Orsök veikindanna enn á huldu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 12:46 Anna Margrét Halldórsdóttir starfandi sóttvarnarlæknir segir þó að ekki sé búið að staðfesta að veikindin kringum Rjúpnavelli stafi af menguðu neysluvatni. Vísir/Berghildur Tugir hafa veikst af iðrasýkingu vegna mögulegrar E.coli- mengunar á Rjúpnavöllum á Rangárvöllum. Nokkrir hafa þurft að leggjast inn. Settur sóttvarnarlæknir segir enn ekki búið staðfesta að uppruni veikindanna sé mengað neysluvatn Heilbrigðiseftirliti Suðurlands barst tilkynning 7. ágúst um einstaklinga sem höfðu gist á Rjúpnavöllum á Rangárvöllum og veikst af iðrasýkingu. Sóttvarnalæknir, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Matvælastofnun hafa síðustu daga rannsakað málið sem mögulega hópsýkingu. Fyrstu niðurstöður eru sagðar benda til mögulegrar E. coli- mengunar í neysluvatni á svæðinu sem kalli á frekari rannsóknir og aðgerðir. Uppruni smits óþekktur Anna Margrét Halldórsdóttir starfandi sóttvarnarlæknir segir að uppruni smits sé enn óþekktur og enn ekki vitað hvaða sýkill olli veikindunum. Það sé t.d. vel mögulegt að smit hafi borist með ferðalöngum og manna á milli eða með yfirborðsflötum. Þrátt fyrir að ecoli-gerlar hafi fundist sé því ekki búið að staðfesta að veikindin stafi af þeim. „Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók vatnssýni frá staðnum og í ljós kom að það uxu ecoli-gerlar úr því sýni. Þeir voru í litlu magni en greindust engu að síður í vatninu,“ segir Anna. Nokkrir þurft að leggjast inn Heilsugæslan skipuleggur nú sýnatökur vegna málsins en þegar hafa borist fjöldi tilkynninga um veikindi. „Veikindin virðast tengjast nokkrum hópum sem fóru þarna í gegn. Þetta gætu verið einhverjir tugir,“ segir Anna. Aðspurð um hvort svona sýking sé hættuleg svarar Anna: „Iðrasýking getur verið mjög óþægileg. Hún getur hugsanlega verið hættuleg þeim sem eru viðkvæmir fyrir og fyrir börn. Flestir jafna sig þó á nokkrum dögum. Við vitum af nokkrum einstaklingum sem hafa þurft að leggjast inn á spítala vegna þessarar sýkingar til að fá vökva í æð,“ segir hún. Fengu staðarhaldarar að vita seint af málinu? Í fréttum RÚV í gær kom fram að þeir sem reka Rjúpnavelli hafi seint fengið að vita af menguninni og ekki fyrr en Heilbrigðiseftirlitið mætti á staðinn til að taka sýni. Í tilkynningu á vef Landlæknis kemur fram að Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið sýni þann 7. ágúst. Aðspurð um hvort staðarhaldarar á Rjúpnafelli hafi fengið of seint að vita af sýkingunum svarar Anna: „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá ræddi Heilbrigðiseftirlitið við staðarhaldara þegar þeir fengu tilkynningu til sín. Það er bara verið að skoða þetta allt saman.“ Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Heilbrigðiseftirliti Suðurlands barst tilkynning 7. ágúst um einstaklinga sem höfðu gist á Rjúpnavöllum á Rangárvöllum og veikst af iðrasýkingu. Sóttvarnalæknir, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Matvælastofnun hafa síðustu daga rannsakað málið sem mögulega hópsýkingu. Fyrstu niðurstöður eru sagðar benda til mögulegrar E. coli- mengunar í neysluvatni á svæðinu sem kalli á frekari rannsóknir og aðgerðir. Uppruni smits óþekktur Anna Margrét Halldórsdóttir starfandi sóttvarnarlæknir segir að uppruni smits sé enn óþekktur og enn ekki vitað hvaða sýkill olli veikindunum. Það sé t.d. vel mögulegt að smit hafi borist með ferðalöngum og manna á milli eða með yfirborðsflötum. Þrátt fyrir að ecoli-gerlar hafi fundist sé því ekki búið að staðfesta að veikindin stafi af þeim. „Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók vatnssýni frá staðnum og í ljós kom að það uxu ecoli-gerlar úr því sýni. Þeir voru í litlu magni en greindust engu að síður í vatninu,“ segir Anna. Nokkrir þurft að leggjast inn Heilsugæslan skipuleggur nú sýnatökur vegna málsins en þegar hafa borist fjöldi tilkynninga um veikindi. „Veikindin virðast tengjast nokkrum hópum sem fóru þarna í gegn. Þetta gætu verið einhverjir tugir,“ segir Anna. Aðspurð um hvort svona sýking sé hættuleg svarar Anna: „Iðrasýking getur verið mjög óþægileg. Hún getur hugsanlega verið hættuleg þeim sem eru viðkvæmir fyrir og fyrir börn. Flestir jafna sig þó á nokkrum dögum. Við vitum af nokkrum einstaklingum sem hafa þurft að leggjast inn á spítala vegna þessarar sýkingar til að fá vökva í æð,“ segir hún. Fengu staðarhaldarar að vita seint af málinu? Í fréttum RÚV í gær kom fram að þeir sem reka Rjúpnavelli hafi seint fengið að vita af menguninni og ekki fyrr en Heilbrigðiseftirlitið mætti á staðinn til að taka sýni. Í tilkynningu á vef Landlæknis kemur fram að Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið sýni þann 7. ágúst. Aðspurð um hvort staðarhaldarar á Rjúpnafelli hafi fengið of seint að vita af sýkingunum svarar Anna: „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá ræddi Heilbrigðiseftirlitið við staðarhaldara þegar þeir fengu tilkynningu til sín. Það er bara verið að skoða þetta allt saman.“
Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira