„Það eru allir með ADHD“ Tómas Páll Þorvaldsson skrifar 19. ágúst 2024 08:25 Sú mýta virðist lífseig hér á landi að annar hver Íslendingur sé með ADHD og varla þurfi að líta á ADHD sem eitthvað vandamál, það eru jú allir með það. Þessi mýta hljómar saklaus en þegar betur er að gáð getur hún haft neikvæðar afleiðingar fyrir þá sem eru með ADHD. En hvers vegna? Margir einstaklingar með ADHD búa yfir svipaðri reynslu þegar kemur að viðbrögðum við hegðun þeirra og lýsa því að heyra endurtekið að þeir eigi að hegða sér öðruvísi. Einstaklingurinn á að: „hlusta“, „vera kyrr“, „hafa hljóð“, „vanda sig betur“, „ekki gleyma“, „ekki grípa fram í“, „vera rólegri“, „passa hvað hann segir“, svo dæmi séu tekin. Það er vel þekkt að einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með hluti sem krefjast þess að athygli sé viðhaldið. Þeir sem ekki eru með ADHD taka því hins vegar oft sem sjálfsögðum hlut að halda þræði í samræðum, horfa á sjónvarpið, læsa útidyrahurðinni eða klára verkefni í vinnu eða skóla. Í því geta hins vegar falist mikil átök fyrir einstakling með ADHD, átök sem oft er frestað eða forðast að takast á við. Þennan breytileika frá „venjulegri hegðun“ upplifir einstaklingur með ADHD oft sem gagnrýni. Foreldrar, kennarar, þjálfarar, vinir og aðrir átta sig þó oft ekki á hvaða afleiðingar viðbrögð þeirra kunna að hafa og eru oftast aðeins að reyna að hjálpa til. Staðreyndin er hins vegar sú, að verði gagnrýni á einstakling með ADHD of mikil reynir viðkomandi einstaklingur oft að aðlaga sig að umhverfinu. „Ég reyni bara að vera eins og hinir, vera „venjulegur“. Það getur reynst mörgum ágætlega en fyrir aðra getur það þó haft neikvæð áhrif í för með sér. Til dæmis getur einstaklingur með ADHD orðið mjög gagnrýninn í eigin garð og dregið sig niður fyrir eigin hegðun í von um að læra af reynslunni. Ef einstaklingur fer að leggja mikla áherslu á að vanda sig í félagslegum aðstæðum getur viðkomandi jafnvel þróað með sér félagsfælni og fari einstaklingur þá leið að vera viss um að gleyma engu, með því að margendurtaka ákveðnar athafnir, getur hann þróað með sér þráhyggju- og árátturöskun. Verði einstaklingur mjög gagnrýninn í eigin garð fyrir að standa sig ekki nægilega vel gæti það einnig ýtt undir möguleikann á þunglyndi. Framangreint á þó ekki við um alla einstaklinga með ADHD og aðrir geta vissulega þróað þessi vandamál með sér. Greinarhöfundur er sálfræðingur og hefur unnið mikið með einstaklingum með ADHD. Algeng frásögn er á þá leið að tiltekinn einstakling grunar að hann sé með ADHD. Viðkomandi fer í ADHD greiningu og grunurinn er staðfestur. Sá hinn sami ræðir við aðstandendur, vinnustaðinn og vinahópinn um niðurstöður greiningar og hver eru viðbrögðin? Jú, eins og mýtan segir: „Ha, þú? Eru ekki allir komnir með þetta ADHD í dag?“, „Þetta breytir engu, þér gekk ágætlega í skóla, þú ert ekkert með ADHD“. Þar af leiðandi getur einstaklingur, sem hefur þurft að þola gagnrýni og neikvæð viðbrögð við hegðun sinni frá unga aldri, enn og aftur upplifað neikvæð viðbrögð á því hver hann er og hvernig hann er. Pössum okkur á að detta ekki í þá gryfju að halda að „allir séu með ADHD“ og leiðréttum þessa mýtu. Gerum betur, styðjum frekar en að gagnrýna því það eru ekki allir með ADHD og ADHD hefur vissulega áhrif á þá sem með það eru. Höfundur er sálfræðingur hjá Kvíðaklíníkinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Sú mýta virðist lífseig hér á landi að annar hver Íslendingur sé með ADHD og varla þurfi að líta á ADHD sem eitthvað vandamál, það eru jú allir með það. Þessi mýta hljómar saklaus en þegar betur er að gáð getur hún haft neikvæðar afleiðingar fyrir þá sem eru með ADHD. En hvers vegna? Margir einstaklingar með ADHD búa yfir svipaðri reynslu þegar kemur að viðbrögðum við hegðun þeirra og lýsa því að heyra endurtekið að þeir eigi að hegða sér öðruvísi. Einstaklingurinn á að: „hlusta“, „vera kyrr“, „hafa hljóð“, „vanda sig betur“, „ekki gleyma“, „ekki grípa fram í“, „vera rólegri“, „passa hvað hann segir“, svo dæmi séu tekin. Það er vel þekkt að einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með hluti sem krefjast þess að athygli sé viðhaldið. Þeir sem ekki eru með ADHD taka því hins vegar oft sem sjálfsögðum hlut að halda þræði í samræðum, horfa á sjónvarpið, læsa útidyrahurðinni eða klára verkefni í vinnu eða skóla. Í því geta hins vegar falist mikil átök fyrir einstakling með ADHD, átök sem oft er frestað eða forðast að takast á við. Þennan breytileika frá „venjulegri hegðun“ upplifir einstaklingur með ADHD oft sem gagnrýni. Foreldrar, kennarar, þjálfarar, vinir og aðrir átta sig þó oft ekki á hvaða afleiðingar viðbrögð þeirra kunna að hafa og eru oftast aðeins að reyna að hjálpa til. Staðreyndin er hins vegar sú, að verði gagnrýni á einstakling með ADHD of mikil reynir viðkomandi einstaklingur oft að aðlaga sig að umhverfinu. „Ég reyni bara að vera eins og hinir, vera „venjulegur“. Það getur reynst mörgum ágætlega en fyrir aðra getur það þó haft neikvæð áhrif í för með sér. Til dæmis getur einstaklingur með ADHD orðið mjög gagnrýninn í eigin garð og dregið sig niður fyrir eigin hegðun í von um að læra af reynslunni. Ef einstaklingur fer að leggja mikla áherslu á að vanda sig í félagslegum aðstæðum getur viðkomandi jafnvel þróað með sér félagsfælni og fari einstaklingur þá leið að vera viss um að gleyma engu, með því að margendurtaka ákveðnar athafnir, getur hann þróað með sér þráhyggju- og árátturöskun. Verði einstaklingur mjög gagnrýninn í eigin garð fyrir að standa sig ekki nægilega vel gæti það einnig ýtt undir möguleikann á þunglyndi. Framangreint á þó ekki við um alla einstaklinga með ADHD og aðrir geta vissulega þróað þessi vandamál með sér. Greinarhöfundur er sálfræðingur og hefur unnið mikið með einstaklingum með ADHD. Algeng frásögn er á þá leið að tiltekinn einstakling grunar að hann sé með ADHD. Viðkomandi fer í ADHD greiningu og grunurinn er staðfestur. Sá hinn sami ræðir við aðstandendur, vinnustaðinn og vinahópinn um niðurstöður greiningar og hver eru viðbrögðin? Jú, eins og mýtan segir: „Ha, þú? Eru ekki allir komnir með þetta ADHD í dag?“, „Þetta breytir engu, þér gekk ágætlega í skóla, þú ert ekkert með ADHD“. Þar af leiðandi getur einstaklingur, sem hefur þurft að þola gagnrýni og neikvæð viðbrögð við hegðun sinni frá unga aldri, enn og aftur upplifað neikvæð viðbrögð á því hver hann er og hvernig hann er. Pössum okkur á að detta ekki í þá gryfju að halda að „allir séu með ADHD“ og leiðréttum þessa mýtu. Gerum betur, styðjum frekar en að gagnrýna því það eru ekki allir með ADHD og ADHD hefur vissulega áhrif á þá sem með það eru. Höfundur er sálfræðingur hjá Kvíðaklíníkinni.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun