„Karakter að koma til baka“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 15. ágúst 2024 20:21 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Vísir/diego „Ég er bæði sáttur en líka ósáttur, þetta er blanda af tilfinningum. Ég er ánægður að við sýndum karakter og komum til baka eftir að hafa farið illa að ráði okkar,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni á heimavelli í dag. Þór/KA var betra liðið í fyrri hálfleik og uppskar mark á 37. mínútu þegar Margrét Árnadóttir skoraði. Það liðu þó ekki nema þrjár mínútur þar til Stjarnan hafði jafnað eftir mistök Hörpu Jóhannsdóttir í marki Þór/KA. „Manni leið í hálfleik eins og við hefðum átt að vera búnar að setja þennan leik í rúmið, breiða yfir og slökkva ljósin. Samt sem áður fórum við inn í hálfleikinn með 1-1. Það var ekki góð tilfinning.“ Stjarnan komst yfir í seinni hálfleik og leiddi lengst af 2-1 en þegar skammt var eftir af leiknum jafnaði Sandra María Jessen. „Í heildina er eg ánægður með stelpurnar, það er karakter að koma til baka. Stjörnuliðið er í hörku baráttu og búið að snúa sínu gengi við þannig við eigum að vera sáttar með stig á móti þeim. Ég vona að þetta hafi verið fjörugur leikur, ég vona að fólkið sem kom hérna hafi bara haft gaman af. Við fórum illa með góð færi en það jákvæða við það er að við vorum að búa þau til.“ Þór/KA hefur fengið á sig sjö mörk í leikjunum tveimur á undan þessum og bætust tvö við í dag. „Við höfum verið góðar í því að skora, tvö mörk í dag og í síðasta leik. Þar áður skoruðum við þrjú mörk en vandamálið er að við erum alltaf að fá á okkur mörk og yfirleitt þegar mörk eru skoruð eru það einhvers konar mistök sem við þurfum að koma í veg fyrir.“ Framundan er síðasti leikurinn í deildarkeppninni á móti Fylkir. „Við þurfum að klára þennan síðasta leik í deildarkeppninni og ég held að ef við klárum hann að þá erum við nokkuð öruggar með þriðja sætið sem varð markmiðið okkar snemma í mótinu þar sem Breiðablik og Valur eru of langt frá okkur. Það þýðir þrír heimaleikir en ekki tveir, í fyrra fengum við bara tvo. Gott markmið að ná þriðja og við ætlum að ná því.“ Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Fleiri fréttir Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira
Þór/KA var betra liðið í fyrri hálfleik og uppskar mark á 37. mínútu þegar Margrét Árnadóttir skoraði. Það liðu þó ekki nema þrjár mínútur þar til Stjarnan hafði jafnað eftir mistök Hörpu Jóhannsdóttir í marki Þór/KA. „Manni leið í hálfleik eins og við hefðum átt að vera búnar að setja þennan leik í rúmið, breiða yfir og slökkva ljósin. Samt sem áður fórum við inn í hálfleikinn með 1-1. Það var ekki góð tilfinning.“ Stjarnan komst yfir í seinni hálfleik og leiddi lengst af 2-1 en þegar skammt var eftir af leiknum jafnaði Sandra María Jessen. „Í heildina er eg ánægður með stelpurnar, það er karakter að koma til baka. Stjörnuliðið er í hörku baráttu og búið að snúa sínu gengi við þannig við eigum að vera sáttar með stig á móti þeim. Ég vona að þetta hafi verið fjörugur leikur, ég vona að fólkið sem kom hérna hafi bara haft gaman af. Við fórum illa með góð færi en það jákvæða við það er að við vorum að búa þau til.“ Þór/KA hefur fengið á sig sjö mörk í leikjunum tveimur á undan þessum og bætust tvö við í dag. „Við höfum verið góðar í því að skora, tvö mörk í dag og í síðasta leik. Þar áður skoruðum við þrjú mörk en vandamálið er að við erum alltaf að fá á okkur mörk og yfirleitt þegar mörk eru skoruð eru það einhvers konar mistök sem við þurfum að koma í veg fyrir.“ Framundan er síðasti leikurinn í deildarkeppninni á móti Fylkir. „Við þurfum að klára þennan síðasta leik í deildarkeppninni og ég held að ef við klárum hann að þá erum við nokkuð öruggar með þriðja sætið sem varð markmiðið okkar snemma í mótinu þar sem Breiðablik og Valur eru of langt frá okkur. Það þýðir þrír heimaleikir en ekki tveir, í fyrra fengum við bara tvo. Gott markmið að ná þriðja og við ætlum að ná því.“
Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Fleiri fréttir Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn