Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2025 16:44 Luigi Mangione í dómsal í Manhattan í vikunni. AP/Curtis Means Lögmenn Luigis Mangione, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, í fyrra, segja að krafa Pam Bondi, dómsmálaráðherra, um dauðarefsingu sé ólögmæt. Hún hafi á árum áður starfað sem málafylgjumaður hjá fyrirtæki sem starfaði fyrir móðurfélag UnitedHealthcare. Bondi var einn af forsvarsmönnum fyrirtækisins Ballard Partners áður en hún varð dómsmálaráðherra og krafðist þess að málið gegn Mangione yrði alríkismál. Þar með var hægt að krefjast dauðarefsingar gegn morðingjanum meinta. Mangione, sem er 26 ára gamall, sat fyrir Thompson fyrir utan hótel í New York í desember þar sem forstjórinn var að halda fjárfestaráðstefnu. Hann flúði svo til Pennsylvaníu þar sem hann var handtekinn. Á þeim grunni að Mangione ferðaðist milli ríkja var hægt að taka málið fyrir á alríkissviðinu. Mangione neitar sök. Lögmennirnir segja að störf Bondi fyrir Ballard Partners feli í sér hagsmunaárekstur og ummæli hennar um að Mangione eigi skilið að hljóta dauðarefsingu leiði til þess að meina eigi saksóknurum að krefjast dauðarefsingar og fella úr gildi nokkrar ákærur. Þeir segja, samkvæmt AP fréttaveitunni, að Bondi hafi heitið því að segja sig frá öllum málum sem lúta að skjólstæðingum Ballard í heilt ár. Það hafi hún ekki gert. Enn fremur segja þeir að Bondi hafi hagnast áfram á störfum sínum hjá Ballerd, eftir að hún tók við embættinu, vegna samkomulags um hagnað fyrirtækisins og greiðslur til stjórnenda. Bondi, sem hafi vald til að sækjast eftir að Mangione fái dauðarefsingu, hafi fjárhagslegan hag af því að hann hljóti þá refsingu. Ráðherrann lýsti því yfir í apríl að hún hefði skipað saksóknurum sínum í Manhattan að sækjast eftir dauðarefsingu. Krafan verður tekin fyrir í dómsal þann 9. janúar. Ákærður í tveimur í ríkjum og af alríkinu Eins og áður segir sat Mangione fyrir Thomspon í New York og myrti hann. Hann skaut forstjórann í bakið en á skothylkin sem urðu eftir á vettvangi hafði hann skrifað á orð sem notuð eru af tryggingafyrirtækjum til að hafna kröfum eða komast hjá því að greiða þær. Hann er einnig sagður hafa skrifað í stílabók sem hann hafði í fórum sínum hvernig hann gæti farið á ráðstefnu „baunateljara“ og myrt þar forstjóra. Hann hefur verið ákærður fyrir morð og önnur brot í New York. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir vopnalagabrot og annað í Pennsylvaníu. Svo hefur hann verið ákærður fyrir morð af alríkissaksóknurum og stendur þar mögulega frammi fyrir dauðarefsingu. Bandaríkin Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Leikhús í San Francisco setur upp söngleik byggðan á sögu Luigi Mangione, mannsins sem grunaður er um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana. 3. maí 2025 15:43 Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Pam Bondi, ríkissaksóknari Bandaríkjanna, segir að dómsmálaráðuneytið vestanhafs muni fara fram á að Lugi Mangione, sem er grunaður um að verða forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna að bana, verði dæmdur til dauða verði hann sakfelldur fyrir manndrápið. 1. apríl 2025 16:25 Vill fartölvu í fangelsið Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York, vill hafa fartölvu í fangelsinu. Hann situr í alríkisfangelsi í New York en hann hefur verið ákærður fyrir morð og framkvæmd hryðjuverks. 25. mars 2025 22:17 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Bondi var einn af forsvarsmönnum fyrirtækisins Ballard Partners áður en hún varð dómsmálaráðherra og krafðist þess að málið gegn Mangione yrði alríkismál. Þar með var hægt að krefjast dauðarefsingar gegn morðingjanum meinta. Mangione, sem er 26 ára gamall, sat fyrir Thompson fyrir utan hótel í New York í desember þar sem forstjórinn var að halda fjárfestaráðstefnu. Hann flúði svo til Pennsylvaníu þar sem hann var handtekinn. Á þeim grunni að Mangione ferðaðist milli ríkja var hægt að taka málið fyrir á alríkissviðinu. Mangione neitar sök. Lögmennirnir segja að störf Bondi fyrir Ballard Partners feli í sér hagsmunaárekstur og ummæli hennar um að Mangione eigi skilið að hljóta dauðarefsingu leiði til þess að meina eigi saksóknurum að krefjast dauðarefsingar og fella úr gildi nokkrar ákærur. Þeir segja, samkvæmt AP fréttaveitunni, að Bondi hafi heitið því að segja sig frá öllum málum sem lúta að skjólstæðingum Ballard í heilt ár. Það hafi hún ekki gert. Enn fremur segja þeir að Bondi hafi hagnast áfram á störfum sínum hjá Ballerd, eftir að hún tók við embættinu, vegna samkomulags um hagnað fyrirtækisins og greiðslur til stjórnenda. Bondi, sem hafi vald til að sækjast eftir að Mangione fái dauðarefsingu, hafi fjárhagslegan hag af því að hann hljóti þá refsingu. Ráðherrann lýsti því yfir í apríl að hún hefði skipað saksóknurum sínum í Manhattan að sækjast eftir dauðarefsingu. Krafan verður tekin fyrir í dómsal þann 9. janúar. Ákærður í tveimur í ríkjum og af alríkinu Eins og áður segir sat Mangione fyrir Thomspon í New York og myrti hann. Hann skaut forstjórann í bakið en á skothylkin sem urðu eftir á vettvangi hafði hann skrifað á orð sem notuð eru af tryggingafyrirtækjum til að hafna kröfum eða komast hjá því að greiða þær. Hann er einnig sagður hafa skrifað í stílabók sem hann hafði í fórum sínum hvernig hann gæti farið á ráðstefnu „baunateljara“ og myrt þar forstjóra. Hann hefur verið ákærður fyrir morð og önnur brot í New York. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir vopnalagabrot og annað í Pennsylvaníu. Svo hefur hann verið ákærður fyrir morð af alríkissaksóknurum og stendur þar mögulega frammi fyrir dauðarefsingu.
Bandaríkin Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Leikhús í San Francisco setur upp söngleik byggðan á sögu Luigi Mangione, mannsins sem grunaður er um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana. 3. maí 2025 15:43 Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Pam Bondi, ríkissaksóknari Bandaríkjanna, segir að dómsmálaráðuneytið vestanhafs muni fara fram á að Lugi Mangione, sem er grunaður um að verða forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna að bana, verði dæmdur til dauða verði hann sakfelldur fyrir manndrápið. 1. apríl 2025 16:25 Vill fartölvu í fangelsið Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York, vill hafa fartölvu í fangelsinu. Hann situr í alríkisfangelsi í New York en hann hefur verið ákærður fyrir morð og framkvæmd hryðjuverks. 25. mars 2025 22:17 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Leikhús í San Francisco setur upp söngleik byggðan á sögu Luigi Mangione, mannsins sem grunaður er um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana. 3. maí 2025 15:43
Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Pam Bondi, ríkissaksóknari Bandaríkjanna, segir að dómsmálaráðuneytið vestanhafs muni fara fram á að Lugi Mangione, sem er grunaður um að verða forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna að bana, verði dæmdur til dauða verði hann sakfelldur fyrir manndrápið. 1. apríl 2025 16:25
Vill fartölvu í fangelsið Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York, vill hafa fartölvu í fangelsinu. Hann situr í alríkisfangelsi í New York en hann hefur verið ákærður fyrir morð og framkvæmd hryðjuverks. 25. mars 2025 22:17