Kominn tími til að Hopp og Zolo fái samkeppni Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2024 13:00 Martin Tansøy er rekstarstjóri hjá Bolt. Til að byrja með verða átta hundruð Bolt-hjól í Reykjavík. bolt Eistneska rafhlaupahjólaleigan Bolt hóf starfsemi á Íslandi í gær. Leiguverðið er mun lægra en hefur áður tíðkast á Íslandi og segir rekstrarstjórinn markmið þeirra að vera ávallt með lægsta verðið. Reynt verður að koma í veg fyrir að fólk undir áhrifum áfengis noti hjólin. Til að byrja með er fyrirtækið með átta hundruð hjól í Reykjavík. Ekkert startgjald er á hjólunum, ólíkt því sem þekkist hjá hinum tveimur leigunum sem starfa hér á landi. Þar er startgjald upp á um 115 krónur. Þá mun mínúta á hjólum Bolt kosta fimmtán krónur, en aðrar leigur rukka um 39 krónur fyrir mínútuna. Martin Tansøy, rekstarstjóri hjá Bolt, segir verðlagningu á rafhlaupahjólum vera of háa og ætlar fyrirtækið sér að reyna að bjóða alltaf upp á lægsta verðið. „Ef þú berð verðið á Íslandi saman við þau í öðrum Evrópuríkjum er það reyndar mjög hátt. Það er einnig vegna skorts á samkeppni. Ég held að það sé kominn tími til að Hopp og Zolo fái samkeppni á markaðinn. Þetta mun hafa góð áhrif fyrir neytendur og borgina, vegna þess að því sem verðið er lægra, því meira notar fólk hjólin,“ segir Martin. Að leigja Bolt-hjólin er mun ódýrara en hjá samkeppnisaðilunum.Bolt Í öðrum löndum bíður Bolt einnig upp á deilibíla, rafmagnshjól og fleira. Martin segir að hann viti ekki til þess að Bolt víkki starfsemina hér í bili. Reynt verður að koma í veg fyrir að fólk undir áhrifum áfengis noti hjólin með því að láta það taka viðbragðspróf. Þeim sem standast prófið ekki verður þó ekki meinað að leigja hjólin enda sumir með slakari síma, almennt skertan viðbragðstíma og fleira. Martin vonast til þess að fólk verði samviskusamt eftir að hafa tekið prófið. „Við getum ekki neitt fólk til að framfylgja lögum, en við munum gera það sem við getum til að reyna að fá viðskiptavini okkar til að taka réttar ákvarðanir og vekja athygli á því að það sé ólöglegt að keyra hjólin undir áhrifum áfengis. Þú ert mun líklegri til að slasast þá,“ segir Martin. Rafhlaupahjól Eistland Neytendur Verðlag Samgöngur Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Til að byrja með er fyrirtækið með átta hundruð hjól í Reykjavík. Ekkert startgjald er á hjólunum, ólíkt því sem þekkist hjá hinum tveimur leigunum sem starfa hér á landi. Þar er startgjald upp á um 115 krónur. Þá mun mínúta á hjólum Bolt kosta fimmtán krónur, en aðrar leigur rukka um 39 krónur fyrir mínútuna. Martin Tansøy, rekstarstjóri hjá Bolt, segir verðlagningu á rafhlaupahjólum vera of háa og ætlar fyrirtækið sér að reyna að bjóða alltaf upp á lægsta verðið. „Ef þú berð verðið á Íslandi saman við þau í öðrum Evrópuríkjum er það reyndar mjög hátt. Það er einnig vegna skorts á samkeppni. Ég held að það sé kominn tími til að Hopp og Zolo fái samkeppni á markaðinn. Þetta mun hafa góð áhrif fyrir neytendur og borgina, vegna þess að því sem verðið er lægra, því meira notar fólk hjólin,“ segir Martin. Að leigja Bolt-hjólin er mun ódýrara en hjá samkeppnisaðilunum.Bolt Í öðrum löndum bíður Bolt einnig upp á deilibíla, rafmagnshjól og fleira. Martin segir að hann viti ekki til þess að Bolt víkki starfsemina hér í bili. Reynt verður að koma í veg fyrir að fólk undir áhrifum áfengis noti hjólin með því að láta það taka viðbragðspróf. Þeim sem standast prófið ekki verður þó ekki meinað að leigja hjólin enda sumir með slakari síma, almennt skertan viðbragðstíma og fleira. Martin vonast til þess að fólk verði samviskusamt eftir að hafa tekið prófið. „Við getum ekki neitt fólk til að framfylgja lögum, en við munum gera það sem við getum til að reyna að fá viðskiptavini okkar til að taka réttar ákvarðanir og vekja athygli á því að það sé ólöglegt að keyra hjólin undir áhrifum áfengis. Þú ert mun líklegri til að slasast þá,“ segir Martin.
Rafhlaupahjól Eistland Neytendur Verðlag Samgöngur Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira