Stjórnlaus sprenging í bílastæðagjöldum við náttúruperlur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 21:08 Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri segir ný bílastæðagjöld nánast daglegt brauð við náttúruperlur landsins. Mikilvægt sé að koma böndum á þessa þróun. Vísir/Arnar Á fáeinum árum hefur orðið sprenging í bílastæðagjöldum við margar af helstu náttúruperlum landsins. Ferðamálastjóri segir stjórnleysi ríkja í málaflokknum og gjöldin leggist misvel í landann. Nauðsynlegt sé að koma böndum á þessa þróun. Bílastæðagjöld hafa sprottið upp eins og gorkúlur við margar helstu náttúruperlur landsins undanfarin ár. Slík gjöld eru til dæmis við Þingvelli, Landmannalaugar, Fjaðrárgljúfur, Jökulsárlón, Skaftafell, Reynisfjöru og Reykjadal svo fátt eitt sé nefnt. Við lauslega rannsókn fréttastofu í dag kom í ljós að bílastæðagjöld hafa verið tekin upp á næstum þrjátíu vinsælum ferðamannastöðum á fáeinum árum. Oftast er rukkað um þúsund krónur fyrir fólksbíl. Gjöldin hækka svo fyrir stærri bíla. Ferðamannastaðir þar sem rukkað er bílastæðagjald.vísir Ný gjöld næstum daglega Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri segir mikilvægt að koma böndum á þessa þróun. „Þetta hefur gerst mjög hratt og ný bílastæðagjöld koma nánast daglega upp vítt og breitt um landið. Miðað við hraðann og þróunina þarf að koma böndum á þetta sem fyrst,“ segir hann. Félag íslenskra bifreiðaeigenda benti í vor á ófremdarástand í málaflokknum á höfuðborgarsvæðinu. Ástandinu var líkt við frumskóg þar sem sífellt fleiri fyrirtæki rukki fyrir stæði á mismunandi máta. Neytendastofa ákvað í framhaldinu að rannsaka gjaldtökuna. Skýra þurfi hlutverk og ábyrgð Arnar lýsir svipuðu ástandi á ferðamannastöðum vítt og breytt um landið. „Sumir líkja ástandinu við villta vestrið, aðrir stjórnleysi og kaos. Ég get tekið undir þetta allt. Það þarf að skýra hlutverk og ábyrgð þeirra sem standa fyrir þessum rukkunum,“ segir hann. Arnar segir að ný ferðamálastefna og aðgerðaráætlun stjórnvalda geri ráð fyrir að tekið sé á málinu. „Þar er komið inn á þessi mál. Það er verið að ýta aðgerðum úr vör. Ég á von á því að fljótlega skýrist þessi mál af einhverju leyti,“ segir hann. Hvergi er hægt að finna á einum stað upplýsingar um hvar eigi að greiða bílastæðagjald við náttúruperlur. Þá er afar misjafnt hvort ferðamannastaðirnir gefa upp upplýsingar um gjaldtökuna. Aðspurður segir Arnar æskilegt að hægt væri að nálgast slíkar upplýsingar á einum stað. „Það þarf að ákveða hvar best er að safna upplýsingum um bílastæðagjöld í náttúru Íslands. Hvort það eigi að gera það hér á Ferðamálastofu, hjá Vegagerðinni eða Visit Iceland. Þetta er meðal þess sem ætti að skýrast í aðgerðaráætlun stjórnvalda,“ segir hann. Pirraðir Íslendingar Hann telur Íslendinga almennt ósátta við þessa þróun. „Það er ekki búið að gera sérstaka viðhorfkönnun um þetta mál hér á landi. Ég heyri hins vegar og sé á samfélagsmiðlum að þetta fer misvel í landann,“ segir hann og bætir við: Fólk vill geta ferðast um landið sitt frjálst og óáreitt án þess að þurfa að greiða í hvert skipti sem það stoppar bílinn. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Bílastæðagjöld hafa sprottið upp eins og gorkúlur við margar helstu náttúruperlur landsins undanfarin ár. Slík gjöld eru til dæmis við Þingvelli, Landmannalaugar, Fjaðrárgljúfur, Jökulsárlón, Skaftafell, Reynisfjöru og Reykjadal svo fátt eitt sé nefnt. Við lauslega rannsókn fréttastofu í dag kom í ljós að bílastæðagjöld hafa verið tekin upp á næstum þrjátíu vinsælum ferðamannastöðum á fáeinum árum. Oftast er rukkað um þúsund krónur fyrir fólksbíl. Gjöldin hækka svo fyrir stærri bíla. Ferðamannastaðir þar sem rukkað er bílastæðagjald.vísir Ný gjöld næstum daglega Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri segir mikilvægt að koma böndum á þessa þróun. „Þetta hefur gerst mjög hratt og ný bílastæðagjöld koma nánast daglega upp vítt og breitt um landið. Miðað við hraðann og þróunina þarf að koma böndum á þetta sem fyrst,“ segir hann. Félag íslenskra bifreiðaeigenda benti í vor á ófremdarástand í málaflokknum á höfuðborgarsvæðinu. Ástandinu var líkt við frumskóg þar sem sífellt fleiri fyrirtæki rukki fyrir stæði á mismunandi máta. Neytendastofa ákvað í framhaldinu að rannsaka gjaldtökuna. Skýra þurfi hlutverk og ábyrgð Arnar lýsir svipuðu ástandi á ferðamannastöðum vítt og breytt um landið. „Sumir líkja ástandinu við villta vestrið, aðrir stjórnleysi og kaos. Ég get tekið undir þetta allt. Það þarf að skýra hlutverk og ábyrgð þeirra sem standa fyrir þessum rukkunum,“ segir hann. Arnar segir að ný ferðamálastefna og aðgerðaráætlun stjórnvalda geri ráð fyrir að tekið sé á málinu. „Þar er komið inn á þessi mál. Það er verið að ýta aðgerðum úr vör. Ég á von á því að fljótlega skýrist þessi mál af einhverju leyti,“ segir hann. Hvergi er hægt að finna á einum stað upplýsingar um hvar eigi að greiða bílastæðagjald við náttúruperlur. Þá er afar misjafnt hvort ferðamannastaðirnir gefa upp upplýsingar um gjaldtökuna. Aðspurður segir Arnar æskilegt að hægt væri að nálgast slíkar upplýsingar á einum stað. „Það þarf að ákveða hvar best er að safna upplýsingum um bílastæðagjöld í náttúru Íslands. Hvort það eigi að gera það hér á Ferðamálastofu, hjá Vegagerðinni eða Visit Iceland. Þetta er meðal þess sem ætti að skýrast í aðgerðaráætlun stjórnvalda,“ segir hann. Pirraðir Íslendingar Hann telur Íslendinga almennt ósátta við þessa þróun. „Það er ekki búið að gera sérstaka viðhorfkönnun um þetta mál hér á landi. Ég heyri hins vegar og sé á samfélagsmiðlum að þetta fer misvel í landann,“ segir hann og bætir við: Fólk vill geta ferðast um landið sitt frjálst og óáreitt án þess að þurfa að greiða í hvert skipti sem það stoppar bílinn.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira