Gleðilegan baráttudag! Hildur Telma Hauksdóttir skrifar 10. ágúst 2024 13:01 Gleðilega gleðigöngu, gleðilegan baráttudag! Hinsegin dagar eru gengnir í garð og hápunktur þeirra á sér stað í dag þegar gleðigangan verður gengin. Tími þar sem fólk kemur saman og fagnar árangri sem náðst hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks en á sama tíma að minna á að baráttunni er ekki lokið. Í dag stendur Ísland mjög framarlega í heiminum hvað varðar réttindi hinsegin fólks en Ísland uppfyllir nú 83% af viðmiðum ILGA Europe samtakanna. Markmiðið er þó ekki að komast í fyrsta sæti í heiminum heldur á það að vera að ná 100% hinsegin réttinda. Réttindi fólks er ekki kaka sem skipta þarf á milli hópa heldur eru til réttindi fyrir öll, löggjöfin þarf bara að ná utan um það. Jafni rétturinn felur svo auðvitað einnig í sér viðhorf fólks, því fáfræði og fordómar eiga ekki heima í jöfnum samfélögum. Það eru fleiri lönd sem glæpavæða hinsegið fólk heldur en leyfa hjónabönd samkynja para. Útfrá því trúði maður að hér á Vesturlöndum væri best að búa en sú staða er greinilega að breytast. Síðustu mánuði höfum við fylgst með breyttum horfum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Sótt er að hinsegin réttindum, ásamt öðrum mannréttindum, sem voru farin að finnast sjálfsögð. Það eru ekki nema 14 ár síðan að hjónabönd samkynja para voru heimiluð hér á landi og 5 ár eru frá samþykkt laganna um kynrænt sjálfræði. Þó að það sé langt frá því að vera það sem tryggi hinsegin réttindi til hlítar að þá eru það gjarnan mælikvarðar sem litið er til. Allir sigrar réttindabaráttunnar geta virst langt frá því að vera eitthvað sem tekið yrði til baka en nágrannalönd okkar sýna að baráttunni þarf að halda virkilega vel á lofti. Í þeim löndum er töluvert um hatursorðræður og hræðsluáróður, bæði meðal almennings og stjórnvalda, sem hefur haft mikil áhrif á hinsegið fólk sem þar býr og víðar. Project 2025 frá Trump og öfga hægri flokkar Evrópusambandsins eru áminningar um að standa þarf vörð um jafnrétti hér á landi. Síðustu ár hefur orðið bakslag í baráttu hinsegin fólks hér á landi. Eldra viðhorfið var að kenna elstu kynslóðunum um fordómana en ljóst er að síðasta fíflið er ekki fætt. Sífelld aukning hefur orðið á fordómum og hatri yngri kynslóða, alveg frá yngri stigum grunnskóla. Þar ber samfélagið í heild ábyrgð og það er margt sem spilar þar inn í eins og t.d. lítill sýnileiki hinsegis fólks, staðalímyndir, umræður innan heimila, skólakerfið og hvað þol umræða ná langt. Það á hvorki að vera ásættanlegt né eðlilegt að lesa hatursfullar athugasemdir við hverja frétt sem tengist hinseginleikanum, sjá hómófóbískar færslur á samfélagsmiðlum, lítillækkandi skilaboð frá stjórnmálafólki eða „clickbait” fréttir sem ýta undir misvísandi og skaðleg skilaboð. Á þessum tímum er mikilvægt að taka betur utan um trans ungmenni, sem og öll hinsegin ungmenni, því ofan á það að reyna að finna sig í lokaða samfélaginu okkar mæta þau virðingar- og skilningsleysi. Of frjálslega hefur verið deilt um tilvist fólks, án tillits til áhrifanna sem það hefur í för með sér. Í fullkomnum heimi þyrfti ekki hinsegin daga því í fullkomnum heimi þyrfti fólk ekki að berjast fyrir tilverurétti sínum. Í fullkomnum heimi væri pláss fyrir okkur öll verandi nákvæmlega eins og við erum sjálf. Í fullkomnum heimi væru hinsegin dagar alla daga þar sem fólk fengi að vera það sjálft án krafna og forsenda samfélagsins. Maður á ekki að þurfa að leggja sig fram við að passa inn í samfélagið, heimurinn á pláss fyrir okkur öll en það er undir samfélaginu komið að víkka út hvað það samþykkir. Við hinsegið fólk eigum ekki að þurfa að líða fyrir óþægindi annarra, því hver sem er getur frætt sig, borið virðingu og hjálpað til við að gera heiminn að betri stað fyrir öll. Höfundur er nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Gleðilega gleðigöngu, gleðilegan baráttudag! Hinsegin dagar eru gengnir í garð og hápunktur þeirra á sér stað í dag þegar gleðigangan verður gengin. Tími þar sem fólk kemur saman og fagnar árangri sem náðst hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks en á sama tíma að minna á að baráttunni er ekki lokið. Í dag stendur Ísland mjög framarlega í heiminum hvað varðar réttindi hinsegin fólks en Ísland uppfyllir nú 83% af viðmiðum ILGA Europe samtakanna. Markmiðið er þó ekki að komast í fyrsta sæti í heiminum heldur á það að vera að ná 100% hinsegin réttinda. Réttindi fólks er ekki kaka sem skipta þarf á milli hópa heldur eru til réttindi fyrir öll, löggjöfin þarf bara að ná utan um það. Jafni rétturinn felur svo auðvitað einnig í sér viðhorf fólks, því fáfræði og fordómar eiga ekki heima í jöfnum samfélögum. Það eru fleiri lönd sem glæpavæða hinsegið fólk heldur en leyfa hjónabönd samkynja para. Útfrá því trúði maður að hér á Vesturlöndum væri best að búa en sú staða er greinilega að breytast. Síðustu mánuði höfum við fylgst með breyttum horfum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Sótt er að hinsegin réttindum, ásamt öðrum mannréttindum, sem voru farin að finnast sjálfsögð. Það eru ekki nema 14 ár síðan að hjónabönd samkynja para voru heimiluð hér á landi og 5 ár eru frá samþykkt laganna um kynrænt sjálfræði. Þó að það sé langt frá því að vera það sem tryggi hinsegin réttindi til hlítar að þá eru það gjarnan mælikvarðar sem litið er til. Allir sigrar réttindabaráttunnar geta virst langt frá því að vera eitthvað sem tekið yrði til baka en nágrannalönd okkar sýna að baráttunni þarf að halda virkilega vel á lofti. Í þeim löndum er töluvert um hatursorðræður og hræðsluáróður, bæði meðal almennings og stjórnvalda, sem hefur haft mikil áhrif á hinsegið fólk sem þar býr og víðar. Project 2025 frá Trump og öfga hægri flokkar Evrópusambandsins eru áminningar um að standa þarf vörð um jafnrétti hér á landi. Síðustu ár hefur orðið bakslag í baráttu hinsegin fólks hér á landi. Eldra viðhorfið var að kenna elstu kynslóðunum um fordómana en ljóst er að síðasta fíflið er ekki fætt. Sífelld aukning hefur orðið á fordómum og hatri yngri kynslóða, alveg frá yngri stigum grunnskóla. Þar ber samfélagið í heild ábyrgð og það er margt sem spilar þar inn í eins og t.d. lítill sýnileiki hinsegis fólks, staðalímyndir, umræður innan heimila, skólakerfið og hvað þol umræða ná langt. Það á hvorki að vera ásættanlegt né eðlilegt að lesa hatursfullar athugasemdir við hverja frétt sem tengist hinseginleikanum, sjá hómófóbískar færslur á samfélagsmiðlum, lítillækkandi skilaboð frá stjórnmálafólki eða „clickbait” fréttir sem ýta undir misvísandi og skaðleg skilaboð. Á þessum tímum er mikilvægt að taka betur utan um trans ungmenni, sem og öll hinsegin ungmenni, því ofan á það að reyna að finna sig í lokaða samfélaginu okkar mæta þau virðingar- og skilningsleysi. Of frjálslega hefur verið deilt um tilvist fólks, án tillits til áhrifanna sem það hefur í för með sér. Í fullkomnum heimi þyrfti ekki hinsegin daga því í fullkomnum heimi þyrfti fólk ekki að berjast fyrir tilverurétti sínum. Í fullkomnum heimi væri pláss fyrir okkur öll verandi nákvæmlega eins og við erum sjálf. Í fullkomnum heimi væru hinsegin dagar alla daga þar sem fólk fengi að vera það sjálft án krafna og forsenda samfélagsins. Maður á ekki að þurfa að leggja sig fram við að passa inn í samfélagið, heimurinn á pláss fyrir okkur öll en það er undir samfélaginu komið að víkka út hvað það samþykkir. Við hinsegið fólk eigum ekki að þurfa að líða fyrir óþægindi annarra, því hver sem er getur frætt sig, borið virðingu og hjálpað til við að gera heiminn að betri stað fyrir öll. Höfundur er nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun