Að minnsta kosti 973 börn frumbyggja létust á heimavistarskólum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2024 07:52 Donovan Archambault segir frá reynslu sinni. AP/Matthew Brown Að minnsta kosti 973 börn frumbyggja dóu í heimavistarskólum í Bandaríkjunum sem reknir voru af yfirvöldum eða trúarstofnunum. Markmiðið með vistun barnanna var að aðlaga þau hvítu samfélagi. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem innanríkisráðherrann Deb Haaland fyrirskipaði en Haaland tilheyrir Laguna Pueblo-ættbálkinum í Nýju-Mexíkó og er fyrsti frumbygginn til að verða ráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Rannsóknin leiddi í ljós merktar og ómerktar grafir við 65 af yfir 400 skólum sem reknir voru á 150 ára tímabili en nokkrir skólar voru enn starfræktir fram til 1969. Börnin eru talin hafa látist af völdum illrar meðferðar og sjúkdóma og fleiri börn kunna að hafa dáið eftir að hafa verið send veik heim. Að sögn Haaland var um að ræða kerfisbundna tilraun til að útrýma „frumbyggjavandamálinu“ með því að einangra börnin, neita þeim um að læra um uppruna sinn og banna þeim að tala tungumálið sitt, svo eitthvað sé nefnt. Flest börnin voru látin vinna, til að mynda í iðnaði og landbúnaði. Rannsóknarnefndin efndi til funda þar sem þolendur gátu mætt og tjáð sig. Einn þeirra, Donovan Archambault, 85 ára, sagðist hafa verið sendur í skólana allt frá því að hann var aðeins ellefu ára gamall. Þar var hann neyddur til að klippa hár sitt og bannað að tala tungumálið sitt. Lífsreynslan leiddi Archambault út í drykkju, áður en honum tókst að snúa blaðinu við eftir tvo áratugi. „Afsökunarbeiðni er þörf. Þeir ættu að biðjast afsökunar,“ sagði Archambault í samtali við Associated Press. „En það þarf líka að fræða fólk um það hvað kom fyrir okkur. Fyrir mér er þetta partur af gleymdri sögu.“ Guardian fjallaði um málið. Bandaríkin Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem innanríkisráðherrann Deb Haaland fyrirskipaði en Haaland tilheyrir Laguna Pueblo-ættbálkinum í Nýju-Mexíkó og er fyrsti frumbygginn til að verða ráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Rannsóknin leiddi í ljós merktar og ómerktar grafir við 65 af yfir 400 skólum sem reknir voru á 150 ára tímabili en nokkrir skólar voru enn starfræktir fram til 1969. Börnin eru talin hafa látist af völdum illrar meðferðar og sjúkdóma og fleiri börn kunna að hafa dáið eftir að hafa verið send veik heim. Að sögn Haaland var um að ræða kerfisbundna tilraun til að útrýma „frumbyggjavandamálinu“ með því að einangra börnin, neita þeim um að læra um uppruna sinn og banna þeim að tala tungumálið sitt, svo eitthvað sé nefnt. Flest börnin voru látin vinna, til að mynda í iðnaði og landbúnaði. Rannsóknarnefndin efndi til funda þar sem þolendur gátu mætt og tjáð sig. Einn þeirra, Donovan Archambault, 85 ára, sagðist hafa verið sendur í skólana allt frá því að hann var aðeins ellefu ára gamall. Þar var hann neyddur til að klippa hár sitt og bannað að tala tungumálið sitt. Lífsreynslan leiddi Archambault út í drykkju, áður en honum tókst að snúa blaðinu við eftir tvo áratugi. „Afsökunarbeiðni er þörf. Þeir ættu að biðjast afsökunar,“ sagði Archambault í samtali við Associated Press. „En það þarf líka að fræða fólk um það hvað kom fyrir okkur. Fyrir mér er þetta partur af gleymdri sögu.“ Guardian fjallaði um málið.
Bandaríkin Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira