Glæsileg 64 ára gömul rúta vekur mikla athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. júlí 2024 20:04 Rútan er glæsileg í alla staði eins og sjá má, 64 ára gömul. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún vekur mikla athygli gamla uppgerða rútan frá Króki í Ölfusi, Bens 1960 árgerð, sem fer nú um vegina eins og ný, rauð og hvít á litinn með bílnúmerið X – 44. Hún er glæsileg rútan sem Jón Ögmundsson í Króki í Ölfusi gerði upp af sinni alkunni snilld með aðstoð góðs fólks, enda lítur rútan út eins og ný en hún er þó orðin 64 ára gömul. „Það eru örfáir menn á Íslandi, sem kunna að aka svona tæknibúnaði, það eru engar tölvur og það þýðir ekki að setja nútímamenn undir stýri á þessu. Þetta er vel gert og allt haft original, þannig að þetta er bara eins og nýtt eins og þú sérð, bæði að utan og innan,” segir Einar Gíslason, gamalreyndur rútubílstjóri. Rútan er mjög falleg og vekur alltaf mikla athygli. „Já, hún er rosalega falleg og gaman að þessu og þeir eiga heiður skilinn, sem leggja aurana sína og vinnu í að viðhalda svona menningarverðmætum,” bætir Einar við. Einar Gíslason keyrði rútuna og líkaði það mjög vel enda vanur að keyra rútur sem þessa frá því í gamla daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Einar tók nýlega að sér að keyra fyrrverandi skipstjóra og útgerðarmenn á rútunni um Ölfusið og í Þorlákshöfn en allt eru þetta skólabræður úr Stýrimannaskólanum, sem halda alltaf hópinn með sínum konum. „Við erum að halda upp á að það eru 60 ár frá því að við útskrifuðumst og erum búin að hittast í 40 ár einu sinni á ári,” segir Einar Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarmaður í Þorlákshöfn og fararstjóri ferðarinnar. Einar Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarmaður í Þorlákshöfn, sem var fararstjóri ferðarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig líst þér á rútuna sem þú ert að fara í? „Rútuna, hún bara tilheyrir þessum árgangi og þetta er bara gott að fá svona jafnaldra í hópinn,” segir Birgir Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði. Hvernig leggst það í þig að fara í þessa rútu? „Mjög vel, hún er svo falleg, rauð og hvít og hæfir hópnum vel,” segir Auður Höskuldsdóttir, farþegi í rútunni. Séð inn í rútuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hress og skemmtilegur hópur, sem fór í skoðunarferðina um Ölfus og Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Bílar Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Hún er glæsileg rútan sem Jón Ögmundsson í Króki í Ölfusi gerði upp af sinni alkunni snilld með aðstoð góðs fólks, enda lítur rútan út eins og ný en hún er þó orðin 64 ára gömul. „Það eru örfáir menn á Íslandi, sem kunna að aka svona tæknibúnaði, það eru engar tölvur og það þýðir ekki að setja nútímamenn undir stýri á þessu. Þetta er vel gert og allt haft original, þannig að þetta er bara eins og nýtt eins og þú sérð, bæði að utan og innan,” segir Einar Gíslason, gamalreyndur rútubílstjóri. Rútan er mjög falleg og vekur alltaf mikla athygli. „Já, hún er rosalega falleg og gaman að þessu og þeir eiga heiður skilinn, sem leggja aurana sína og vinnu í að viðhalda svona menningarverðmætum,” bætir Einar við. Einar Gíslason keyrði rútuna og líkaði það mjög vel enda vanur að keyra rútur sem þessa frá því í gamla daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Einar tók nýlega að sér að keyra fyrrverandi skipstjóra og útgerðarmenn á rútunni um Ölfusið og í Þorlákshöfn en allt eru þetta skólabræður úr Stýrimannaskólanum, sem halda alltaf hópinn með sínum konum. „Við erum að halda upp á að það eru 60 ár frá því að við útskrifuðumst og erum búin að hittast í 40 ár einu sinni á ári,” segir Einar Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarmaður í Þorlákshöfn og fararstjóri ferðarinnar. Einar Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarmaður í Þorlákshöfn, sem var fararstjóri ferðarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig líst þér á rútuna sem þú ert að fara í? „Rútuna, hún bara tilheyrir þessum árgangi og þetta er bara gott að fá svona jafnaldra í hópinn,” segir Birgir Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði. Hvernig leggst það í þig að fara í þessa rútu? „Mjög vel, hún er svo falleg, rauð og hvít og hæfir hópnum vel,” segir Auður Höskuldsdóttir, farþegi í rútunni. Séð inn í rútuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hress og skemmtilegur hópur, sem fór í skoðunarferðina um Ölfus og Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Bílar Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira