Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 22:06 Ráðherra boðaði í dag miklar breytingar á námsgagnakerfinu. Vísir/Arnar Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. Í fjölmörg ár hefur fyrirkomulagið á útgáfu námsgagna sætt gagnrýni og námsgögnin sjálf sögð úrelt. Í laugarlækjaskóla í dag fór fram málstofa um námsgögn en barnamálaráðherra nýtti tækifærið og kynnti heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna. Fjárframlög til námsgagnasjóðs og þróunarsjóðs námsgagna verða tvöfölduð frá árinu 2025. „Ný heildarlög um námsgögn fela í sér einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu og umgjörð hennar í áratugi, bæði varðandi setningu gæðaviðmiða, útgáfuáætlanir og svo er tónlistarskólanámsefni í fyrsta sinn að koma inn, og svo framvegis, og framvegis,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra. Þá er lagt til að nemendum í framhaldsskóla, fram að átján ára aldri, standi til boða gjaldfrjáls námsgögn. Það vakti athygli á dögunum þegar háskólaráðherra setti í Morgunblaðspistli, spurningamerki við hvort gjaldfrjáls námsgögn væru skynsamleg nýting fjármuna. Barnamálaráðherra óttast ekki að þetta skref auki á togstreituna innan stjórnarheimilisins. „Ja, Það er búið að afgreiða þetta mál í ríkisstjórn og ég reikna með því að mæla fyrir því á fyrstu dögum þingsins. Við erum með frátekið fjármagn til að stíga fyrstu skrefin og ég treysti því að Alþingi Íslendinga sé það framsýnt og framsækið að það sé tilbúið til að styðja þessar breytingar.“ Heiðar Ingi, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, fagnar því að nú sé loks að horfa til betri vegar í námsgagnaútgáfu.vísir/arnar „Alvarlega vanfjármagnað“ kerfi Heiðar Ingi Svansson, formaður félags bókaútgefenda fagnar þessu skrefi. Úreld námsgögn séu grafalvarlegt vandamál. „Þetta er bara búið að vera mjög slæmt fyrir íslenskt samfélag. Þetta er samfélagslegt mein og samfélagslegt vandamál. Þetta er ekki einkavandamál okkar hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, þetta er samfélagslegt vandamál og það hefur gengið mjög erfiðlega, þangað til núna, að fá stjórnvöld til að taka alvarlega og núna erum við að stíga hér ákveðin skref og við fögnum þeim mjög en þau eru löngu tímabær. Og vonandi mun frekara fjármagn fylgja því þetta er alvarlega undirfjármagnað, þetta kerfi og fyrirkomulag námsbókaútgáfu á Íslandi.“ Geta í auknum mæli keypt stafrænar nýjungar Með breytingunum geta skólar líka í auknum mæli keypt stafrænar menntatæknilausnir, líkt og það sem fyrirtækið Kunnátta býður upp á, og notfært sér til dæmis gervigreindargluggann sem er örugg leið fyrir nemendur til að læra inn á gervigreind. Þeir Bergmann Guðmundsson og Hans Rúnar eru stofnendur fyrirtækisins Kunnátta. Þeir hafa búið til nokkrar menntatæknilausnir, til dæmis í íslensku og fyrir sérkennslu. Þá hafa þeir þróað lausn sem gefur nemendum tækifæri til að læra á gervigreind. „Þar sem nemendur geta farið inn án þess að skrá sig inn og lært að nota gervigreindina á öruggan hátt,“ segir Bergmann. Þar er ekkert persónugreinanlegt eða rekjanlegt? „Nei, það eru engin gögn greind þarna inni sem vísa á nemanda,“ segir Bergmann. Bókaútgáfa Stafræn þróun Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Bókmenntir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Í fjölmörg ár hefur fyrirkomulagið á útgáfu námsgagna sætt gagnrýni og námsgögnin sjálf sögð úrelt. Í laugarlækjaskóla í dag fór fram málstofa um námsgögn en barnamálaráðherra nýtti tækifærið og kynnti heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna. Fjárframlög til námsgagnasjóðs og þróunarsjóðs námsgagna verða tvöfölduð frá árinu 2025. „Ný heildarlög um námsgögn fela í sér einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu og umgjörð hennar í áratugi, bæði varðandi setningu gæðaviðmiða, útgáfuáætlanir og svo er tónlistarskólanámsefni í fyrsta sinn að koma inn, og svo framvegis, og framvegis,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra. Þá er lagt til að nemendum í framhaldsskóla, fram að átján ára aldri, standi til boða gjaldfrjáls námsgögn. Það vakti athygli á dögunum þegar háskólaráðherra setti í Morgunblaðspistli, spurningamerki við hvort gjaldfrjáls námsgögn væru skynsamleg nýting fjármuna. Barnamálaráðherra óttast ekki að þetta skref auki á togstreituna innan stjórnarheimilisins. „Ja, Það er búið að afgreiða þetta mál í ríkisstjórn og ég reikna með því að mæla fyrir því á fyrstu dögum þingsins. Við erum með frátekið fjármagn til að stíga fyrstu skrefin og ég treysti því að Alþingi Íslendinga sé það framsýnt og framsækið að það sé tilbúið til að styðja þessar breytingar.“ Heiðar Ingi, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, fagnar því að nú sé loks að horfa til betri vegar í námsgagnaútgáfu.vísir/arnar „Alvarlega vanfjármagnað“ kerfi Heiðar Ingi Svansson, formaður félags bókaútgefenda fagnar þessu skrefi. Úreld námsgögn séu grafalvarlegt vandamál. „Þetta er bara búið að vera mjög slæmt fyrir íslenskt samfélag. Þetta er samfélagslegt mein og samfélagslegt vandamál. Þetta er ekki einkavandamál okkar hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, þetta er samfélagslegt vandamál og það hefur gengið mjög erfiðlega, þangað til núna, að fá stjórnvöld til að taka alvarlega og núna erum við að stíga hér ákveðin skref og við fögnum þeim mjög en þau eru löngu tímabær. Og vonandi mun frekara fjármagn fylgja því þetta er alvarlega undirfjármagnað, þetta kerfi og fyrirkomulag námsbókaútgáfu á Íslandi.“ Geta í auknum mæli keypt stafrænar nýjungar Með breytingunum geta skólar líka í auknum mæli keypt stafrænar menntatæknilausnir, líkt og það sem fyrirtækið Kunnátta býður upp á, og notfært sér til dæmis gervigreindargluggann sem er örugg leið fyrir nemendur til að læra inn á gervigreind. Þeir Bergmann Guðmundsson og Hans Rúnar eru stofnendur fyrirtækisins Kunnátta. Þeir hafa búið til nokkrar menntatæknilausnir, til dæmis í íslensku og fyrir sérkennslu. Þá hafa þeir þróað lausn sem gefur nemendum tækifæri til að læra á gervigreind. „Þar sem nemendur geta farið inn án þess að skrá sig inn og lært að nota gervigreindina á öruggan hátt,“ segir Bergmann. Þar er ekkert persónugreinanlegt eða rekjanlegt? „Nei, það eru engin gögn greind þarna inni sem vísa á nemanda,“ segir Bergmann.
Bókaútgáfa Stafræn þróun Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Bókmenntir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira