Auðvitað á að treysta fólki sjálfu fyrir því hvert það beinir viðskiptum sínum Sigurður G. Guðjónsson skrifar 29. júlí 2024 09:00 Kröftug umræða hefur verið í sumar um viðskiptahætti fyrirtækja sem bjóða áhættuspil á netinu. Einsog áður hefur verið bent á í greinum hér á Vísi er mikilvægt að gera skýran greinarmun á fyrirtækjum sem vanda til verka og hinna sem gera það ekki. Morgan Stanley gefur Betsson AAA í einkunn Skjólstæðingur minn, Betsson, sem skráð er í sænsku kauphöllinni, er eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa um árabil lagt mikla áherslu á að gefa engan afslátt af góðum viðskiptaháttum. Þann 12. júlí gaf til dæmis matsfyrirtæki Morgan Stanley Capital International (MSCI) Betsson hæstu mögulegu einkunn, AAA, þegar kemur að viðmiðinu um ,,Umhverfislega og félagslega þætti og stjórnarhætti” (Environmental, Social and Governance - ESG). Þetta er viðmið sem fjárfestar styðjast við til að meta mögulegar fjárfestingar sínar út frá aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga, þar á meðal hvernig fyrirtæki kemur fram við starfsfólk, viðskiptavini og samfélagið sem það starfar í. Óvandaður málflutningur Í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi sunnudaginn 21. júlí sl. lét Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), aðaleiganda stærsta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, gamminn geysa um starfsemi þessa. Bauð hann upp á fjölda staðreyndavillana og bar sakir um ólögmæta starfsemi á öll erlend fyrirtæki sem bjóða fjárhættuspil á netinu. Lárus má fullyrti þannig að tuttugu til þrjátíu milljarðar króna fari úr landi vegna starfsemi erlendra veðmálasíðna. Lárus nefndi engar heimildir til stuðnings þessari fullyrðingu sagði bara „menn segja“. Lárus á hins vegar að að vita betur því hann sat í starfshópi á vegum dómsmálaráðherra, sem ætlað var að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála, og aflaði starfshópurinn sér upplýsinga frá fjármálafyrirtækjum um mögulegt umfang fjárhættuspila á erlendum veðmálasíðum. Samkvæmt þeim gögnum var umfangið metið á bilinu 10,5 til 12 milljarðar króna á ári. Um þetta má lesa á blaðsíðu 22 í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra. Þar er nefnt að Íslendingar „eyði“ þessari tölu á erlendum veðmálasíðum en ekki lagt mat á hvað þeir hafi fengið til baka. Þá mátti skilja á Lárusi að stjórnvöld um alla Evrópu stæðu í stórræðum við að loka fjárhættuspilasíðum á netinu og að þar væru aðeins starfandi einokunarfyrirtæki á borð við þau sem hann kemur að hér á landi fyrir hönd ÍSÍ. Þetta er rangt, eins og hefur nú verið útskýrt kurteisislega fyrir Lárusi og öðrum áhugasömum lesendum í aðsendri grein. Ísland og Noregur eru nánast einu rikin eftir innan Evrópska efnahagssvæðisins sem hafa ekki uppfært löggjöf sína um fjárhættuspil með tilliti til nútímans þar sem verslun og þjónusta á netinu er hluti af daglegu lífi. Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð eru meðal þjóða sem hafa afnumið einokunarmódel sín og innleitt leyfiskerfi opið öllum ábyrgum rekstraraðilum. Í grunninn hafa stjórnvöld víðast um álfuna ákveðið að treysta fólki sjálfu fyrir því við hverja það kýs að eiga viðskipti. Eðilega, myndu örugglega flestir segja. Engin veðmál á leiki yngri flokka hjá Betsson Hjá Betsson er ekki í boði að veðja á leiki yngri flokka (sem er því miður raunin hjá ýmsum öðrum síðum). Þá leggur fyrirtækið blátt bann við því að fólk undir 18 ára aldri opni reikninga og/eða spila fjárhættuspil hjá Betsson. Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að óska eftir sönnun um aldur frá öllum viðskiptavinum sínum og getur lokað reikningum þangað til viðeigandi gögn hafa borist. Er þetta hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins, sem hvergi er hvikað frá. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Kröftug umræða hefur verið í sumar um viðskiptahætti fyrirtækja sem bjóða áhættuspil á netinu. Einsog áður hefur verið bent á í greinum hér á Vísi er mikilvægt að gera skýran greinarmun á fyrirtækjum sem vanda til verka og hinna sem gera það ekki. Morgan Stanley gefur Betsson AAA í einkunn Skjólstæðingur minn, Betsson, sem skráð er í sænsku kauphöllinni, er eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa um árabil lagt mikla áherslu á að gefa engan afslátt af góðum viðskiptaháttum. Þann 12. júlí gaf til dæmis matsfyrirtæki Morgan Stanley Capital International (MSCI) Betsson hæstu mögulegu einkunn, AAA, þegar kemur að viðmiðinu um ,,Umhverfislega og félagslega þætti og stjórnarhætti” (Environmental, Social and Governance - ESG). Þetta er viðmið sem fjárfestar styðjast við til að meta mögulegar fjárfestingar sínar út frá aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga, þar á meðal hvernig fyrirtæki kemur fram við starfsfólk, viðskiptavini og samfélagið sem það starfar í. Óvandaður málflutningur Í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi sunnudaginn 21. júlí sl. lét Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), aðaleiganda stærsta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, gamminn geysa um starfsemi þessa. Bauð hann upp á fjölda staðreyndavillana og bar sakir um ólögmæta starfsemi á öll erlend fyrirtæki sem bjóða fjárhættuspil á netinu. Lárus má fullyrti þannig að tuttugu til þrjátíu milljarðar króna fari úr landi vegna starfsemi erlendra veðmálasíðna. Lárus nefndi engar heimildir til stuðnings þessari fullyrðingu sagði bara „menn segja“. Lárus á hins vegar að að vita betur því hann sat í starfshópi á vegum dómsmálaráðherra, sem ætlað var að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála, og aflaði starfshópurinn sér upplýsinga frá fjármálafyrirtækjum um mögulegt umfang fjárhættuspila á erlendum veðmálasíðum. Samkvæmt þeim gögnum var umfangið metið á bilinu 10,5 til 12 milljarðar króna á ári. Um þetta má lesa á blaðsíðu 22 í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra. Þar er nefnt að Íslendingar „eyði“ þessari tölu á erlendum veðmálasíðum en ekki lagt mat á hvað þeir hafi fengið til baka. Þá mátti skilja á Lárusi að stjórnvöld um alla Evrópu stæðu í stórræðum við að loka fjárhættuspilasíðum á netinu og að þar væru aðeins starfandi einokunarfyrirtæki á borð við þau sem hann kemur að hér á landi fyrir hönd ÍSÍ. Þetta er rangt, eins og hefur nú verið útskýrt kurteisislega fyrir Lárusi og öðrum áhugasömum lesendum í aðsendri grein. Ísland og Noregur eru nánast einu rikin eftir innan Evrópska efnahagssvæðisins sem hafa ekki uppfært löggjöf sína um fjárhættuspil með tilliti til nútímans þar sem verslun og þjónusta á netinu er hluti af daglegu lífi. Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð eru meðal þjóða sem hafa afnumið einokunarmódel sín og innleitt leyfiskerfi opið öllum ábyrgum rekstraraðilum. Í grunninn hafa stjórnvöld víðast um álfuna ákveðið að treysta fólki sjálfu fyrir því við hverja það kýs að eiga viðskipti. Eðilega, myndu örugglega flestir segja. Engin veðmál á leiki yngri flokka hjá Betsson Hjá Betsson er ekki í boði að veðja á leiki yngri flokka (sem er því miður raunin hjá ýmsum öðrum síðum). Þá leggur fyrirtækið blátt bann við því að fólk undir 18 ára aldri opni reikninga og/eða spila fjárhættuspil hjá Betsson. Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að óska eftir sönnun um aldur frá öllum viðskiptavinum sínum og getur lokað reikningum þangað til viðeigandi gögn hafa borist. Er þetta hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins, sem hvergi er hvikað frá. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun