Svar við bréfi Ernu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar 19. ágúst 2024 06:01 Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni, ritaði á fimmtudaginn síðastliðinn svargrein við grein minni Talsmenn tolla gefa engan afslátt, þar sem ég fjallaði um þá gagnrýni sem komið hafði fram á úttekt Viðskiptaráðs um tolla á innflutt matvæla. Erna fer um víðan völl í greininni, gagnrýnir málflutning minn og Viðskiptaráðs og óskar að lokum svara við spurningum sem hún varpar fram í greininni. Hér koma þau. Af orðalagi og heimildum Erna byrjar á því að tala um að það kveði við annan tón þar sem að niðurstaða úttektar Viðskiptaráðs hafði verið umorðuð úr „allt að 43% lægra matvöruverð án tolla“ í „verð á sumum matvörum myndi lækka um allt að 43% ef tollar væru afnumdir.“ Undirritaður sér í raun ekki mun á fullyrðingunum tveimur, enda draga þær báðar fram þá niðurstöðu okkar að afnám tolla leiði til allt að 43% verðlækkunar á matvörum. Við birtum alla útreikninga að baki úttektar okkar og stöndum við niðurstöðuna. Þá næst dregur Erna í efa að síðustu umfangsmiklu niðurfellingar á tollum hafi skilað sér til neytenda. Máli sínu til stuðnings vísar hún í frétt sem hún fann „ífljótheitum“ á vef DV, en þar er vitnað í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ sem hélt því gagnstæða fram. Á sama tíma virðist Erna hundsa þær heimildir sem lagðar voru fram í fyrri grein minni. Þar vitna ég í rannsókn sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni forsætisráðuneytisins. Niðurstaða rannsóknarinnar er að niðurfelling tolla hafi sannarlega skilað sér til neytenda. Ég eftirlæt lesendum að meta hvor heimildin sé traustari. Íslenskar afurðir blómstra við samkeppni Erna veltir því síðan upp hvernig neytendur eigi að hagnast á niðurfellingu tolla, öðruvísi en að hætta að kaupa íslenskar matvörur. Við því er í raun einfalt svar. Neytendur hagnast vegna þess að aukin samkeppni skilar sér í lægra vöruverði og auknum gæðum allra matvara, líka þeirra íslensku. Þá spyr Erna í greininni hvers vegna Viðskiptaráð vilji ekki kannast við að samhliða niðurfellingu tolla á tómata, gúrkur og paprikur hafi verið teknar upp beingreiðslur til framleiðenda. Þetta verður að teljast sérstakt, þar sem að Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, ræddi þetta atriði í samtali við Ernu sjálfa í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Þar sagði hann að Viðskiptaráð væri til viðræðu um að auka niðurgreiðslur á móti niðurfellingu tolla. Aukið viðskiptafrelsi, til hagsbóta fyrir alla Síðan óskar Erna eftir frekari skýringum á því hvað Viðskiptaráð eigi við með að því að tollar séu felldir niður, hvort það eigi að gera það einhliða eða gagnvart ákveðnum ríkjum með viðskiptasamningum. Því er sjálfsagt að svara: Viðskiptaráð vill einhliða niðurfellingu. Einhliða niðurfelling gerir Íslandi samstundis kleift að njóta ávinnings viðskiptafrelsis í formi lægra vöruverðs og aukins vöruúrvals. Reynsla annarra ríkja hefur sýnt að slík aðgerð fórnar engu þegar kemur að markaðsaðgengi útflytjenda síðar meir. Nýja-Sjáland er dæmi um árangur þessarar leiðar. Þar voru innflutningstollar einhliða lækkaðir og innflutningstakmarkanir afnumdar á níunda áratugnum. Síðan þá hafa þarlend stjórnvöld gert fjölmarga hagfellda fríverslunarsamninga. Í þeim samningaviðræðum hafa stjórnvöld Nýja-Sjálands bent á eigin niðurfellingu sem röksemdafærslu fyrir því að viðsemjendur þeirra ættu að gera slíkt hið sama. Í kjölfar aðgerðanna hefur nýsjálenskur landbúnaður blómstrað. Greinin er nú alþjóðlega samkeppnishæf og hefur vaxið hratt. Reynsla Nýsjálendinga sýnir að til lengri tíma litið skilar niðurfelling tolla ekki bara ávinningi fyrir neytendur heldur einnig fyrir þær atvinnugreinar sem losna undan fjötrum haftabúskapar. Af frændum okkar í Færeyjum Í umræðum um Færeyjar, sem ég benti á í fyrri grein minni að leggðu enga tolla á Evrópusambandið, stærsta útflytjanda á vörum til Færeyja, að frátöldu lambakjöti og ferskum mjólkurvörum, nefnir Erna eðlisólíkt samband annars vegar Færeyja og ESB og hins vegar Íslands og ESB. Það er rétt athugun, en í henni felast ekki rök fyrir að viðhalda tollum. Að lokum segir Erna svo að Viðskiptaráð hafi ekki enn svarað hvers vegna vöruverð sé almennt hátt hér á landi, jafnvel á vörum sem koma tollfrjálst til landsins. Fyrir því eru bæði margar og augljósar ástæður sem hafa ekkert með tolla að gera. Í engri þeirra felast hins vegar rök fyrir því að viðhalda tollum á matvörur og halda verði þeirra hærra en ella. Í umræðu um tolla er auðvelt að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Hægt er að draga ýmislegt fram sem rök fyrir himinháum tollum á innflutt matvæli, líkt og samningsstöðu gagnvart ESB og hátt verð annarra vörutegunda. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að tollar eru í eðli sínu ofurskattar á innflutt matvæli sem bitna verst á neytendum. Afnám tolla myndi lækka matvöruverð og auka vöruúrval í íslenskum verslunum. Höfundur starfar sem sérfræðingur á hagfræðisviði hjá Viðskiptaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir „Smækkunar“gler Viðskiptaráðs Þann 15. ágúst sl. birtist grein í skoðanadálki visir.is frá sérfræðingi á hagfræðisviði Viðskiptaráðs, Ragnari Sigurði Kristjánssyni. Greininni var ætlað að svara ýmsu því sem fram kom í viðbrögðum við úttekt ráðsins í nýliðinni viku á áhrifum afnáms tolla á tilteknum landbúnaðarvörum. 15. ágúst 2024 20:31 Talsmenn tolla gefa engan afslátt Við hjá Viðskiptaráði birtum á dögunum úttekt á áhrifum tolla á matvöruverð. Þar kemur fram að verð á sumum matvörum myndi lækka um allt að 43% ef tollar væru afnumdir. 15. ágúst 2024 06:01 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni, ritaði á fimmtudaginn síðastliðinn svargrein við grein minni Talsmenn tolla gefa engan afslátt, þar sem ég fjallaði um þá gagnrýni sem komið hafði fram á úttekt Viðskiptaráðs um tolla á innflutt matvæla. Erna fer um víðan völl í greininni, gagnrýnir málflutning minn og Viðskiptaráðs og óskar að lokum svara við spurningum sem hún varpar fram í greininni. Hér koma þau. Af orðalagi og heimildum Erna byrjar á því að tala um að það kveði við annan tón þar sem að niðurstaða úttektar Viðskiptaráðs hafði verið umorðuð úr „allt að 43% lægra matvöruverð án tolla“ í „verð á sumum matvörum myndi lækka um allt að 43% ef tollar væru afnumdir.“ Undirritaður sér í raun ekki mun á fullyrðingunum tveimur, enda draga þær báðar fram þá niðurstöðu okkar að afnám tolla leiði til allt að 43% verðlækkunar á matvörum. Við birtum alla útreikninga að baki úttektar okkar og stöndum við niðurstöðuna. Þá næst dregur Erna í efa að síðustu umfangsmiklu niðurfellingar á tollum hafi skilað sér til neytenda. Máli sínu til stuðnings vísar hún í frétt sem hún fann „ífljótheitum“ á vef DV, en þar er vitnað í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ sem hélt því gagnstæða fram. Á sama tíma virðist Erna hundsa þær heimildir sem lagðar voru fram í fyrri grein minni. Þar vitna ég í rannsókn sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni forsætisráðuneytisins. Niðurstaða rannsóknarinnar er að niðurfelling tolla hafi sannarlega skilað sér til neytenda. Ég eftirlæt lesendum að meta hvor heimildin sé traustari. Íslenskar afurðir blómstra við samkeppni Erna veltir því síðan upp hvernig neytendur eigi að hagnast á niðurfellingu tolla, öðruvísi en að hætta að kaupa íslenskar matvörur. Við því er í raun einfalt svar. Neytendur hagnast vegna þess að aukin samkeppni skilar sér í lægra vöruverði og auknum gæðum allra matvara, líka þeirra íslensku. Þá spyr Erna í greininni hvers vegna Viðskiptaráð vilji ekki kannast við að samhliða niðurfellingu tolla á tómata, gúrkur og paprikur hafi verið teknar upp beingreiðslur til framleiðenda. Þetta verður að teljast sérstakt, þar sem að Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, ræddi þetta atriði í samtali við Ernu sjálfa í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Þar sagði hann að Viðskiptaráð væri til viðræðu um að auka niðurgreiðslur á móti niðurfellingu tolla. Aukið viðskiptafrelsi, til hagsbóta fyrir alla Síðan óskar Erna eftir frekari skýringum á því hvað Viðskiptaráð eigi við með að því að tollar séu felldir niður, hvort það eigi að gera það einhliða eða gagnvart ákveðnum ríkjum með viðskiptasamningum. Því er sjálfsagt að svara: Viðskiptaráð vill einhliða niðurfellingu. Einhliða niðurfelling gerir Íslandi samstundis kleift að njóta ávinnings viðskiptafrelsis í formi lægra vöruverðs og aukins vöruúrvals. Reynsla annarra ríkja hefur sýnt að slík aðgerð fórnar engu þegar kemur að markaðsaðgengi útflytjenda síðar meir. Nýja-Sjáland er dæmi um árangur þessarar leiðar. Þar voru innflutningstollar einhliða lækkaðir og innflutningstakmarkanir afnumdar á níunda áratugnum. Síðan þá hafa þarlend stjórnvöld gert fjölmarga hagfellda fríverslunarsamninga. Í þeim samningaviðræðum hafa stjórnvöld Nýja-Sjálands bent á eigin niðurfellingu sem röksemdafærslu fyrir því að viðsemjendur þeirra ættu að gera slíkt hið sama. Í kjölfar aðgerðanna hefur nýsjálenskur landbúnaður blómstrað. Greinin er nú alþjóðlega samkeppnishæf og hefur vaxið hratt. Reynsla Nýsjálendinga sýnir að til lengri tíma litið skilar niðurfelling tolla ekki bara ávinningi fyrir neytendur heldur einnig fyrir þær atvinnugreinar sem losna undan fjötrum haftabúskapar. Af frændum okkar í Færeyjum Í umræðum um Færeyjar, sem ég benti á í fyrri grein minni að leggðu enga tolla á Evrópusambandið, stærsta útflytjanda á vörum til Færeyja, að frátöldu lambakjöti og ferskum mjólkurvörum, nefnir Erna eðlisólíkt samband annars vegar Færeyja og ESB og hins vegar Íslands og ESB. Það er rétt athugun, en í henni felast ekki rök fyrir að viðhalda tollum. Að lokum segir Erna svo að Viðskiptaráð hafi ekki enn svarað hvers vegna vöruverð sé almennt hátt hér á landi, jafnvel á vörum sem koma tollfrjálst til landsins. Fyrir því eru bæði margar og augljósar ástæður sem hafa ekkert með tolla að gera. Í engri þeirra felast hins vegar rök fyrir því að viðhalda tollum á matvörur og halda verði þeirra hærra en ella. Í umræðu um tolla er auðvelt að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Hægt er að draga ýmislegt fram sem rök fyrir himinháum tollum á innflutt matvæli, líkt og samningsstöðu gagnvart ESB og hátt verð annarra vörutegunda. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að tollar eru í eðli sínu ofurskattar á innflutt matvæli sem bitna verst á neytendum. Afnám tolla myndi lækka matvöruverð og auka vöruúrval í íslenskum verslunum. Höfundur starfar sem sérfræðingur á hagfræðisviði hjá Viðskiptaráði
„Smækkunar“gler Viðskiptaráðs Þann 15. ágúst sl. birtist grein í skoðanadálki visir.is frá sérfræðingi á hagfræðisviði Viðskiptaráðs, Ragnari Sigurði Kristjánssyni. Greininni var ætlað að svara ýmsu því sem fram kom í viðbrögðum við úttekt ráðsins í nýliðinni viku á áhrifum afnáms tolla á tilteknum landbúnaðarvörum. 15. ágúst 2024 20:31
Talsmenn tolla gefa engan afslátt Við hjá Viðskiptaráði birtum á dögunum úttekt á áhrifum tolla á matvöruverð. Þar kemur fram að verð á sumum matvörum myndi lækka um allt að 43% ef tollar væru afnumdir. 15. ágúst 2024 06:01
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun