Strandavegur í sundur og ferðamaður festi sig í flýti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. ágúst 2024 14:05 Ein af skriðunum sem féllu á Strandavegi í morgun, nánar tiltekið í Kjörvogshlíð. Mikið úrhelli var í nótt en hann haldist þurr síðustu klukkustundir. Björgunarsveitin Strandasól Eftir úrhellisrigningu í nótt hafa fallið aurskriður á nokkrum stöðum á veginum norður í Árneshrepp. Vegagerðin vinnur að viðgerð á veginum í Veiðileysi þar sem hann grófst í sundur. Fyrir vikið er nokkur fjöldi fólks innlyksa í Árneshreppi og kemst ekki leiðar sinnar. Þeirra á meðal er ferðamaður nokkur sem festi bíl sinn í einni skriðunni í morgun í Trékyllisvík. Davíð Már Bjarnason, sauðfjárbóndi og björgunarsveitarmaður á Ströndum, var á meðal þeirra sem kom að björgun hans. Bílaleigubíll ferðamannsins dreginn úr skriðunni.Strandasól „Ferðamaðurinn hafði ætlað að keyra yfir skriðuna og náði að festa sig. Hann var svo sem ekki á vel útbúnum bíl en ákvað að sæta færis. Hann átti bókað flug til útlanda seinna í dag. En hann komst ekki langt,“ segir Davíð Már. Davíð er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Landsbjargar og þekkir vel til starfa björgunarsveita, björgunarsveitarmaður sjálfur. „Við fórum nokkur úr björgunarsveitinni og bóndi af næsta bæ sem dró hann til baka á dráttarvél,“ segir Davíð. Ferðamaðurinn er enn fastur í sveitinni og má telja ólíklegt að hann nái flugi sínu af landi brott. Skriðan var ansi víðfeðm.Strandasól Davíð segir samhent átak heimamanna úr Djúpavík og Trékyllisvík hafa aðstoðað við að ryðja skriður í samvinnu við Vegagerðina svo það sé fært innansveitar. „Vegagerðin sendi eftir stærri tækjum til Hólmavíkur til að eiga við þetta í Veiðileysu,“ segir Davíð. Gunnar Númi Hjartarson er yfirverkfræðingur hjá Vegagerðinni á Hólmavík. Hann segir nokkuð verk að vinna í Veiðileysu sem þó gangi hraðar en hann hafði reiknað með. Rignt hefur svakalega undanfarið á Ströndum.Strandasól „Hálfur vegurinn bara hvarf,“ segir Gunnar Númi. Það þurfi mikið efni til að fylla upp í veginn en það hafi orðið þeim til happs að finna gott efni uppi í hlíðinni. Á meðan hann haldist þurr er Gunnar Númi bjartsýnn á verklok á sjötta tímanum í dag. „Þeir eru hálfnaðir við að fylla upp í þessa holu,“ segir Gunnar Númi og hrósar bændum í sveitinni fyrir snör handtök að ryðja aðrar skriður dagsins. Árneshreppur Björgunarsveitir Vegagerð Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Fyrir vikið er nokkur fjöldi fólks innlyksa í Árneshreppi og kemst ekki leiðar sinnar. Þeirra á meðal er ferðamaður nokkur sem festi bíl sinn í einni skriðunni í morgun í Trékyllisvík. Davíð Már Bjarnason, sauðfjárbóndi og björgunarsveitarmaður á Ströndum, var á meðal þeirra sem kom að björgun hans. Bílaleigubíll ferðamannsins dreginn úr skriðunni.Strandasól „Ferðamaðurinn hafði ætlað að keyra yfir skriðuna og náði að festa sig. Hann var svo sem ekki á vel útbúnum bíl en ákvað að sæta færis. Hann átti bókað flug til útlanda seinna í dag. En hann komst ekki langt,“ segir Davíð Már. Davíð er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Landsbjargar og þekkir vel til starfa björgunarsveita, björgunarsveitarmaður sjálfur. „Við fórum nokkur úr björgunarsveitinni og bóndi af næsta bæ sem dró hann til baka á dráttarvél,“ segir Davíð. Ferðamaðurinn er enn fastur í sveitinni og má telja ólíklegt að hann nái flugi sínu af landi brott. Skriðan var ansi víðfeðm.Strandasól Davíð segir samhent átak heimamanna úr Djúpavík og Trékyllisvík hafa aðstoðað við að ryðja skriður í samvinnu við Vegagerðina svo það sé fært innansveitar. „Vegagerðin sendi eftir stærri tækjum til Hólmavíkur til að eiga við þetta í Veiðileysu,“ segir Davíð. Gunnar Númi Hjartarson er yfirverkfræðingur hjá Vegagerðinni á Hólmavík. Hann segir nokkuð verk að vinna í Veiðileysu sem þó gangi hraðar en hann hafði reiknað með. Rignt hefur svakalega undanfarið á Ströndum.Strandasól „Hálfur vegurinn bara hvarf,“ segir Gunnar Númi. Það þurfi mikið efni til að fylla upp í veginn en það hafi orðið þeim til happs að finna gott efni uppi í hlíðinni. Á meðan hann haldist þurr er Gunnar Númi bjartsýnn á verklok á sjötta tímanum í dag. „Þeir eru hálfnaðir við að fylla upp í þessa holu,“ segir Gunnar Númi og hrósar bændum í sveitinni fyrir snör handtök að ryðja aðrar skriður dagsins.
Árneshreppur Björgunarsveitir Vegagerð Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira