars 2024 11:10 Gjörunnin matvæli í lagi stöku sinnum Næringafræðingur segir fólk ekki þurfa að hafa of miklar áhyggjur af áti á svokölluðum gjörunnum matvælum, sem oft eru markaðssett sem heilsuvara. Það sé vissulega betra að borða minna unninn mat - en borði fólk einnig næringarríkt fæði á móti sé ekkert að óttast. 9. september 2023 20:31 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Landlæknir vill hækka verð á gosdrykkjum til mikilla muna Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu telur helsta verkfærið í baráttunni gegn aukakílóum geta reynst hækkun verðs á gosdrykkjum. 4. janúar 2021 16:52
„Þetta er í rauninni þvert á það sem við viljum sjá“ Næringarfræðingur mælir gegn því að fólk fari á svokallað kjötætu- eða carnivoremataræði þar sem markmiðið er að borða nær eingöngu kjöt, egg og smjör í þeim tilgangi að bæta heilsufar sitt. Ávallt beri að taka upplýsingum um næringu og mataræði á samfélagsmiðlum með fyrirvara. 26. júlí 2024 06:54
Enginn ávinningur annar en einfaldlega hrært vatn Meistaranemi í næringarfræði segir vörur sem snúast um að hræra upp í vatni enn eitt tískufyrirbrigðið sem sé drifið áfram af markaðsöflum með gylliboðum. Ávinningurinn sé enginn, auk þess sem loforð um virkni séu efnafræðilega ómöguleg. Hún brýnir fyrir fólki að flækja ekki líf sitt að óþörfu en þau sem vilji geti einfaldlega hrært í vatninu sínu sjálf án þess að borga krónu fyrir það. 8. júní 2024 09:20
„Algjörlega mælt gegn því að borða hrátt kjöt“ Næringarfræðingur mælir eindregið gegn því að fólk borði hrátt kjöt vegna örvera sem meltingarflóra mannsins á erfitt með að meðhöndla. 14. mars 2024 22:48
„Hugsum áður en við setjum eitthvað í loftið“ Prófessor í næringarfræði hvetur áhrifavalda sem miðla næringar- og heilsutengdu efni til umhugsunar. Gott sé að staldra við áður en upplýsingar, sem mögulega er enginn fótur fyrir, séu settar í loftið. 11. mars 2024 11:10
Gjörunnin matvæli í lagi stöku sinnum Næringafræðingur segir fólk ekki þurfa að hafa of miklar áhyggjur af áti á svokölluðum gjörunnum matvælum, sem oft eru markaðssett sem heilsuvara. Það sé vissulega betra að borða minna unninn mat - en borði fólk einnig næringarríkt fæði á móti sé ekkert að óttast. 9. september 2023 20:31