Flugfélagið Ernir svipt flugrekstrarleyfi Eiður Þór Árnason skrifar 16. ágúst 2024 16:22 TF - Ori, vél Flugfélagsins Ernis. Vísir/Friðrik Þór Samgöngustofa hefur svipt Flugfélagið Erni flugrekstrarleyfi sínu. Stjórnarformaður segir að það hafi staðið til í nokkurn tíma að leggja niður flugstarfsemi félagsins og færa hana inn í Mýflug. Síðarnefnda flugfélagið á meirihluta í Erni ásamt Jóhannesi Kristinssyni fjárfesti. „Við vorum búnir að vita það lengi að það þjónaði ekki okkar hagsmunum að reka tvö flugrekstrarleyfi,“ segir Sigurður Bjarni Jónsson, stjórnarformaður Mýflugs og Ernis, í samtali við fréttastofu. Mbl.is greindi fyrst frá. Sigurður B Jónsson, stjórnarformaður Mýflugs og Ernis.Aðsend Hann segir það hafa haft áhrif að Mýflug missti samning um sjúkraflug um síðustu áramót eftir að hafa sinnt sjúkraflugi í átján ár. Eftir það hafi eigendur annars vegar staðið uppi með fjárhagslega sterkt félag sem var verkefnalítið og hins vegar flugfélag í langvarandi rekstrarerfiðleikum sem hafði verkefni. Unnið sé að því að sameina rekstur Ernis og Mýflugs í eitt félag. „Það að Ernir sé ekki með leyfið lengur er bara liður í því. Þetta er að mestu undirbúið, svona eins og hægt er að undirbúa svona hluti,“ segir Sigurður. Eigendur hafi beðið Vegagerðina um að leysa Erni frá samningi um áætlunarflug og Mýflug tekið við áætlunarflugi til og frá Höfn í Hornafirði. Merkilegri sögu lokið Að sögn Sigurðar hefur þetta ferli ekki leitt til rofs á þjónustu og búið hafi verið að færa flugmenn Ernis til Mýflugs fyrir um tveimur mánuðum. Ernir muni starfa áfram sem fyrirtæki og þjónusta Mýflug en félagið er enn með hlaðmenn í vinnu. Þá sé unnið að því að færa nítján sæta vél Ernis yfir á flugreksrarleyfi Mýflugs. „Ernir því miður var ekki fær um að halda þessu leyfi úti lengur.“ Sigurður segir það leitt að langri og merkilegri sögu Flugfélagsins Ernis í íslenskum flugrekstri endi með þessum hætti. Fréttastofan hefur fjallað um um söluna á Erni til núverandi eigenda og um stofnandann Hörð Guðmundsson. „Það er leitt að þessari sögu þurfi að ljúka og ljúki kannski ekki alveg á þeim forsendum sem allir eru sáttir við, það er bara mjög leiðinlegt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. 25. júní 2024 21:10 Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. 3. janúar 2023 19:30 Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Við vorum búnir að vita það lengi að það þjónaði ekki okkar hagsmunum að reka tvö flugrekstrarleyfi,“ segir Sigurður Bjarni Jónsson, stjórnarformaður Mýflugs og Ernis, í samtali við fréttastofu. Mbl.is greindi fyrst frá. Sigurður B Jónsson, stjórnarformaður Mýflugs og Ernis.Aðsend Hann segir það hafa haft áhrif að Mýflug missti samning um sjúkraflug um síðustu áramót eftir að hafa sinnt sjúkraflugi í átján ár. Eftir það hafi eigendur annars vegar staðið uppi með fjárhagslega sterkt félag sem var verkefnalítið og hins vegar flugfélag í langvarandi rekstrarerfiðleikum sem hafði verkefni. Unnið sé að því að sameina rekstur Ernis og Mýflugs í eitt félag. „Það að Ernir sé ekki með leyfið lengur er bara liður í því. Þetta er að mestu undirbúið, svona eins og hægt er að undirbúa svona hluti,“ segir Sigurður. Eigendur hafi beðið Vegagerðina um að leysa Erni frá samningi um áætlunarflug og Mýflug tekið við áætlunarflugi til og frá Höfn í Hornafirði. Merkilegri sögu lokið Að sögn Sigurðar hefur þetta ferli ekki leitt til rofs á þjónustu og búið hafi verið að færa flugmenn Ernis til Mýflugs fyrir um tveimur mánuðum. Ernir muni starfa áfram sem fyrirtæki og þjónusta Mýflug en félagið er enn með hlaðmenn í vinnu. Þá sé unnið að því að færa nítján sæta vél Ernis yfir á flugreksrarleyfi Mýflugs. „Ernir því miður var ekki fær um að halda þessu leyfi úti lengur.“ Sigurður segir það leitt að langri og merkilegri sögu Flugfélagsins Ernis í íslenskum flugrekstri endi með þessum hætti. Fréttastofan hefur fjallað um um söluna á Erni til núverandi eigenda og um stofnandann Hörð Guðmundsson. „Það er leitt að þessari sögu þurfi að ljúka og ljúki kannski ekki alveg á þeim forsendum sem allir eru sáttir við, það er bara mjög leiðinlegt.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. 25. júní 2024 21:10 Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. 3. janúar 2023 19:30 Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. 25. júní 2024 21:10
Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. 3. janúar 2023 19:30
Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38