Ólympíufari á yfirsnúningi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 10:01 Það er mjög mikið að gera hjá sundkappanum þessa dagana. Már Gunnarsson undirbýr þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra í Paris á sama tíma og hann vinnur að plötu og tónleikum. @margunnarsson Már Gunnarsson er einn af fimm íslenskum keppendum á Ólympíumóti fatlaðra í París sem hefst í næstu viku. Már keppir þar í sundi eins og þau Sonja Sigurðardóttir, Thelma Björg Björnsdóttir og Róbert Ísak Jónsson. Ingeborg Eide Garðarsdóttir keppir svo í frjálsum íþróttum. Þetta verða aðrir leikar Más en hann keppti einnig á Ólympíumóti fatlaðra í Tokýó 2021 þar sem hann náði fimmta sæti og vantaði þá aðeins sekúndu upp á það að ná gullverðlaununum. Már mun keppa í 100 metra baksundi á leikunum í París en hann viðurkennir að það sé svolítið mikið að gera hjá honum þessa dagana. Þegar hann telur upp það sem er í gangi hjá sér þá geta flestir tekið undir það að það sé nóg að gera hjá þessum öfluga íþrótta- og tónlistarmanni. „Hér skal það viðurkennt að ég á það til að vera smá ofvirkur. Líf mitt er á yfirsnúningi þar sem ég er að æfa stíft fyrir keppni á mínum öðrum Ólympíuleikum, brottför eftir sex daga,“ skrifar Már í færslu á samfélagsmiðlum. Jú, sundkappinn er ekki bara að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika því hann er einnig að taka upp plötu og skipuleggja þrenna stórtónleika ásamt stórsveit Royal Northern College. „Það er svo mikið að gera en mér þykir það svo gaman,“ skrifar Már. „Ég hlakka til að keppa fyrir Íslands hönd fyrsta september, fara síðan til Manchester og koma heim í nóvember ásamt þrjátíu manna stórhljómsveit og halda tónleika, ólíkt öllu sem ég hef gert áður,“ skrifar Már eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Már (@margunnarsson) Ólympíumót fatlaðra Sund Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Sjá meira
Már keppir þar í sundi eins og þau Sonja Sigurðardóttir, Thelma Björg Björnsdóttir og Róbert Ísak Jónsson. Ingeborg Eide Garðarsdóttir keppir svo í frjálsum íþróttum. Þetta verða aðrir leikar Más en hann keppti einnig á Ólympíumóti fatlaðra í Tokýó 2021 þar sem hann náði fimmta sæti og vantaði þá aðeins sekúndu upp á það að ná gullverðlaununum. Már mun keppa í 100 metra baksundi á leikunum í París en hann viðurkennir að það sé svolítið mikið að gera hjá honum þessa dagana. Þegar hann telur upp það sem er í gangi hjá sér þá geta flestir tekið undir það að það sé nóg að gera hjá þessum öfluga íþrótta- og tónlistarmanni. „Hér skal það viðurkennt að ég á það til að vera smá ofvirkur. Líf mitt er á yfirsnúningi þar sem ég er að æfa stíft fyrir keppni á mínum öðrum Ólympíuleikum, brottför eftir sex daga,“ skrifar Már í færslu á samfélagsmiðlum. Jú, sundkappinn er ekki bara að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika því hann er einnig að taka upp plötu og skipuleggja þrenna stórtónleika ásamt stórsveit Royal Northern College. „Það er svo mikið að gera en mér þykir það svo gaman,“ skrifar Már. „Ég hlakka til að keppa fyrir Íslands hönd fyrsta september, fara síðan til Manchester og koma heim í nóvember ásamt þrjátíu manna stórhljómsveit og halda tónleika, ólíkt öllu sem ég hef gert áður,“ skrifar Már eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Már (@margunnarsson)
Ólympíumót fatlaðra Sund Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Sjá meira