Ætla að ameríkuvæða „Húsafellshelluna“ á þessum heimsleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 08:30 Keppendur þurfa að burðast með sandpokann ákveðna vegalengd og það getur reynt verulega á. Hér má sjá nýja sandpokann sem heitir Happy Star eða Ánægða stjarnan. @thedavecastro/@crossfitgames Það styttist í heimsleikana í CrossFit og að venju hafa lekið út upplýsingar um hvaða og hvernig greinar bíða besta CrossFit fólks heims í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í ár. Leikarnir færa sig nú suður til Texas fylkis eftir að hafa verið haldnir í Madison i Wisconsin fylki undanfarin ár. Nýr sandpoki í ár Dave Castro, íþróttastjóri heimsleikanna, gaf það út á dögunum að það verði notaður nýr sandpoki á þessum heimsleikum. Pokann þurfa keppendur að burðast með ákveðna vegalengd og hann verður notaður í sjöttu grein leikanna. Í grein sex eiga keppendur að spretta, hvíla og svo hlaupa 1600 metra og þessi keppni verður utanhúss á Farrington Field á föstudagskvöldinu. Það er ekki ljóst hvernig sandpokinn kemur við sögu en hann gæti vissulega gert keppendum lífið leitt. Skiptu Húsafellshellunni út Það er aftur á móti komið í ljós að það er búið að skipta Húsafellshellunni út. Það er í raun búið að ameríkuvæða „Húsafellshelluna“ á þessum heimsleikum. Í fyrra var notaður sandpoki sem var eftirmynd af hinni frægu Húsafellshellu. Að þessu sinni munu keppendur burðast með svipaða sandpoka en hann verður í líki Texas stjörnunnar í tilefni að því að heimsleikarnir eru nú haldnir í Forth Worth í Texas. Húsafellshellan er steinn við Húsafell sem vegur 186 kíló og er líklegast frægasti aflraunasteinn í heimi. Eftirlíkingar af steininum notaðar víða í aflraunakeppnum erlendis og hann var meira að segja búinn að komast að á heimsleikunum en þó í gerði sandpokans. Heppnaðist mjög vel í fyrra Greinin með „Húsafellshelluna“ heppnaðist frábærlega í Madison og var hápunktur leikanna fyrir framan þinghúsið. Nú verður fróðlegt að sjá hvort að Hamingjustjarnan eða „The Happy Star“ á ensku komi eins vel út og „Húsafellshellan“. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira
Leikarnir færa sig nú suður til Texas fylkis eftir að hafa verið haldnir í Madison i Wisconsin fylki undanfarin ár. Nýr sandpoki í ár Dave Castro, íþróttastjóri heimsleikanna, gaf það út á dögunum að það verði notaður nýr sandpoki á þessum heimsleikum. Pokann þurfa keppendur að burðast með ákveðna vegalengd og hann verður notaður í sjöttu grein leikanna. Í grein sex eiga keppendur að spretta, hvíla og svo hlaupa 1600 metra og þessi keppni verður utanhúss á Farrington Field á föstudagskvöldinu. Það er ekki ljóst hvernig sandpokinn kemur við sögu en hann gæti vissulega gert keppendum lífið leitt. Skiptu Húsafellshellunni út Það er aftur á móti komið í ljós að það er búið að skipta Húsafellshellunni út. Það er í raun búið að ameríkuvæða „Húsafellshelluna“ á þessum heimsleikum. Í fyrra var notaður sandpoki sem var eftirmynd af hinni frægu Húsafellshellu. Að þessu sinni munu keppendur burðast með svipaða sandpoka en hann verður í líki Texas stjörnunnar í tilefni að því að heimsleikarnir eru nú haldnir í Forth Worth í Texas. Húsafellshellan er steinn við Húsafell sem vegur 186 kíló og er líklegast frægasti aflraunasteinn í heimi. Eftirlíkingar af steininum notaðar víða í aflraunakeppnum erlendis og hann var meira að segja búinn að komast að á heimsleikunum en þó í gerði sandpokans. Heppnaðist mjög vel í fyrra Greinin með „Húsafellshelluna“ heppnaðist frábærlega í Madison og var hápunktur leikanna fyrir framan þinghúsið. Nú verður fróðlegt að sjá hvort að Hamingjustjarnan eða „The Happy Star“ á ensku komi eins vel út og „Húsafellshellan“. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira