Hvetja vestræna borgara til að koma sér frá Líbanon Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2024 07:45 Árásir Ísraela á Gasa héldu áfram í nótt. Fjórir féllu þegar Ísraelar vörpuðu sprengjum á tjaldbúðir í Deir al Balah. Þá stakk Palestínumaður tvo eldri borgara til bana í árás í Tel Aviv. AP/Abdel Kareem Hana Bandarísk og fleiri vestræn stjórnvöld hafa gefið út viðvaranir til ríkisborgara sinna um að koma sér hið snarasta frá Líbanon af ótta við að stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs dreifist út. Spenna á milli Ísraels annars vegar og Íran og Líbanon hins vegar stigmagnast. Stjórnvöld í Teheran hafa hótað grimmilegum hefndum eftir að Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, var felldur þar á miðvikudag. Ísraelar hafa ekki gengist við drápinu en Íranir kenna þeim um það. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrr felldu Ísraelar Fuad Shukr, einn leiðtoga líbönsku Hezbollah-sveitanna í Beirút. Breska ríkisútvarpið BBC segir að líklegt sé talið að Hezbollah, sem er stutt af Írönum, gæti leikið lykilhlutverk í hefndaraðgerðunum sem aftur gæti kallað á harkaleg viðbrögð Ísraela. Vígamenn Hezbollah skutu eldflaugum á bæ í norðanverðu Ísrael í nótt en svo virðist sem að loftvarnarkerfi Ísraela hafi stöðvað þær. Senda liðsauka til svæðisins Nú vilja ýmis vestræn ríki að borgarar þeirra hafi sig á brott frá Líbanon áður en allt fer í bál og brand. Auk Bandaríkjastjórnar hafa stjórnvöld í Svíþjóð, Frakklandi, Kanada og Jórdaníu hvatt borgarar sína til að yfirgefa landið. Í viðvörun Bandaríkjastjórnar segir að þeir sem fari ekki frá Líbanon ættu að gera ráðstafanir til þess að halda kyrru fyrir um hríð. David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, varar við því að ástandið á svæðinu gæti versnað hratt. Bretar ætla að senda liðsaauka til þess að hjálpa til við brottflutning fólks frá Líbanon en stjórnvöld hvetja borgara sína til þess að koma sér burt á meðan áætlunarflugferðir eru enn í boði. Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í síðustu viku að það ætlaði að senda fleiri herskip og orrustuþotur til þess að hjálpa til við að verja Ísrael fyrir árásum Írana og bandamanna þeirra. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Tengdar fréttir Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. 2. ágúst 2024 06:59 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Stjórnvöld í Teheran hafa hótað grimmilegum hefndum eftir að Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, var felldur þar á miðvikudag. Ísraelar hafa ekki gengist við drápinu en Íranir kenna þeim um það. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrr felldu Ísraelar Fuad Shukr, einn leiðtoga líbönsku Hezbollah-sveitanna í Beirút. Breska ríkisútvarpið BBC segir að líklegt sé talið að Hezbollah, sem er stutt af Írönum, gæti leikið lykilhlutverk í hefndaraðgerðunum sem aftur gæti kallað á harkaleg viðbrögð Ísraela. Vígamenn Hezbollah skutu eldflaugum á bæ í norðanverðu Ísrael í nótt en svo virðist sem að loftvarnarkerfi Ísraela hafi stöðvað þær. Senda liðsauka til svæðisins Nú vilja ýmis vestræn ríki að borgarar þeirra hafi sig á brott frá Líbanon áður en allt fer í bál og brand. Auk Bandaríkjastjórnar hafa stjórnvöld í Svíþjóð, Frakklandi, Kanada og Jórdaníu hvatt borgarar sína til að yfirgefa landið. Í viðvörun Bandaríkjastjórnar segir að þeir sem fari ekki frá Líbanon ættu að gera ráðstafanir til þess að halda kyrru fyrir um hríð. David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, varar við því að ástandið á svæðinu gæti versnað hratt. Bretar ætla að senda liðsaauka til þess að hjálpa til við brottflutning fólks frá Líbanon en stjórnvöld hvetja borgara sína til þess að koma sér burt á meðan áætlunarflugferðir eru enn í boði. Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í síðustu viku að það ætlaði að senda fleiri herskip og orrustuþotur til þess að hjálpa til við að verja Ísrael fyrir árásum Írana og bandamanna þeirra.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Tengdar fréttir Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. 2. ágúst 2024 06:59 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. 2. ágúst 2024 06:59