Gæti gosið á næstu dögum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. júlí 2024 11:58 Það dregur til tíðinda á Reykjanesinu. Vísir/Sigurjón Spenna heldur áfram að aukast á Reykjanesi en nú hafa rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku safnast undir Svartsengi. Veðurstofa Íslands varar við því að kvikuhlaup án eldgoss nægi til að skapa hættu og valda tjóni í Grindavík en því fylgi jarðskjálftar og sprungur. Hættumat Veðurstofu Íslands fyrir Reykjanes og Grindavík helst óbreytt frá síðustu viku vegna yfirvofandi eldgoss. Talið er að eldgos geti hafist hvað úr hverju á næstu sjö til tíu dögum en náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands segir að aukin jarðskjálftavirkni á svæðinu bendi til þess að það dragi senn til tíðinda. „GPS mælingar sýna að síðustu daga hefur hægt örlítið á landrisinu. Þegar sú þróun í landrisi fer saman við jarðskjálftavirkni líkt og mældist á Sundhnúksgígaröðinni í gær, eru það vísbendingar um að það styttist í næsta kvikuhlaup og jafnvel eldgos,“ segir í tilkynningu á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Kvikuhlaup án eldgoss gæti valdið tjóni „Þetta eru svona 20 til 30 skjálftar sem eru að mælast í kvikuganginum og það er bara áframhaldandi uppbygging á spennu á svæðinu sem við sjáum í þessari aukningu á skjálftum. Kvikuhólfslíkön sýna að það gæti gosið hvað úr hverju.“ Þetta segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, sem tekur fram að rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast saman undir Svartsengi en Veðurstofan telur að 16 til 19 milljón rúmmetra þurfi til að koma af stað kvikuhlaupi eða eldgosi og gæti það því gerst hvenær sem er. Jóhanna bendir á að kvikuhlaup án eldgoss geti jafnvel skapað hættu og valdið tjóni í Grindavík. „Eins og til dæmis gerðist 10. nóvember þá varð kvikuhlaup án þess að það kæmi til eldgoss og við sáum nú hvað það gerði við Grindavík. Það veldur mikilli sprungufærslu þó það komi ekki til eldgoss. Það er í raun þessi aflögun þegar að kvikan er að þrýstast inn í kvikuganginn þá verður eitthvað að gefa eftir.“ Smáskjálftavirkni á svæðinu Smáskjálftavirkni mældist á svæðinu í gær og stóð yfir í um 50 mínútur en Jóhanna segir það merki um aukin þrýsting og spennu á svæðinu sem þurfi að losa um með einum eða öðrum hætti. „Þetta gæti hafa verið kvika að reyna komast af stað en hún hefur ekki komist langt.“ Þetta er þá merki um einhverja kvikuhreyfingu á svæðinu? „Já þetta er klárlega merki um að þarna er mikil spenna sem gæti brostið hvað úr hverju.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Hættumat Veðurstofu Íslands fyrir Reykjanes og Grindavík helst óbreytt frá síðustu viku vegna yfirvofandi eldgoss. Talið er að eldgos geti hafist hvað úr hverju á næstu sjö til tíu dögum en náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands segir að aukin jarðskjálftavirkni á svæðinu bendi til þess að það dragi senn til tíðinda. „GPS mælingar sýna að síðustu daga hefur hægt örlítið á landrisinu. Þegar sú þróun í landrisi fer saman við jarðskjálftavirkni líkt og mældist á Sundhnúksgígaröðinni í gær, eru það vísbendingar um að það styttist í næsta kvikuhlaup og jafnvel eldgos,“ segir í tilkynningu á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Kvikuhlaup án eldgoss gæti valdið tjóni „Þetta eru svona 20 til 30 skjálftar sem eru að mælast í kvikuganginum og það er bara áframhaldandi uppbygging á spennu á svæðinu sem við sjáum í þessari aukningu á skjálftum. Kvikuhólfslíkön sýna að það gæti gosið hvað úr hverju.“ Þetta segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, sem tekur fram að rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast saman undir Svartsengi en Veðurstofan telur að 16 til 19 milljón rúmmetra þurfi til að koma af stað kvikuhlaupi eða eldgosi og gæti það því gerst hvenær sem er. Jóhanna bendir á að kvikuhlaup án eldgoss geti jafnvel skapað hættu og valdið tjóni í Grindavík. „Eins og til dæmis gerðist 10. nóvember þá varð kvikuhlaup án þess að það kæmi til eldgoss og við sáum nú hvað það gerði við Grindavík. Það veldur mikilli sprungufærslu þó það komi ekki til eldgoss. Það er í raun þessi aflögun þegar að kvikan er að þrýstast inn í kvikuganginn þá verður eitthvað að gefa eftir.“ Smáskjálftavirkni á svæðinu Smáskjálftavirkni mældist á svæðinu í gær og stóð yfir í um 50 mínútur en Jóhanna segir það merki um aukin þrýsting og spennu á svæðinu sem þurfi að losa um með einum eða öðrum hætti. „Þetta gæti hafa verið kvika að reyna komast af stað en hún hefur ekki komist langt.“ Þetta er þá merki um einhverja kvikuhreyfingu á svæðinu? „Já þetta er klárlega merki um að þarna er mikil spenna sem gæti brostið hvað úr hverju.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira