Enn einar óeirðirnar í Bretlandi í kjölfar hnífaárásarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2024 08:26 Hægriöfgamenn hafa látið öllum illum látum eftir hnífstunguárásina í Southport í vikunni. Myndin er frá Hartlepool þar sem þeir kveiktu meðal annars í bílum. AP/Owen Humphreys/PA Þrír lögreglumenn slösuðust og kveikt var í byggingum þegar hundruð manna stóðu fyrir óeirðum í borginni Sunderland á norðaustur Englandi í gærkvöldi. Óeirðir hafa brotist út í nokkrum borgum eftir að hnífamaður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í Southport í vikunni. Lögreglan í Norðymbralandi segir að lögreglumenn hafi staðið frammi fyrir alvarlegri ofbeldisógn í óeirðunum. Þrír þeirra voru fluttir á sjúkrahús vegna sára sinna, einn var útskrifaður fljótlega. Bjórdósum og múrsteinum var grýtt í lögreglumenn fyrir utan mosku og kveikt var í bílum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Átta óeirðarseggir voru handteknir eftir að þeir fóru ránshendi um lögreglustöð og kveikt var í ráðgjafarmiðstöð við hliðina á henni. Lögregla rannsakar hver stóð fyrir óeirðunum. BBC segir að frá skrílnum hafi heyrst niðrandi hróp um múslima og slagorð til stuðnings hægriöfgasamtökunum Enska varnarbandalagsins (EDL). Lewis Atkinson, þingmaður Verkamannaflokksins í Sunderland, sagði að fáni nýnasistaarms EDL hafi sést í uppþotunum í gær. Til ofbeldisfullra óeirða hefur komið á nokkrum stöðum, þar á meðal í Southport, London og Manchester, í kjölfar falskra fullyrðinga um hnífstunguárásina í Southport á mánudag þar sem sautján ára piltur stakk fjölda barna með þeim afleiðingum að þrjár ungar stúlkur létust. Lygum hefur verið dreift um að árásarmaðurinn sé hælisleitandi og múslimi. Hann fæddist hins vegar í Cardiff í Wales. Dómari ákvað að heimila nafngreiningu á árásarmanninum til þess að stemma stigu við upplýsingafalsi þrátt fyrir að bresk lög banni almennt að nöfn sakborninga undir lögaldri séu gerð opinber. BBC segist vita um að minnsta kosti þrjátíu fyrirhugaða mótmælafundi á vegum hægriöfgamanna vít og breytt um Bretland um helgina, þar á meðal í Southport. Hnífaárás í Southport Bretland Tengdar fréttir Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55 Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Lögreglan í Norðymbralandi segir að lögreglumenn hafi staðið frammi fyrir alvarlegri ofbeldisógn í óeirðunum. Þrír þeirra voru fluttir á sjúkrahús vegna sára sinna, einn var útskrifaður fljótlega. Bjórdósum og múrsteinum var grýtt í lögreglumenn fyrir utan mosku og kveikt var í bílum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Átta óeirðarseggir voru handteknir eftir að þeir fóru ránshendi um lögreglustöð og kveikt var í ráðgjafarmiðstöð við hliðina á henni. Lögregla rannsakar hver stóð fyrir óeirðunum. BBC segir að frá skrílnum hafi heyrst niðrandi hróp um múslima og slagorð til stuðnings hægriöfgasamtökunum Enska varnarbandalagsins (EDL). Lewis Atkinson, þingmaður Verkamannaflokksins í Sunderland, sagði að fáni nýnasistaarms EDL hafi sést í uppþotunum í gær. Til ofbeldisfullra óeirða hefur komið á nokkrum stöðum, þar á meðal í Southport, London og Manchester, í kjölfar falskra fullyrðinga um hnífstunguárásina í Southport á mánudag þar sem sautján ára piltur stakk fjölda barna með þeim afleiðingum að þrjár ungar stúlkur létust. Lygum hefur verið dreift um að árásarmaðurinn sé hælisleitandi og múslimi. Hann fæddist hins vegar í Cardiff í Wales. Dómari ákvað að heimila nafngreiningu á árásarmanninum til þess að stemma stigu við upplýsingafalsi þrátt fyrir að bresk lög banni almennt að nöfn sakborninga undir lögaldri séu gerð opinber. BBC segist vita um að minnsta kosti þrjátíu fyrirhugaða mótmælafundi á vegum hægriöfgamanna vít og breytt um Bretland um helgina, þar á meðal í Southport.
Hnífaárás í Southport Bretland Tengdar fréttir Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55 Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55
Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45