Fordæmalausar skemmdir unnar á Sprengisandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 16:02 Þjóðgarðsvörður segist vera miður sín. Aðsend Þjóðgarðsvörður segir skemmdir sem unnar voru á Sprengisandi með utanvegarakstri fyrr í vikunni þær umfangsmestu sem sést hafa á svæðinu. Hringir voru eknir langt út fyrir veginn sem tekur áratug í það minnsta að gera við og afmást aldrei algjörlega. Vegfarendur tilkynntu um skemmdir vegna utanvegaraksturs á Sprengisandi á þriðjudag. Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, segir starfsfólk á svæðinu í áfalli. Klippa: Umfangsmiklar skemmdir unnar á Sprengisandi „Ef þú réttir úr þessum förum þá eru þetta einhverjir kílómetrar. Það eru hringir eins langt og þú sérð og í allar áttir. Þetta er ekkert eins og maður hafi villst örlítið út fyrir,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Engin leið til að afmá förin algjörlega Hún segir enga leið til að láta svona för hverfa algjörlega og að þrátt fyrir að unnið verði ötullega að því að lágmarka skaðann muni það taka minnst áratug fyrir svæðið að jafna sig. Skemmdir af þessu umfangi hafi aldrei sést á Sprengisandi. „Við getum ekkert látið svona hverfa en við reynum að senda þau skilaboð að okkur var ekki alveg sama. Einhverjir reyndu að lágmarka skaðann í von um að einhverjir hugsi sig þá kannski tvisvar,“ segir hún. Málið tilkynnt til lögreglu Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en Fanney segist ekki vera bjartsýn um að sökudólgurinn náist. Hún brýnir þó til fólks að láta vita ef einhver verður var við birtingar á netinu Fanney segir förin breiða úr sér eins langt og augað sér.Aðsend „Þeir sem gera svona hlýtur að finnast þetta flott annars væru þeir ekki að því. Ef þeir fara nú kannski að stæra sig af afrekum sínum á netinu væri hægt að átta sig á því,“ segir hún og bætir við að við athæfi af þessu tagi liggi háar sektir. Félagsmenn ferðaklúbbs boðið aðstoð sína Fanney segist hafa haft samband við umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 og að félagsmenn hafi boðið aðstoð sína við að draga úr skaðanum á svæðinu. „Þetta er verkefni fyrir fullt af fólki ef eitthvað á að gera og þau eru spennt að koma og hjálpa okkur,“ segir Fanney. „Þetta er hálendið okkar allra og við erum mörg sem erum mjög miður okkar þegar svona er farið með það,“ segir hún. Þjóðgarðar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Vegfarendur tilkynntu um skemmdir vegna utanvegaraksturs á Sprengisandi á þriðjudag. Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, segir starfsfólk á svæðinu í áfalli. Klippa: Umfangsmiklar skemmdir unnar á Sprengisandi „Ef þú réttir úr þessum förum þá eru þetta einhverjir kílómetrar. Það eru hringir eins langt og þú sérð og í allar áttir. Þetta er ekkert eins og maður hafi villst örlítið út fyrir,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Engin leið til að afmá förin algjörlega Hún segir enga leið til að láta svona för hverfa algjörlega og að þrátt fyrir að unnið verði ötullega að því að lágmarka skaðann muni það taka minnst áratug fyrir svæðið að jafna sig. Skemmdir af þessu umfangi hafi aldrei sést á Sprengisandi. „Við getum ekkert látið svona hverfa en við reynum að senda þau skilaboð að okkur var ekki alveg sama. Einhverjir reyndu að lágmarka skaðann í von um að einhverjir hugsi sig þá kannski tvisvar,“ segir hún. Málið tilkynnt til lögreglu Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en Fanney segist ekki vera bjartsýn um að sökudólgurinn náist. Hún brýnir þó til fólks að láta vita ef einhver verður var við birtingar á netinu Fanney segir förin breiða úr sér eins langt og augað sér.Aðsend „Þeir sem gera svona hlýtur að finnast þetta flott annars væru þeir ekki að því. Ef þeir fara nú kannski að stæra sig af afrekum sínum á netinu væri hægt að átta sig á því,“ segir hún og bætir við að við athæfi af þessu tagi liggi háar sektir. Félagsmenn ferðaklúbbs boðið aðstoð sína Fanney segist hafa haft samband við umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 og að félagsmenn hafi boðið aðstoð sína við að draga úr skaðanum á svæðinu. „Þetta er verkefni fyrir fullt af fólki ef eitthvað á að gera og þau eru spennt að koma og hjálpa okkur,“ segir Fanney. „Þetta er hálendið okkar allra og við erum mörg sem erum mjög miður okkar þegar svona er farið með það,“ segir hún.
Þjóðgarðar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira