„Fullorðna fólk, grow up!“ Jón Ísak Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 11. ágúst 2024 10:24 Páll Óskar og Antonio giftu sig í mars síðastliðnum. Vísir/Viktor Freyr Páll Óskar segir að á meðan fólk er ennþá að kasta pílum í það hvernig fólk lítur út, hvað það gerir eða hvernig það lifir lífinu sínu, séum við ekki frjáls, og Gleðigangan haldi áfram. Fólk sem dreifi óhróðri og óábyrgum upplýsingum á netinu þurfi að þroskast. Páll Óskar hélt uppi stuðinu venju samkvæmt á Pride balli í gærkvöldi, en hann var að undirbúa ballið þegar fréttamaður náði af honum tali. Hann segir að það sé alltaf mikil keyrsla í þessari viku hjá honum. „Við ákváðum að gera brúðartertu núna sem lokatrukkinn hjá mér af því að ég er nýgiftur manni sem heitir Antonio og hann kom hingað til Íslands sem flóttamaður frá Venesúela. Þannig að langflestir sem voru brúðkaupsgestir upp á vagninum voru samlandar hans sem eru að fóta sig hérna á Íslandi frá Venesúela, og eru að koma inn í og mæta mjög krefjandi aðstæðum,“ segir Páll. Hann hafi langað að gera brúðartertu vegna þess að hún er minni um vísinn að fyrstu réttindunum sem þau fengu á sínum tíma 1996, þegar hommar og lesbíur fengu að ganga í staðfesta samvist. „Þetta voru fyrstu merkin um að við værum ekki annars flokks þegnar. Þannig að brúðartertan þýðir ýmislegt fyrir mjög marga,“ segir Páll. Réttindabaráttan samtvinnuð Páll Óskar segir að réttindabarátta ýmissa hópa sé samtvinnuð. „Ef einhver hópur er tekin, hvort sem það er transfólk, intersex fólk, flóttamenn eða fólkið í Palestínu, og einhverjum lygum og óhróðri dreift um þetta fólk, þá kemur það okkur við af því það kemur niður á okkur líka.“ Hann segir hnefaleikakappann á Ólympíuleikunum mjög gott dæmi. Allt í einu hafi verið fullorðið fólk á netinu verið að spyrja spurninga eins og : „Ertu karl eða kona?“ „Þriggja til fjögurra ára gömul börn hafa spurt mig að sömu spurningu síðan 1991, ertu strákur eða stelpa? Fullorðna fólk, grow up! Þið eruð betur lesin en þetta!“ segir Páll. Brúðkaupstertan var glæsileg.Vísir/Viktor Freyr Hann kveðst ekki hafa hugmynd um það hvort boxarinn sé trans eða ekki, hvort hún sé gagnkynhneigð eða ekki, „en í guðanna bænum, gefið fólki frelsi til að vera það sjálft.“ Þurfum að læra lifa með samfélagsmiðlunum Páll segir að á samfélagsmiðlum sé ákveðið bakslag í baráttu hinseginfólks. „Já á internetinu, fólk sem er ekki nógu vel lesið.“ Það fólk gleypi við allskonar óhróðri, óábyrgum upplýsingum sem komi frá óábyrgu fólki. „Það er bara nýtt. Samfélagsmiðlar eru ný breyta, ný stærð sem við þurfum að lifa með,“ segir Páll. Hann segir að fólk geti tekið þátt í baráttunni með því að leiðrétta svona lygar, sögusagnir, gróusögur og mýtur. „Ég allavegana reyni að vera á vaktinni.“ Hinsegin Gleðigangan Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Páll Óskar hélt uppi stuðinu venju samkvæmt á Pride balli í gærkvöldi, en hann var að undirbúa ballið þegar fréttamaður náði af honum tali. Hann segir að það sé alltaf mikil keyrsla í þessari viku hjá honum. „Við ákváðum að gera brúðartertu núna sem lokatrukkinn hjá mér af því að ég er nýgiftur manni sem heitir Antonio og hann kom hingað til Íslands sem flóttamaður frá Venesúela. Þannig að langflestir sem voru brúðkaupsgestir upp á vagninum voru samlandar hans sem eru að fóta sig hérna á Íslandi frá Venesúela, og eru að koma inn í og mæta mjög krefjandi aðstæðum,“ segir Páll. Hann hafi langað að gera brúðartertu vegna þess að hún er minni um vísinn að fyrstu réttindunum sem þau fengu á sínum tíma 1996, þegar hommar og lesbíur fengu að ganga í staðfesta samvist. „Þetta voru fyrstu merkin um að við værum ekki annars flokks þegnar. Þannig að brúðartertan þýðir ýmislegt fyrir mjög marga,“ segir Páll. Réttindabaráttan samtvinnuð Páll Óskar segir að réttindabarátta ýmissa hópa sé samtvinnuð. „Ef einhver hópur er tekin, hvort sem það er transfólk, intersex fólk, flóttamenn eða fólkið í Palestínu, og einhverjum lygum og óhróðri dreift um þetta fólk, þá kemur það okkur við af því það kemur niður á okkur líka.“ Hann segir hnefaleikakappann á Ólympíuleikunum mjög gott dæmi. Allt í einu hafi verið fullorðið fólk á netinu verið að spyrja spurninga eins og : „Ertu karl eða kona?“ „Þriggja til fjögurra ára gömul börn hafa spurt mig að sömu spurningu síðan 1991, ertu strákur eða stelpa? Fullorðna fólk, grow up! Þið eruð betur lesin en þetta!“ segir Páll. Brúðkaupstertan var glæsileg.Vísir/Viktor Freyr Hann kveðst ekki hafa hugmynd um það hvort boxarinn sé trans eða ekki, hvort hún sé gagnkynhneigð eða ekki, „en í guðanna bænum, gefið fólki frelsi til að vera það sjálft.“ Þurfum að læra lifa með samfélagsmiðlunum Páll segir að á samfélagsmiðlum sé ákveðið bakslag í baráttu hinseginfólks. „Já á internetinu, fólk sem er ekki nógu vel lesið.“ Það fólk gleypi við allskonar óhróðri, óábyrgum upplýsingum sem komi frá óábyrgu fólki. „Það er bara nýtt. Samfélagsmiðlar eru ný breyta, ný stærð sem við þurfum að lifa með,“ segir Páll. Hann segir að fólk geti tekið þátt í baráttunni með því að leiðrétta svona lygar, sögusagnir, gróusögur og mýtur. „Ég allavegana reyni að vera á vaktinni.“
Hinsegin Gleðigangan Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira