„Það eru allir með ADHD“ Tómas Páll Þorvaldsson skrifar 19. ágúst 2024 08:25 Sú mýta virðist lífseig hér á landi að annar hver Íslendingur sé með ADHD og varla þurfi að líta á ADHD sem eitthvað vandamál, það eru jú allir með það. Þessi mýta hljómar saklaus en þegar betur er að gáð getur hún haft neikvæðar afleiðingar fyrir þá sem eru með ADHD. En hvers vegna? Margir einstaklingar með ADHD búa yfir svipaðri reynslu þegar kemur að viðbrögðum við hegðun þeirra og lýsa því að heyra endurtekið að þeir eigi að hegða sér öðruvísi. Einstaklingurinn á að: „hlusta“, „vera kyrr“, „hafa hljóð“, „vanda sig betur“, „ekki gleyma“, „ekki grípa fram í“, „vera rólegri“, „passa hvað hann segir“, svo dæmi séu tekin. Það er vel þekkt að einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með hluti sem krefjast þess að athygli sé viðhaldið. Þeir sem ekki eru með ADHD taka því hins vegar oft sem sjálfsögðum hlut að halda þræði í samræðum, horfa á sjónvarpið, læsa útidyrahurðinni eða klára verkefni í vinnu eða skóla. Í því geta hins vegar falist mikil átök fyrir einstakling með ADHD, átök sem oft er frestað eða forðast að takast á við. Þennan breytileika frá „venjulegri hegðun“ upplifir einstaklingur með ADHD oft sem gagnrýni. Foreldrar, kennarar, þjálfarar, vinir og aðrir átta sig þó oft ekki á hvaða afleiðingar viðbrögð þeirra kunna að hafa og eru oftast aðeins að reyna að hjálpa til. Staðreyndin er hins vegar sú, að verði gagnrýni á einstakling með ADHD of mikil reynir viðkomandi einstaklingur oft að aðlaga sig að umhverfinu. „Ég reyni bara að vera eins og hinir, vera „venjulegur“. Það getur reynst mörgum ágætlega en fyrir aðra getur það þó haft neikvæð áhrif í för með sér. Til dæmis getur einstaklingur með ADHD orðið mjög gagnrýninn í eigin garð og dregið sig niður fyrir eigin hegðun í von um að læra af reynslunni. Ef einstaklingur fer að leggja mikla áherslu á að vanda sig í félagslegum aðstæðum getur viðkomandi jafnvel þróað með sér félagsfælni og fari einstaklingur þá leið að vera viss um að gleyma engu, með því að margendurtaka ákveðnar athafnir, getur hann þróað með sér þráhyggju- og árátturöskun. Verði einstaklingur mjög gagnrýninn í eigin garð fyrir að standa sig ekki nægilega vel gæti það einnig ýtt undir möguleikann á þunglyndi. Framangreint á þó ekki við um alla einstaklinga með ADHD og aðrir geta vissulega þróað þessi vandamál með sér. Greinarhöfundur er sálfræðingur og hefur unnið mikið með einstaklingum með ADHD. Algeng frásögn er á þá leið að tiltekinn einstakling grunar að hann sé með ADHD. Viðkomandi fer í ADHD greiningu og grunurinn er staðfestur. Sá hinn sami ræðir við aðstandendur, vinnustaðinn og vinahópinn um niðurstöður greiningar og hver eru viðbrögðin? Jú, eins og mýtan segir: „Ha, þú? Eru ekki allir komnir með þetta ADHD í dag?“, „Þetta breytir engu, þér gekk ágætlega í skóla, þú ert ekkert með ADHD“. Þar af leiðandi getur einstaklingur, sem hefur þurft að þola gagnrýni og neikvæð viðbrögð við hegðun sinni frá unga aldri, enn og aftur upplifað neikvæð viðbrögð á því hver hann er og hvernig hann er. Pössum okkur á að detta ekki í þá gryfju að halda að „allir séu með ADHD“ og leiðréttum þessa mýtu. Gerum betur, styðjum frekar en að gagnrýna því það eru ekki allir með ADHD og ADHD hefur vissulega áhrif á þá sem með það eru. Höfundur er sálfræðingur hjá Kvíðaklíníkinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sú mýta virðist lífseig hér á landi að annar hver Íslendingur sé með ADHD og varla þurfi að líta á ADHD sem eitthvað vandamál, það eru jú allir með það. Þessi mýta hljómar saklaus en þegar betur er að gáð getur hún haft neikvæðar afleiðingar fyrir þá sem eru með ADHD. En hvers vegna? Margir einstaklingar með ADHD búa yfir svipaðri reynslu þegar kemur að viðbrögðum við hegðun þeirra og lýsa því að heyra endurtekið að þeir eigi að hegða sér öðruvísi. Einstaklingurinn á að: „hlusta“, „vera kyrr“, „hafa hljóð“, „vanda sig betur“, „ekki gleyma“, „ekki grípa fram í“, „vera rólegri“, „passa hvað hann segir“, svo dæmi séu tekin. Það er vel þekkt að einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með hluti sem krefjast þess að athygli sé viðhaldið. Þeir sem ekki eru með ADHD taka því hins vegar oft sem sjálfsögðum hlut að halda þræði í samræðum, horfa á sjónvarpið, læsa útidyrahurðinni eða klára verkefni í vinnu eða skóla. Í því geta hins vegar falist mikil átök fyrir einstakling með ADHD, átök sem oft er frestað eða forðast að takast á við. Þennan breytileika frá „venjulegri hegðun“ upplifir einstaklingur með ADHD oft sem gagnrýni. Foreldrar, kennarar, þjálfarar, vinir og aðrir átta sig þó oft ekki á hvaða afleiðingar viðbrögð þeirra kunna að hafa og eru oftast aðeins að reyna að hjálpa til. Staðreyndin er hins vegar sú, að verði gagnrýni á einstakling með ADHD of mikil reynir viðkomandi einstaklingur oft að aðlaga sig að umhverfinu. „Ég reyni bara að vera eins og hinir, vera „venjulegur“. Það getur reynst mörgum ágætlega en fyrir aðra getur það þó haft neikvæð áhrif í för með sér. Til dæmis getur einstaklingur með ADHD orðið mjög gagnrýninn í eigin garð og dregið sig niður fyrir eigin hegðun í von um að læra af reynslunni. Ef einstaklingur fer að leggja mikla áherslu á að vanda sig í félagslegum aðstæðum getur viðkomandi jafnvel þróað með sér félagsfælni og fari einstaklingur þá leið að vera viss um að gleyma engu, með því að margendurtaka ákveðnar athafnir, getur hann þróað með sér þráhyggju- og árátturöskun. Verði einstaklingur mjög gagnrýninn í eigin garð fyrir að standa sig ekki nægilega vel gæti það einnig ýtt undir möguleikann á þunglyndi. Framangreint á þó ekki við um alla einstaklinga með ADHD og aðrir geta vissulega þróað þessi vandamál með sér. Greinarhöfundur er sálfræðingur og hefur unnið mikið með einstaklingum með ADHD. Algeng frásögn er á þá leið að tiltekinn einstakling grunar að hann sé með ADHD. Viðkomandi fer í ADHD greiningu og grunurinn er staðfestur. Sá hinn sami ræðir við aðstandendur, vinnustaðinn og vinahópinn um niðurstöður greiningar og hver eru viðbrögðin? Jú, eins og mýtan segir: „Ha, þú? Eru ekki allir komnir með þetta ADHD í dag?“, „Þetta breytir engu, þér gekk ágætlega í skóla, þú ert ekkert með ADHD“. Þar af leiðandi getur einstaklingur, sem hefur þurft að þola gagnrýni og neikvæð viðbrögð við hegðun sinni frá unga aldri, enn og aftur upplifað neikvæð viðbrögð á því hver hann er og hvernig hann er. Pössum okkur á að detta ekki í þá gryfju að halda að „allir séu með ADHD“ og leiðréttum þessa mýtu. Gerum betur, styðjum frekar en að gagnrýna því það eru ekki allir með ADHD og ADHD hefur vissulega áhrif á þá sem með það eru. Höfundur er sálfræðingur hjá Kvíðaklíníkinni.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun