„Eldri, reyndari og vonandi aðeins þroskaðri“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. ágúst 2024 08:00 Már Gunnarsson synti í Tókýó og er nú á leið til Parísar. Instagram/@margunnarsson Sundkappinn Már Gunnarsson er á leið á Ólympíumót fatlaðra í annað sinn. Hann er með skýr markmið og þá heillar einnig að vera á leið til Parísar í fyrsta sinn. Már tók þátt á Ólympíumótinu í Tókýó fyrir þremur árum síðan, sem var hans fyrsta. En hvað hefur breyst frá því fyrir þremur árum? „Ég er orðinn eldri, reyndari og vonandi aðeins þroskaðri,“ segir Már og hlær. Ég er í betra líkamlegu formi. Ég tók mér smá hlé frá sundinu eftir fyrri Ólympíuleika þar sem ég var algjörlega kominn með nóg af þessu,“ segir Már í Sportpakkanum á Stöð 2. Pásan var honum nauðsynleg þar sem hann hafði í nægu að snúast. „Ég var að fara á milli grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla á Íslandi að halda fyrirlestra og var svo að taka þátt í Eurovision. Þannig að það var nóg annað að gera. Ég var bara duglegur í ræktinni á meðan að byggja upp vöðvamassa. En síðan þegar ég flyt út til Bretlands í háskóla þá tók ég ákvörðun að þetta væri núna eða aldrei,“ segir Már sem hefur æft í skóla sínum á Englandi samhliða námi síðustu misseri. Þarf að eiga frábæran dag til að berjast á toppnum Markmið Más fyrir komandi mót eru þá skýr. „Markmiðin eru að vera besta útgáfan af mér, sem ég get verið. Ég vil bæta minn persónulega tíma. Hversu mikið er ég ekki viss um. Draumurinn væri að bæta mig um tvær sekúndur. En ef ég verð alveg hrikalega heppinn og þetta verður geggjaður dagur, ef mér tekst að bæta mig um 2-3 sekúndur, þá er ég að berjast þarna um toppsætin,“ segir Már. París heillar Það er þá ekki bara íþróttaveislan sjálf sem heillar heldur hlakkar Már til að heimsækja Parísarborg í fyrsta sinn. „Ég er bara þakklátur fyrir að fá annað tækifæri til að stíga á þetta stærsta svið afreksíþrótta. Ég hef aldrei komið til Parísar þannig að ég er mjög spenntur fyrir því,“ „Borg rómantíkurinnar og ástarinnar, er það ekki alltaf sagt? Það verður gaman hjá mér,“ segir Már og hlær. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Már tók þátt á Ólympíumótinu í Tókýó fyrir þremur árum síðan, sem var hans fyrsta. En hvað hefur breyst frá því fyrir þremur árum? „Ég er orðinn eldri, reyndari og vonandi aðeins þroskaðri,“ segir Már og hlær. Ég er í betra líkamlegu formi. Ég tók mér smá hlé frá sundinu eftir fyrri Ólympíuleika þar sem ég var algjörlega kominn með nóg af þessu,“ segir Már í Sportpakkanum á Stöð 2. Pásan var honum nauðsynleg þar sem hann hafði í nægu að snúast. „Ég var að fara á milli grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla á Íslandi að halda fyrirlestra og var svo að taka þátt í Eurovision. Þannig að það var nóg annað að gera. Ég var bara duglegur í ræktinni á meðan að byggja upp vöðvamassa. En síðan þegar ég flyt út til Bretlands í háskóla þá tók ég ákvörðun að þetta væri núna eða aldrei,“ segir Már sem hefur æft í skóla sínum á Englandi samhliða námi síðustu misseri. Þarf að eiga frábæran dag til að berjast á toppnum Markmið Más fyrir komandi mót eru þá skýr. „Markmiðin eru að vera besta útgáfan af mér, sem ég get verið. Ég vil bæta minn persónulega tíma. Hversu mikið er ég ekki viss um. Draumurinn væri að bæta mig um tvær sekúndur. En ef ég verð alveg hrikalega heppinn og þetta verður geggjaður dagur, ef mér tekst að bæta mig um 2-3 sekúndur, þá er ég að berjast þarna um toppsætin,“ segir Már. París heillar Það er þá ekki bara íþróttaveislan sjálf sem heillar heldur hlakkar Már til að heimsækja Parísarborg í fyrsta sinn. „Ég er bara þakklátur fyrir að fá annað tækifæri til að stíga á þetta stærsta svið afreksíþrótta. Ég hef aldrei komið til Parísar þannig að ég er mjög spenntur fyrir því,“ „Borg rómantíkurinnar og ástarinnar, er það ekki alltaf sagt? Það verður gaman hjá mér,“ segir Már og hlær. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira