Tölum saman um skólastarf Arnbjörg Stefánsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 18:30 Að vinna í grunnskóla er skemmtilegasta starf sem ég get hugsað mér en á sama tíma er það mjög vandasamt. Starfsfólk í skólum hefur mikil áhrif á líf barna og fjölskyldna þeirra og við munum öll eftir þeim kennurum sem hjálpuðu okkur að vaxa og við munum líka eftir þeim sem gerðu það ekki. Í mínu tilfelli eru sem betur fer fleiri í fyrri hópnum en þeim seinni og svo eru líklegast margir sem ég man ekkert eftir. Á næstu dögum er grunnskólastarf að hefjast í flestum grunnskólum landsins og nú eru kennarar og annað starfsfólk skólanna farið að undirbúa nýtt skólaár. Enginn hefur farið varhluta af óvæginni umræðu sumarsins um skólamál og margt verið ritað og rætt um starf í grunnskólum og margir stokkið á þann vagn til að reyna að gera sig gildandi, mögulega í von um atkvæði þegar kemur til næstu kosninga. Grunnskólastarf er ekki hafið yfir gagnrýni frekar en annað starf sem rekið er af opinberu fjármagni og við þurfum alltaf að vera tilbúin til að rýna í starfshættina okkar, viðurkenna hvar við þurfum að gera betur og breyta til að vera með gæðakennslu fyrir öll börn. Í allri gagnrýni er mikilvægt að rýna til gagns en fara ekki í upphrópanir og alhæfingar sem gera meira ógagn en gagn. Undanfarin ár hef ég verið snortin af því hvað kennarar og starfsfólk grunnskóla hafa náð að hafa fagmennskuna og velferð nemenda sinna að leiðarljósi í öllum þeim áskorunum sem skólastarf hefur staðið frammi fyrir. Á covid tímanum þurfti ítrekað að breyta skipulagi skóla og þurftu kennarar að endurskoða námsáætlanir og kennslufyrirkomulag á nokkurra vikna fresti. Þekki ég ekki annað en að það verkefni hafi fólk nálgast af mikilli fagmennsku og alltaf með lausnamiðaða hugsun að leiðarljósi. Margar skólabyggingar eru nú nánast ónothæfar vegna lélegra loftgæða og er víða er verið að kenna við óviðunandi aðstæður á meðan verið er að laga eða jafnvel endurbyggja heilu skólana samhliða fullri starfsemi þeirra. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera með fullt hús af vel menntuðu, lausnamiðuðu og metnaðarfullu starfsfólki sem er með fagmennskuna að vopni alla daga. Ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í kennarastarfinu eða að hugsa um að leggja það fyrir sig veltir því vafalaust fyrir sér hvort það sé tilbúið til að fara í starf sem reglulega er rifið niður í samfélagsumræðunni og fjölmiðlum, jafnvel af ráðamönnum þessa lands. Strákar lesa um og hlusta linnulaust á að þeir geti ekki lesið sér til gagns. Sumir segja að fólk trúi því sem það heyrir nógu oft þannig að við þurfum að gæta vel að orðræðunni. Rætt hefur verið um “nýtt” námsmat. Breyting á námsmati fylgdi innleiðingu aðalnámskrár grunnskóla sem gefin var út 2012, síðan eru 12 ár. Þetta námsmat er gjörbylting frá því námsmati sem mín kynslóð og öll sem eru eldri en ég þekkja og “skilja”. Þá er það spurningin um hvað felst í því að skilja vitnisburð. Hvað segir það mér að ég fái 9 á prófi? Jú að þennan tiltekna dag var ég vel fyrirkölluð og gat leyst það próf sem var lagt fyrir mig. Núverandi námsmat krefur okkur um að hætta að hugsa um vitnisburð (einkunnir) út frá tölum eða prósentum, heldur er hæfni nemenda metin út frá þeim viðmiðum sem eru í námskránni. Að mínu mati segir þetta námsmat miklu meira um það hvernig tök nemandinn hefur á námi sínu en tölustafir. Í mörgum löndum, t.d. Skotlandi, er sett mikið púður í innleiðingu á nýjum námskrám og stórfelldum breytingum í skólastarfi en hér var gefin út ný aðalnámskrá og svo þurfti hver skóli fyrir sig að finna út hvernig innleiða ætti nýtt hæfnimiðað námsmat sem kallaði raunar á breytingar á áherslum í námi nemenda. Þar sitja ekki allir skólar eða nemendur við sama borð. Skólar landsins eru ekki allir jafn vel mannaðir af fagfólki og sífellt erfiðara er að fá menntaða kennara til starfa. Einkunnaverðbólga er hugtak sem hefur mikið verið rætt um. Í mínu sveitarfélagi eru tveir grunnskólar og yfir 90% nemenda þeirra fara í sama framhaldsskólann og raðast að mestu rétt í áfanga. Ef það er einkunnaverðbólga í einhverjum skólum til að nemendur komist inn í ákveðna framhaldsskóla, er þá ekki frekar ráð að endurskoða skráningu í framhaldsskólana? Hvers vegna má velja nemendur inn í framhaldsskóla í samfélagi sem er fyrir alla? Þegar samræmdu prófin voru við lýði röðuðust ekki allir nemendur rétt í áfanga. Ég man eftir mörgum dæmum um nemendur sem voru afburðanemendur en áttu slæman dag þegar þeir tóku t.d. stærðfræðiprófið eða nemendur sem vanalega ströggluðu verulega tókst að haka við rétt svör og röðuðust í áfanga sem þeir réðu ekki við. Í sumum skólum var nemendum hjálpað til að skólinn kæmi betur út úr fjölmiðlaumfjölluninni og sumum nemendum var ráðlagt að vera heima á meðan aðrir skólar létu alla nemendur taka prófið og fóru eftir öllum reglum um fyrirlögn. Fyrir þessum fullyrðingum hef ég engar skriflegar heimildir en ég hef talað við fjöldann allan af nemendum og kennurum sem hafa sagt mér þessar sögur. Samræmdu prófin eins og þau voru orðin í 4., 7. og 9. bekk voru hætt að mæla nema lítið brot af því sem aðalnámskrá gerir ráð fyrir að nemendur tileinki sér. Prófin voru orðin rafræn og því eingöngu hægt að mæla þekkingu sem auðvelt er að mæla og fara yfir rafrænt, t.d. var ritunarþátturinn afnuminn. Prófin voru aldrei samræmd vegna þess að fyrirlögin var ekki alls staðar eins. Það er engin ein töfralausn í skólastarfi. Samfélagið breytist, áherslur breytast, og nemendur breytast. Það sem skipti mestu máli að vera með í bakpokanum eftir grunn- eða framhaldsskóla þegar ég útskrifaðist úr grunn- og menntaskóla er ekki það sama og skiptir mestu máli í dag. Og það sem atvinnulífið þarf í dag verður breytt eftir 10 ár. Menntamálastofnun sem var sú stofnun sem átti að styðja við skólana var fjársvelt og svo lögð niður og við í skólakerfinu vorum í algjörri óvissu með framhaldið. Hafin er vinna við stöðluð próf sem skólar geta nýtt sér til að sjá námslega stöðu nemenda sinna og hvernig þeir standa miðað við landsmeðaltal. Þau próf sem komin eru lofa góðu að mínu mati og við þurfum fleiri og í fleiri greinum. Við þurfum líka miklu fjölbreyttara úrval af námsefni í öllum námsgreinum og alls ekki bara í bókaformi. Nú er komin ný stofun og hún þarf að fá fjármagn til að halda áfram að þróa (hratt) þau stöðluðu próf sem eru á teikniborðinu og framleiða námsefni fyrir grunnskólana í landinu. Nýlega voru birtar niðurstöður úr rannsókn á gæðum kennslu á unglingastigi á Norðurlöndunum. Þar koma fram vísbendingar um hvar við í íslenska grunnskólakerfinu þurfum að bæta okkur. Einn af þeim þáttum er samræða í skólastofunni, það er þáttur sem við Íslendingar höfum aldrei verið góðir í og ekki bara í skólum landsins. Og mér finnst umræða sumarsins endurspegla þetta mjög vel. Það er engin samræða í gangi um skólastarf, það er bara hver að hrópa í sínu horni. Þetta, eins og svo margt annað snýst um samfélagsgerðina sem við búum í. Ræðum sem oftast saman um skólamál en gerum það af virðingu og með framtíðarsýn að leiðarljósi. Ekki stökkva til og kalla á skyndilausnir til að laga eitthvað sem sumum finnst vera að, skyndilausnir hafa sjaldan virkað og þess vegna trúir fagfólkið okkar á gólfinu ekki á þær. Höfundur er skólastjóri Brekkubæjarskóla á Akranesi og varaformaður Skólastjórafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Akranes Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Að vinna í grunnskóla er skemmtilegasta starf sem ég get hugsað mér en á sama tíma er það mjög vandasamt. Starfsfólk í skólum hefur mikil áhrif á líf barna og fjölskyldna þeirra og við munum öll eftir þeim kennurum sem hjálpuðu okkur að vaxa og við munum líka eftir þeim sem gerðu það ekki. Í mínu tilfelli eru sem betur fer fleiri í fyrri hópnum en þeim seinni og svo eru líklegast margir sem ég man ekkert eftir. Á næstu dögum er grunnskólastarf að hefjast í flestum grunnskólum landsins og nú eru kennarar og annað starfsfólk skólanna farið að undirbúa nýtt skólaár. Enginn hefur farið varhluta af óvæginni umræðu sumarsins um skólamál og margt verið ritað og rætt um starf í grunnskólum og margir stokkið á þann vagn til að reyna að gera sig gildandi, mögulega í von um atkvæði þegar kemur til næstu kosninga. Grunnskólastarf er ekki hafið yfir gagnrýni frekar en annað starf sem rekið er af opinberu fjármagni og við þurfum alltaf að vera tilbúin til að rýna í starfshættina okkar, viðurkenna hvar við þurfum að gera betur og breyta til að vera með gæðakennslu fyrir öll börn. Í allri gagnrýni er mikilvægt að rýna til gagns en fara ekki í upphrópanir og alhæfingar sem gera meira ógagn en gagn. Undanfarin ár hef ég verið snortin af því hvað kennarar og starfsfólk grunnskóla hafa náð að hafa fagmennskuna og velferð nemenda sinna að leiðarljósi í öllum þeim áskorunum sem skólastarf hefur staðið frammi fyrir. Á covid tímanum þurfti ítrekað að breyta skipulagi skóla og þurftu kennarar að endurskoða námsáætlanir og kennslufyrirkomulag á nokkurra vikna fresti. Þekki ég ekki annað en að það verkefni hafi fólk nálgast af mikilli fagmennsku og alltaf með lausnamiðaða hugsun að leiðarljósi. Margar skólabyggingar eru nú nánast ónothæfar vegna lélegra loftgæða og er víða er verið að kenna við óviðunandi aðstæður á meðan verið er að laga eða jafnvel endurbyggja heilu skólana samhliða fullri starfsemi þeirra. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera með fullt hús af vel menntuðu, lausnamiðuðu og metnaðarfullu starfsfólki sem er með fagmennskuna að vopni alla daga. Ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í kennarastarfinu eða að hugsa um að leggja það fyrir sig veltir því vafalaust fyrir sér hvort það sé tilbúið til að fara í starf sem reglulega er rifið niður í samfélagsumræðunni og fjölmiðlum, jafnvel af ráðamönnum þessa lands. Strákar lesa um og hlusta linnulaust á að þeir geti ekki lesið sér til gagns. Sumir segja að fólk trúi því sem það heyrir nógu oft þannig að við þurfum að gæta vel að orðræðunni. Rætt hefur verið um “nýtt” námsmat. Breyting á námsmati fylgdi innleiðingu aðalnámskrár grunnskóla sem gefin var út 2012, síðan eru 12 ár. Þetta námsmat er gjörbylting frá því námsmati sem mín kynslóð og öll sem eru eldri en ég þekkja og “skilja”. Þá er það spurningin um hvað felst í því að skilja vitnisburð. Hvað segir það mér að ég fái 9 á prófi? Jú að þennan tiltekna dag var ég vel fyrirkölluð og gat leyst það próf sem var lagt fyrir mig. Núverandi námsmat krefur okkur um að hætta að hugsa um vitnisburð (einkunnir) út frá tölum eða prósentum, heldur er hæfni nemenda metin út frá þeim viðmiðum sem eru í námskránni. Að mínu mati segir þetta námsmat miklu meira um það hvernig tök nemandinn hefur á námi sínu en tölustafir. Í mörgum löndum, t.d. Skotlandi, er sett mikið púður í innleiðingu á nýjum námskrám og stórfelldum breytingum í skólastarfi en hér var gefin út ný aðalnámskrá og svo þurfti hver skóli fyrir sig að finna út hvernig innleiða ætti nýtt hæfnimiðað námsmat sem kallaði raunar á breytingar á áherslum í námi nemenda. Þar sitja ekki allir skólar eða nemendur við sama borð. Skólar landsins eru ekki allir jafn vel mannaðir af fagfólki og sífellt erfiðara er að fá menntaða kennara til starfa. Einkunnaverðbólga er hugtak sem hefur mikið verið rætt um. Í mínu sveitarfélagi eru tveir grunnskólar og yfir 90% nemenda þeirra fara í sama framhaldsskólann og raðast að mestu rétt í áfanga. Ef það er einkunnaverðbólga í einhverjum skólum til að nemendur komist inn í ákveðna framhaldsskóla, er þá ekki frekar ráð að endurskoða skráningu í framhaldsskólana? Hvers vegna má velja nemendur inn í framhaldsskóla í samfélagi sem er fyrir alla? Þegar samræmdu prófin voru við lýði röðuðust ekki allir nemendur rétt í áfanga. Ég man eftir mörgum dæmum um nemendur sem voru afburðanemendur en áttu slæman dag þegar þeir tóku t.d. stærðfræðiprófið eða nemendur sem vanalega ströggluðu verulega tókst að haka við rétt svör og röðuðust í áfanga sem þeir réðu ekki við. Í sumum skólum var nemendum hjálpað til að skólinn kæmi betur út úr fjölmiðlaumfjölluninni og sumum nemendum var ráðlagt að vera heima á meðan aðrir skólar létu alla nemendur taka prófið og fóru eftir öllum reglum um fyrirlögn. Fyrir þessum fullyrðingum hef ég engar skriflegar heimildir en ég hef talað við fjöldann allan af nemendum og kennurum sem hafa sagt mér þessar sögur. Samræmdu prófin eins og þau voru orðin í 4., 7. og 9. bekk voru hætt að mæla nema lítið brot af því sem aðalnámskrá gerir ráð fyrir að nemendur tileinki sér. Prófin voru orðin rafræn og því eingöngu hægt að mæla þekkingu sem auðvelt er að mæla og fara yfir rafrænt, t.d. var ritunarþátturinn afnuminn. Prófin voru aldrei samræmd vegna þess að fyrirlögin var ekki alls staðar eins. Það er engin ein töfralausn í skólastarfi. Samfélagið breytist, áherslur breytast, og nemendur breytast. Það sem skipti mestu máli að vera með í bakpokanum eftir grunn- eða framhaldsskóla þegar ég útskrifaðist úr grunn- og menntaskóla er ekki það sama og skiptir mestu máli í dag. Og það sem atvinnulífið þarf í dag verður breytt eftir 10 ár. Menntamálastofnun sem var sú stofnun sem átti að styðja við skólana var fjársvelt og svo lögð niður og við í skólakerfinu vorum í algjörri óvissu með framhaldið. Hafin er vinna við stöðluð próf sem skólar geta nýtt sér til að sjá námslega stöðu nemenda sinna og hvernig þeir standa miðað við landsmeðaltal. Þau próf sem komin eru lofa góðu að mínu mati og við þurfum fleiri og í fleiri greinum. Við þurfum líka miklu fjölbreyttara úrval af námsefni í öllum námsgreinum og alls ekki bara í bókaformi. Nú er komin ný stofun og hún þarf að fá fjármagn til að halda áfram að þróa (hratt) þau stöðluðu próf sem eru á teikniborðinu og framleiða námsefni fyrir grunnskólana í landinu. Nýlega voru birtar niðurstöður úr rannsókn á gæðum kennslu á unglingastigi á Norðurlöndunum. Þar koma fram vísbendingar um hvar við í íslenska grunnskólakerfinu þurfum að bæta okkur. Einn af þeim þáttum er samræða í skólastofunni, það er þáttur sem við Íslendingar höfum aldrei verið góðir í og ekki bara í skólum landsins. Og mér finnst umræða sumarsins endurspegla þetta mjög vel. Það er engin samræða í gangi um skólastarf, það er bara hver að hrópa í sínu horni. Þetta, eins og svo margt annað snýst um samfélagsgerðina sem við búum í. Ræðum sem oftast saman um skólamál en gerum það af virðingu og með framtíðarsýn að leiðarljósi. Ekki stökkva til og kalla á skyndilausnir til að laga eitthvað sem sumum finnst vera að, skyndilausnir hafa sjaldan virkað og þess vegna trúir fagfólkið okkar á gólfinu ekki á þær. Höfundur er skólastjóri Brekkubæjarskóla á Akranesi og varaformaður Skólastjórafélags Íslands.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar