Blinken segir komið að ögurstundu í samningaviðræðunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. ágúst 2024 07:20 Blinken og Herzog á blaðamannafundi í morgun. AP/Kevin Mohatt Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir komið að ögurstundu í friðarviðræðum Ísrael og Hamas og nú sé mögulega lokatækifærið til að semja um lausn gíslanna sem Hamas tóku fanga í árásum sínum 7. október síðastliðinn. Blinken er staddur í Ísrael, þar sem hann hefur þegar fundað með forsetanum Isaac Herzog og mun funda síðar í dag með forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu. Samkvæmt Agence France-Presse sagði Blinken á blaðamannafundi með Herzog að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði gert hann út af örkinni til að freista þess að þoka samningi að og vonandi yfir línuna. „Það er tímabært að ljúka þessu,“ sagði Blinken. Hann sagði einnig tímabært að tryggja að enginn gripi til aðgerða sem gætu gert út af við viðræðurnar, að það yrðu engar ögranir, engin stigmögnun. Báðir aðilar hafa sakað hinn um að ganga að samningaborðinu með eitthvað allt annað í huga en að ná fram friði og þá hafa báðir sömuleiðis sakað hinn um að leggja fram nýja og nýjar kröfur sem ekki er hægt að mæta. Hamas-liðar eru sagðir hafa áhyggjur af því að Ísraelar muni halda hernaðaraðgerðum sínum á Gasa áfram þegar búið er að sleppa flestum gíslunum en Ísraelsmenn hafa gert kröfu um að viðhafa áfram hernaðarviðbúnað á landamærum Gasa og Egyptalands. Netanyahu sætir miklum þrýstingi heima fyrir, þar sem ættingjar gíslanna kalla eftir tafarlausum aðgerðum til að stuðla að lausn þeirra og stór hluti almennings vill forsætisráðherrann frá. Á sama tíma vilja sumir samstarfsmanna hans í ríkisstjórn ekki sjá neitt gefið eftir í viðræðum við Hamas. Málið vandaðist enn á dögunum þegar Hamas ákvað að gera Yahya Sinwar, manninn sem er sagður „arkítekt“ árásanna 7. október að pólitískum leiðtoga sínum eftir að Ismail Haniyeh var ráðinn af dögum í Tehran. Sinwar, sem er talinn í felum á Gasa, er þannig maðurinn sem situr andspænis Ísrael við samningaborðið á sama tíma og það er eitt af yfirlýstum markmiðum stjórnvalda þar í landi að koma honum fyrir kattarnef. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Blinken er staddur í Ísrael, þar sem hann hefur þegar fundað með forsetanum Isaac Herzog og mun funda síðar í dag með forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu. Samkvæmt Agence France-Presse sagði Blinken á blaðamannafundi með Herzog að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði gert hann út af örkinni til að freista þess að þoka samningi að og vonandi yfir línuna. „Það er tímabært að ljúka þessu,“ sagði Blinken. Hann sagði einnig tímabært að tryggja að enginn gripi til aðgerða sem gætu gert út af við viðræðurnar, að það yrðu engar ögranir, engin stigmögnun. Báðir aðilar hafa sakað hinn um að ganga að samningaborðinu með eitthvað allt annað í huga en að ná fram friði og þá hafa báðir sömuleiðis sakað hinn um að leggja fram nýja og nýjar kröfur sem ekki er hægt að mæta. Hamas-liðar eru sagðir hafa áhyggjur af því að Ísraelar muni halda hernaðaraðgerðum sínum á Gasa áfram þegar búið er að sleppa flestum gíslunum en Ísraelsmenn hafa gert kröfu um að viðhafa áfram hernaðarviðbúnað á landamærum Gasa og Egyptalands. Netanyahu sætir miklum þrýstingi heima fyrir, þar sem ættingjar gíslanna kalla eftir tafarlausum aðgerðum til að stuðla að lausn þeirra og stór hluti almennings vill forsætisráðherrann frá. Á sama tíma vilja sumir samstarfsmanna hans í ríkisstjórn ekki sjá neitt gefið eftir í viðræðum við Hamas. Málið vandaðist enn á dögunum þegar Hamas ákvað að gera Yahya Sinwar, manninn sem er sagður „arkítekt“ árásanna 7. október að pólitískum leiðtoga sínum eftir að Ismail Haniyeh var ráðinn af dögum í Tehran. Sinwar, sem er talinn í felum á Gasa, er þannig maðurinn sem situr andspænis Ísrael við samningaborðið á sama tíma og það er eitt af yfirlýstum markmiðum stjórnvalda þar í landi að koma honum fyrir kattarnef.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira