Feðgar með 90 ára reynslu á elstu og minnstu rakarastofu landsins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. júlí 2024 19:00 Feðgarnir Haraldur Hinriksson og Hinrik Haraldsson hafa samtals 90 ára starfsreynslu sem rakarar. Þeir starfa á Hársnyrtingu Hinriks sem er líklega á ein elsta og minnsta rakarastofa landsins. Vísir/Sigurjón/Hjalti Ein elsta og minnsta rakarastofa landsins er á Akranesi en sjálft húsið verður hundrað ára á þessu ári. Þar starfa samrýmdir feðgar með samtals níutíu ára starfsreynslu. Þeir eru hvergi nærri hættir að klippa og raka en sá yngri ætlar að minnsta kosti að starfa áfram í húsinu í þrjátíu ár í við viðbót. Húsið var upphaflega var byggt sem símstöð á Akranesi árið 1924 og verður því hundrað ára á þessu ári. Frá árinu 1937 hefur verið rekin rakarastofa í húsinu. Hinrik Haraldsson var þriðji rakarinn til að hefja slíkan rekstur þar árið 1965 undir nafninu Hársnyrting Hinriks. Hinrik sem verður áttræður í nóvember klippir þar enn þá sérvalda kúnna einu sinni í viku. „Þetta eru fastakúnnar sem hafa sumir verið hjá mér í 25-30 ár og hafa jafnvel ekki farið neitt annað allan tímann. Menn eru svolítið vanafastir. Flestir viðskiptavinir hér eru frá Vesturlandi en einhverjir koma úr Reykjavík. Hér eru heimsmálin rædd,“ segir Hinrik sem situr að þessu sinni í sjálfum rakarastólnum en ekki fyrir aftan hann. Sonur hans Haraldur rakari er að klippa hann. Haraldur sem hefur starfað sem rakari í þrjátíu ár segir að ekkert annað hafi legið fyrir en að taka við stofunni. „Mamma var líka hárgreiðsludama og rak Hárgreiðslustofu Fjólu hér á Akranesi. Það var ekkert annað í kortunum en að taka hér við,“ segir Haraldur. Mæla með snyrtingu á nokkurra vikna fresti Þeir segja að langflesta viðskiptavini sína vera karlkyns, þeir fylgist því vel með nýjustu herratískunni. Þá eru þeir á einu máli um hversu oft menn þurfi að koma í klippingu svo kollurinn sé snyrtilegur. „Svona þriðju, fjórðu hverja viku,“ segja þeir nánast einum rómi. Hinrik segir að hártískan hafi breyst mikið frá því að hann byrjaði. „Það er t.d. klippt meira snöggt í dag en áður,“ segir Hinrik. Þeir feðgar sjá þó ekki fram á að næsta kynslóð í fjölskyldunni taki við í þessu húsi. „Það er frekar ólíklegt miðað við núverandi stöðu,“ segir Haraldur sem býst hins vegar við að starfa að minnsta kosti þrjátíu ár í viðbót í húsinu. Hár og förðun Akranes Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Húsið var upphaflega var byggt sem símstöð á Akranesi árið 1924 og verður því hundrað ára á þessu ári. Frá árinu 1937 hefur verið rekin rakarastofa í húsinu. Hinrik Haraldsson var þriðji rakarinn til að hefja slíkan rekstur þar árið 1965 undir nafninu Hársnyrting Hinriks. Hinrik sem verður áttræður í nóvember klippir þar enn þá sérvalda kúnna einu sinni í viku. „Þetta eru fastakúnnar sem hafa sumir verið hjá mér í 25-30 ár og hafa jafnvel ekki farið neitt annað allan tímann. Menn eru svolítið vanafastir. Flestir viðskiptavinir hér eru frá Vesturlandi en einhverjir koma úr Reykjavík. Hér eru heimsmálin rædd,“ segir Hinrik sem situr að þessu sinni í sjálfum rakarastólnum en ekki fyrir aftan hann. Sonur hans Haraldur rakari er að klippa hann. Haraldur sem hefur starfað sem rakari í þrjátíu ár segir að ekkert annað hafi legið fyrir en að taka við stofunni. „Mamma var líka hárgreiðsludama og rak Hárgreiðslustofu Fjólu hér á Akranesi. Það var ekkert annað í kortunum en að taka hér við,“ segir Haraldur. Mæla með snyrtingu á nokkurra vikna fresti Þeir segja að langflesta viðskiptavini sína vera karlkyns, þeir fylgist því vel með nýjustu herratískunni. Þá eru þeir á einu máli um hversu oft menn þurfi að koma í klippingu svo kollurinn sé snyrtilegur. „Svona þriðju, fjórðu hverja viku,“ segja þeir nánast einum rómi. Hinrik segir að hártískan hafi breyst mikið frá því að hann byrjaði. „Það er t.d. klippt meira snöggt í dag en áður,“ segir Hinrik. Þeir feðgar sjá þó ekki fram á að næsta kynslóð í fjölskyldunni taki við í þessu húsi. „Það er frekar ólíklegt miðað við núverandi stöðu,“ segir Haraldur sem býst hins vegar við að starfa að minnsta kosti þrjátíu ár í viðbót í húsinu.
Hár og förðun Akranes Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira