Úkraínumenn halda sókn sinni handan landamæranna áfram Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2024 15:37 Mynd sem rússneska varnarmálaráðuneytið segir sýna rússneskt stórskotalið skjóta að úkraínskum hersveitum á ótilgreindum stað í dag. AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Ekkert lát er á sókn Úkraínumanna inn í rússnesk landamærahéruð. Þeir segjast hafa sótt lengra inn í Kúrsk og tekið á annað hundrað hermenn til fanga. Neyðarástandi var lýst yfir í nágrannahéraðinu Belgorod. Áhlaup Úkraínumanna inn í Kúrsk hófst á þriðjudag í síðustu viku en mikil leynd hefur ríkt yfir aðgerðinni og markmiðum hennar. Í fyrstu var talað um að í kringum þúsund úkraínskir hermenn tækju þátt í gagninnrásinni en nú telja hernaðarsérfræðingar að innrásarliðið gæti talið allt að tíu þúsund manns. Séu fullyrðingar Úkraínumanna um landvinninga sína í Rússlandi á rökum reistar hafa þeir náð jafnmiklu landsvæði í Rússlandi á rúmri viku og rússneski herinn hefur gert í Úkraínu á hálfu ári, samkvæmt útreikningum bandarísku hugveitunnar Stríðsrannsóknastofnunarinnar. Oleksandr Syrskíj, yfirmaður úkraínska hersins, fullyrti í dag að herinn hefði sótt um einn til tvo kílómetra fram í Kúrsk og tekið fleiri en hundrað rússneska hermenn til fanga. Volodýmýr Selenskíj forseti sagði að skipt yrði á þeim og úkraínskum stríðsföngum. Rússar hafa gert fjölda árása á Úkraínu frá Kúrsk undanfarna mánuði. Úkraínumenn hafa sagst að á meðal markmiða aðgerðarinnar þar sé að fyrirbyggja slíkar árásir. Í því skyni sagði Syrskíj herforingi að hermenn sínir hefðu grandað Su-34-orrustuþotu sem Rússar hafa notað til þess að varpa svonefndum svifsprengjum á úkraínska hermenn. Rússneska ríkissjónvarpið fullyrðir aftur á móti að herinn sé að snúa taflinu við í Kúrsk og sýnir myndir af því sem það segir vel heppanaðar árásir á úkraínska herliðið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úkraínumenn segja að hersveitirnar í Kúrsk ætli að leyfa brottflutning óbreyttra borgara þaðan og heimila alþjóðlegum mannúðarsamtökum að veita aðstoð þar. Séð neðan úr rússneskri Su-34 sprengjuflugvél af þeirri gerð sem Úkraínumenn segjast hafa grandað í drónaárás á herstöð í Rússlandi. Árásir á rússneska flugvelli í nótt segja þeir þá stærstu frá því að Rússar hófu stríðið í febrúar 2022.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Enn ekki náð vopnum sínum Þrátt fyrir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi heitið því að stökkva innrásarliðinu á flótta telja sérfræðingar að rússneski herinn hafi ekki enn náð vopnum sínum. Innrásin kom rússneskum stjórnvöldum í opna skjöldu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að aðgerð Úkraínumanna í Kúrsk hefði skapað raunverulega úlfakreppu fyrir Pútín. Hann vildi ekki tjá sig frekar um aðgerðina á meðan hún er enn í gangi. Bandaríkjastjórn hefur sagt að notkun Úkraínumanna á bandarískum vopnum og búnaði til þess að ráðast inn í Rússland sé réttlætanleg í sjálfsvarnarskyni. Í svipaðan streng hafa þýsk stjórnvöld tekið og í dag sagði Baiba Braze, utanríkisráðherra Lettlands, að Úkraínumenn hefðu fullan rétt á að nota vopn frá Atlantshafsbandalaginu. Rétturinn til sjálfsvarnar nái einnig til gagnárása. Stuðningurinn dvínað frá því fólk byrjaði að finna fyrir stríðinu sjálft Stjórnvöld í Kreml standa nú frammi fyrir vali á milli þess að halda hernaði sínum í Úkraínu áfram af sama krafti eða færa herdeildir aftur yfir landamærin til þess að verja landamærahéröð sín. Það gæti teflt nýlegum árangri þeirra í austanverðri Úkraínu í tvísýnu. Hátt í tvö hundruð þúsund manns hafa flúið heimili sín í Rússlandi vegna innrásar Úkraínumanna. Í Belgorod, þar sem neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir, segir kona við AP-fréttastofuna að stuðningur íbúa við stríðið í Úkraínu hafi dvínað eftir að stríðið barst skyndilega í túnfótinn til þeirra. „Þegar sprengingar hófust nærri borginni, þegar fólk var að deyja og þegar allt þetta byrjaði að gerast fyrir framan augun á okkur og þegar það hafði áhrif á fólk persónulega hætti það að minnsta kosti að styðja stríðið opinskátt,“ sagði konan sem vildi ekki láta nafns síns getið af öryggisástæðum. Ríkisstjóri Belgorod segir að íbúðarhús hafi skemmst í dróna- og sprengikúluárásum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 14. ágúst 2024 08:22 Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið. 13. ágúst 2024 15:49 Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Áhlaup Úkraínumanna inn í Kúrsk hófst á þriðjudag í síðustu viku en mikil leynd hefur ríkt yfir aðgerðinni og markmiðum hennar. Í fyrstu var talað um að í kringum þúsund úkraínskir hermenn tækju þátt í gagninnrásinni en nú telja hernaðarsérfræðingar að innrásarliðið gæti talið allt að tíu þúsund manns. Séu fullyrðingar Úkraínumanna um landvinninga sína í Rússlandi á rökum reistar hafa þeir náð jafnmiklu landsvæði í Rússlandi á rúmri viku og rússneski herinn hefur gert í Úkraínu á hálfu ári, samkvæmt útreikningum bandarísku hugveitunnar Stríðsrannsóknastofnunarinnar. Oleksandr Syrskíj, yfirmaður úkraínska hersins, fullyrti í dag að herinn hefði sótt um einn til tvo kílómetra fram í Kúrsk og tekið fleiri en hundrað rússneska hermenn til fanga. Volodýmýr Selenskíj forseti sagði að skipt yrði á þeim og úkraínskum stríðsföngum. Rússar hafa gert fjölda árása á Úkraínu frá Kúrsk undanfarna mánuði. Úkraínumenn hafa sagst að á meðal markmiða aðgerðarinnar þar sé að fyrirbyggja slíkar árásir. Í því skyni sagði Syrskíj herforingi að hermenn sínir hefðu grandað Su-34-orrustuþotu sem Rússar hafa notað til þess að varpa svonefndum svifsprengjum á úkraínska hermenn. Rússneska ríkissjónvarpið fullyrðir aftur á móti að herinn sé að snúa taflinu við í Kúrsk og sýnir myndir af því sem það segir vel heppanaðar árásir á úkraínska herliðið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úkraínumenn segja að hersveitirnar í Kúrsk ætli að leyfa brottflutning óbreyttra borgara þaðan og heimila alþjóðlegum mannúðarsamtökum að veita aðstoð þar. Séð neðan úr rússneskri Su-34 sprengjuflugvél af þeirri gerð sem Úkraínumenn segjast hafa grandað í drónaárás á herstöð í Rússlandi. Árásir á rússneska flugvelli í nótt segja þeir þá stærstu frá því að Rússar hófu stríðið í febrúar 2022.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Enn ekki náð vopnum sínum Þrátt fyrir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi heitið því að stökkva innrásarliðinu á flótta telja sérfræðingar að rússneski herinn hafi ekki enn náð vopnum sínum. Innrásin kom rússneskum stjórnvöldum í opna skjöldu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að aðgerð Úkraínumanna í Kúrsk hefði skapað raunverulega úlfakreppu fyrir Pútín. Hann vildi ekki tjá sig frekar um aðgerðina á meðan hún er enn í gangi. Bandaríkjastjórn hefur sagt að notkun Úkraínumanna á bandarískum vopnum og búnaði til þess að ráðast inn í Rússland sé réttlætanleg í sjálfsvarnarskyni. Í svipaðan streng hafa þýsk stjórnvöld tekið og í dag sagði Baiba Braze, utanríkisráðherra Lettlands, að Úkraínumenn hefðu fullan rétt á að nota vopn frá Atlantshafsbandalaginu. Rétturinn til sjálfsvarnar nái einnig til gagnárása. Stuðningurinn dvínað frá því fólk byrjaði að finna fyrir stríðinu sjálft Stjórnvöld í Kreml standa nú frammi fyrir vali á milli þess að halda hernaði sínum í Úkraínu áfram af sama krafti eða færa herdeildir aftur yfir landamærin til þess að verja landamærahéröð sín. Það gæti teflt nýlegum árangri þeirra í austanverðri Úkraínu í tvísýnu. Hátt í tvö hundruð þúsund manns hafa flúið heimili sín í Rússlandi vegna innrásar Úkraínumanna. Í Belgorod, þar sem neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir, segir kona við AP-fréttastofuna að stuðningur íbúa við stríðið í Úkraínu hafi dvínað eftir að stríðið barst skyndilega í túnfótinn til þeirra. „Þegar sprengingar hófust nærri borginni, þegar fólk var að deyja og þegar allt þetta byrjaði að gerast fyrir framan augun á okkur og þegar það hafði áhrif á fólk persónulega hætti það að minnsta kosti að styðja stríðið opinskátt,“ sagði konan sem vildi ekki láta nafns síns getið af öryggisástæðum. Ríkisstjóri Belgorod segir að íbúðarhús hafi skemmst í dróna- og sprengikúluárásum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 14. ágúst 2024 08:22 Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið. 13. ágúst 2024 15:49 Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
„Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 14. ágúst 2024 08:22
Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið. 13. ágúst 2024 15:49
Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28