Vandaður aðdragandi vindorkuvers Hörður Arnarson skrifar 17. ágúst 2024 10:01 Undirbúningur að byggingu Búrfellslundar, vindorkuvers Landsvirkjunar við Vaðöldu, hefur staðið á annan áratug. Á þeim tíma hafa aðstæður allar verið rannsakaðar ítarlega, Alþingi fjallað margoft um virkjunarkostinn, hann farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum, flókið umsóknarferli virkjunarleyfis staðið í tæp tvö ár, sveitarfélagið hefur unnið deiliskipulag svæðisins, gengið var frá lögbundnum samningum um tengingu vindorkuversins við dreifikerfi raforku og samið við ríkið um lands- og vindorkuréttindi. Lokahnykkurinn er framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu, sem vonir standa til að komi í hús sem fyrst. Af þessari upptalningu má ljóst vera að leyfisveitingaferlið vegna Búrfellslundar hefur verið mjög ítarlegt og fjarri því að það sé geðþótta háð eða að skýran ramma skorti, eins og fleygt hefur verið fram. Virkjunarkosturinn var lagður fram til umfjöllunar í rammaáætlun í upphafi árs 2013 og hefur því verið 11 ár til umfjöllunar hjá löggjafanum og stjórnsýslunni. Upptalningin hér í byrjun greinar er mikil einföldun, þar kemur ekki fram hversu ítarlegar rannsóknir voru gerðar á náttúrufari, gróðri og farleiðum fugla, auk sífelldra vindmælinga. Þar kemur heldur ekki fram að mat á umhverfisáhrifum stóð frá miðju ári 2014 fram til loka árs 2016, en á því tímabili ákvað Alþingi að setja vindorkuverið í biðflokk. Í umhverfismatinu var horft til ásýndar, landslags, hljóðvistar, jarðmyndana, gróðurs, fugla, samfélags og fornleifa. Landsvirkjun lagði mikla áherslu á að bregðast við athugasemdum sem bárust og endurhannaði vindorkuverið sem m.a. var minnkað til að draga sem allra mest úr sjónrænum áhrifum þess. Alþingi hefði átt að afgreiða rammaáætlun árið 2017, en fimm ár liðu þar til sú afgreiðsla lá fyrir. Árið 2022, hátt í áratug eftir að virkjunarkosturinn var fyrst lagður fram til umfjöllunar, setti Alþingi hann í orkunýtingarflokk. Í október það sama ár sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi, hið fyrsta sem sótt er um fyrir fullbúnu vindorkuveri hér á landi. Virkjunarleyfið var afgreitt núna í ágúst 2024, eftir ítarlega yfirferð Orkustofnunar. Á meðan beðið var eftir virkjunarleyfinu þurfti að huga að ýmsum málum öðrum, t.d. skipulagsmálum sveitarfélagsins, tengisamningi við Landsnet og samningum við ríkið, sem áður voru nefndir. Ítarleg umfjöllun á öllum stigum Fyrsta vindorkuver landsins á auðvitað að fá ítarlega og vandaða umfjöllun á öllum stigum og Landsvirkjun hefur ávallt lagt sig fram um að vanda til alls undirbúnings og eiga samráð við alla hagaðila á öllum stigum máls. Vel má vera að endurskoða þurfi leyfisveitingaferli að einhverju leyti en það er fjarstæða að láta eins og ekki hafi verið hugað að öllum þáttum málsins á sl. 11 árum. Reyndar hefur þessi langi tími reynst okkur erfiðastur, það setur orkufyrirtæki þjóðarinnar óneitanlega skorður við skipulagningu orkuöflunar þegar ekki er hægt að sjá með meiri vissu fram í tímann. Niðurstöður rannsókna okkar sýna að afar hagstætt er að reka vindorkuver við Vaðöldu. Aðliggjandi fjallgarðar skapa mjög góð skilyrði fyrir vindorkunýtingu og hönnun vindorkuversins hefur tekið mið af því til að hámarka orkuvinnsluna. Vindorkan vinnur mjög vel með vatnsaflsstöðvum á þessu stærsta orkuvinnslusvæði okkar og við erum sannfærð um að vindorkan verður sterk þriðja stoð í orkukerfi landsins. Við höfum sett okkur skýr markmið um orkuskipti en við getum ekki hætt að nota bensín og olíu nema við fáum græna orkugjafa í staðinn. Þar ætlar orkufyrirtæki þjóðarinnar sannarlega að leggja sitt af mörkum. Hörður er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Vindorka Landsvirkjun Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Undirbúningur að byggingu Búrfellslundar, vindorkuvers Landsvirkjunar við Vaðöldu, hefur staðið á annan áratug. Á þeim tíma hafa aðstæður allar verið rannsakaðar ítarlega, Alþingi fjallað margoft um virkjunarkostinn, hann farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum, flókið umsóknarferli virkjunarleyfis staðið í tæp tvö ár, sveitarfélagið hefur unnið deiliskipulag svæðisins, gengið var frá lögbundnum samningum um tengingu vindorkuversins við dreifikerfi raforku og samið við ríkið um lands- og vindorkuréttindi. Lokahnykkurinn er framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu, sem vonir standa til að komi í hús sem fyrst. Af þessari upptalningu má ljóst vera að leyfisveitingaferlið vegna Búrfellslundar hefur verið mjög ítarlegt og fjarri því að það sé geðþótta háð eða að skýran ramma skorti, eins og fleygt hefur verið fram. Virkjunarkosturinn var lagður fram til umfjöllunar í rammaáætlun í upphafi árs 2013 og hefur því verið 11 ár til umfjöllunar hjá löggjafanum og stjórnsýslunni. Upptalningin hér í byrjun greinar er mikil einföldun, þar kemur ekki fram hversu ítarlegar rannsóknir voru gerðar á náttúrufari, gróðri og farleiðum fugla, auk sífelldra vindmælinga. Þar kemur heldur ekki fram að mat á umhverfisáhrifum stóð frá miðju ári 2014 fram til loka árs 2016, en á því tímabili ákvað Alþingi að setja vindorkuverið í biðflokk. Í umhverfismatinu var horft til ásýndar, landslags, hljóðvistar, jarðmyndana, gróðurs, fugla, samfélags og fornleifa. Landsvirkjun lagði mikla áherslu á að bregðast við athugasemdum sem bárust og endurhannaði vindorkuverið sem m.a. var minnkað til að draga sem allra mest úr sjónrænum áhrifum þess. Alþingi hefði átt að afgreiða rammaáætlun árið 2017, en fimm ár liðu þar til sú afgreiðsla lá fyrir. Árið 2022, hátt í áratug eftir að virkjunarkosturinn var fyrst lagður fram til umfjöllunar, setti Alþingi hann í orkunýtingarflokk. Í október það sama ár sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi, hið fyrsta sem sótt er um fyrir fullbúnu vindorkuveri hér á landi. Virkjunarleyfið var afgreitt núna í ágúst 2024, eftir ítarlega yfirferð Orkustofnunar. Á meðan beðið var eftir virkjunarleyfinu þurfti að huga að ýmsum málum öðrum, t.d. skipulagsmálum sveitarfélagsins, tengisamningi við Landsnet og samningum við ríkið, sem áður voru nefndir. Ítarleg umfjöllun á öllum stigum Fyrsta vindorkuver landsins á auðvitað að fá ítarlega og vandaða umfjöllun á öllum stigum og Landsvirkjun hefur ávallt lagt sig fram um að vanda til alls undirbúnings og eiga samráð við alla hagaðila á öllum stigum máls. Vel má vera að endurskoða þurfi leyfisveitingaferli að einhverju leyti en það er fjarstæða að láta eins og ekki hafi verið hugað að öllum þáttum málsins á sl. 11 árum. Reyndar hefur þessi langi tími reynst okkur erfiðastur, það setur orkufyrirtæki þjóðarinnar óneitanlega skorður við skipulagningu orkuöflunar þegar ekki er hægt að sjá með meiri vissu fram í tímann. Niðurstöður rannsókna okkar sýna að afar hagstætt er að reka vindorkuver við Vaðöldu. Aðliggjandi fjallgarðar skapa mjög góð skilyrði fyrir vindorkunýtingu og hönnun vindorkuversins hefur tekið mið af því til að hámarka orkuvinnsluna. Vindorkan vinnur mjög vel með vatnsaflsstöðvum á þessu stærsta orkuvinnslusvæði okkar og við erum sannfærð um að vindorkan verður sterk þriðja stoð í orkukerfi landsins. Við höfum sett okkur skýr markmið um orkuskipti en við getum ekki hætt að nota bensín og olíu nema við fáum græna orkugjafa í staðinn. Þar ætlar orkufyrirtæki þjóðarinnar sannarlega að leggja sitt af mörkum. Hörður er forstjóri Landsvirkjunar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun