Spilar úti í vetur en kemur svo heim fyrir fullt og allt næsta sumar: „Þetta er fólkið mitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2024 18:42 Aron Einar Gunnarsson segir að Þór ætli að hjálpa honum að komast aftur inn á fótboltavöllinn en hann hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin misseri. stöð 2 Aron Einar Gunnarsson segir tilfinninguna að hafa skrifað undir samning við uppeldisfélagið sitt góða. Hann stefnir á að spila sem atvinnumaður í vetur en á næsta tímabili verður hann alkominn heim til Þórs. Aron skrifaði undir tveggja ára samning við Þór að viðstöddu margmenni í félagsheimilinu Hamri í dag. „Ég held þú sjáir það á brosinu,“ sagði Aron í samtali við íþróttadeild, aðspurður um tilfinninguna að hafa vera kominn heim í Þór. „Þetta hefur alltaf verið planið, að koma heim. Ég fékk gæsahúð þegar ég keyrði inn á svæðið áðan, fékk vellíðunartilfinningu að vera kominn með takka- og hlaupaskóna í staðinn fyrir að vera á æfingu í sumarfríi. Það var gott og skemmtilegt augnablik; að vita að þetta sé rétt ákvörðun.“ Aron segir að hann sé ekki bara að koma heim til hjálpa Þór. Félagið sé einnig að hjálpa honum að komast aftur á skrið eftir meiðsli sem hafa plagað hann undanfarna mánuði. „Það er ekki bara ég að koma heim til aðstoða liðið heldur líka þeir að leyfa mér að spila og koma mér í gang. Eftir það, við lok félagaskiptagluggans, er svo planið að fara á lán og taka eitt ár úti áður en ég kem endanlega heim næsta sumar,“ sagði Aron. Ekki margt í boði Hann hefur meðal annars verið orðaður við Kortrijk í Belgíu sem Freyr Alexandersson stýrir. Aron segir samt ekkert öruggt í þessum efnum. „Það er ekkert niðurneglt varðandi þetta. Þetta snýst líka um hvernig ég kem inn í þetta hjá Þór, hvernig ég spila og þetta veltur svolítið á því hvernig ég kem til baka úr þessum meiðslum inn á fótboltavöllinn. Ég hef ekki verið mikið þar upp á síðkastið og það eru ekkert mörg lið í boði fyrir 35 ára gamlan leikmann sem er búinn að vera meiddur í ár. Ég átta mig alveg á því,“ sagði Aron. „Eins og staðan er í dag er ég fyrst og fremst að reyna að koma mér til baka og Þórsararnir eru að hjálpa mér í því.“ Klippa: Viðtal við Aron Einar Aron segir að það hafi aldrei verið inni í myndinni að spila fyrir annað lið en Þór á Íslandi. „Nei, alls ekki. Þetta var alltaf planið, alltaf planið að klára hér og ég opnaði ekki samtal við neitt annað,“ sagði Aron sem segist vera að koma til Þórs sem leikmaður og sé ekki á leiðinni í eitthvað starf utan vallar. Sérstök upplifun Þórsarar tjölduðu miklu til og héldu veglegan blaðamannafund fyrir Aron. Móttökurnar í Hamri hlýjuðu honum. „Ég var mjög stoltur, líka vitandi að þetta er fólkið mitt. Þetta er Þórsblóðið og fjölskyldan er öll komin heim og saman. Það er sérstakt fyrir mig að upplifa það. Ég er virkilega stoltur af því að upplifa það hversu margir komu. Ég vissi ekkert hvernig þetta myndi þróast en það er ánægjulegt hversu margir gerðu sér ferð í Hamar til að vera með mér í þessu,“ sagði Aron að endingu. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Aron skrifaði undir tveggja ára samning við Þór að viðstöddu margmenni í félagsheimilinu Hamri í dag. „Ég held þú sjáir það á brosinu,“ sagði Aron í samtali við íþróttadeild, aðspurður um tilfinninguna að hafa vera kominn heim í Þór. „Þetta hefur alltaf verið planið, að koma heim. Ég fékk gæsahúð þegar ég keyrði inn á svæðið áðan, fékk vellíðunartilfinningu að vera kominn með takka- og hlaupaskóna í staðinn fyrir að vera á æfingu í sumarfríi. Það var gott og skemmtilegt augnablik; að vita að þetta sé rétt ákvörðun.“ Aron segir að hann sé ekki bara að koma heim til hjálpa Þór. Félagið sé einnig að hjálpa honum að komast aftur á skrið eftir meiðsli sem hafa plagað hann undanfarna mánuði. „Það er ekki bara ég að koma heim til aðstoða liðið heldur líka þeir að leyfa mér að spila og koma mér í gang. Eftir það, við lok félagaskiptagluggans, er svo planið að fara á lán og taka eitt ár úti áður en ég kem endanlega heim næsta sumar,“ sagði Aron. Ekki margt í boði Hann hefur meðal annars verið orðaður við Kortrijk í Belgíu sem Freyr Alexandersson stýrir. Aron segir samt ekkert öruggt í þessum efnum. „Það er ekkert niðurneglt varðandi þetta. Þetta snýst líka um hvernig ég kem inn í þetta hjá Þór, hvernig ég spila og þetta veltur svolítið á því hvernig ég kem til baka úr þessum meiðslum inn á fótboltavöllinn. Ég hef ekki verið mikið þar upp á síðkastið og það eru ekkert mörg lið í boði fyrir 35 ára gamlan leikmann sem er búinn að vera meiddur í ár. Ég átta mig alveg á því,“ sagði Aron. „Eins og staðan er í dag er ég fyrst og fremst að reyna að koma mér til baka og Þórsararnir eru að hjálpa mér í því.“ Klippa: Viðtal við Aron Einar Aron segir að það hafi aldrei verið inni í myndinni að spila fyrir annað lið en Þór á Íslandi. „Nei, alls ekki. Þetta var alltaf planið, alltaf planið að klára hér og ég opnaði ekki samtal við neitt annað,“ sagði Aron sem segist vera að koma til Þórs sem leikmaður og sé ekki á leiðinni í eitthvað starf utan vallar. Sérstök upplifun Þórsarar tjölduðu miklu til og héldu veglegan blaðamannafund fyrir Aron. Móttökurnar í Hamri hlýjuðu honum. „Ég var mjög stoltur, líka vitandi að þetta er fólkið mitt. Þetta er Þórsblóðið og fjölskyldan er öll komin heim og saman. Það er sérstakt fyrir mig að upplifa það. Ég er virkilega stoltur af því að upplifa það hversu margir komu. Ég vissi ekkert hvernig þetta myndi þróast en það er ánægjulegt hversu margir gerðu sér ferð í Hamar til að vera með mér í þessu,“ sagði Aron að endingu. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira